Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 102

Fréttablaðið - 07.12.2013, Síða 102
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 102 ' GRAPHIC NEWS Brasilía Spánn Kólumbía Úrúgvæ Króatía Holland Grikkland Kosta Ríka Mexíkó Síle Fílabeinsstr. England Kamerún Ástralía Japan Ítalía 1 A 2 B 3 4 876 D 5 C FÓTBOLTI Það var mikil spenna í loftinu í gær þegar dregið var í riðlana í Brasilíu fyrir HM sem fer fram næsta sumar. Eins og gengur eru riðlarnir misáhugaverðir. Það var ákveðið að strá salti í sár Íslendinga þegar í ljós kom að Króatía mun spila opnunarleik mótsins gegn Brasilíu. Það er leik- ur sem Ísland hefði alveg þegið að spila. Englendingar lentu í mjög erf- iðum riðli þar sem liðið þarf að glíma við Ítalíu, Úrúgvæ og Kosta Ríka. „Það kom mér alls ekki á óvart að hafa lent í erfiðum riðli,“ sagði Roy Hodgson, landsliðsþjálf- ari Englendinga, en hann sagði fyrir dráttinn að hann óttaðist ekki neitt lið. „ Ég er mjög jákvæður fyr ir verkefninu þó svo það sé erfitt. Það er allt hægt. Svo má ekki gleyma því að Kosta Ríka er líka með mjög gott lið. Það er ekki hægt að vanmeta neitt lið í þessu móti. Jürgen Klinsmann er búinn að segja mér hversu gott lið Kosta Ríka hefur.“ G-riðillinn er ekki síður áhuga- verður en þar mun hinn þýski landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Jürgen Klinsmann, mæta Þjóð- verjum sem hann bæði spilaði með og þjálfaði. Að öllu óbreyttu verð- ur Aron Jóhannsson í leikmanna- hópi Bandaríkjanna og verður um leið fyrsti Íslendingurinn til þess að spila á HM. Bandaríkjamenn þurfa ekki bara að glíma við Þjóðverja því Cristiano Ronaldo og félagar eru einnig í riðlinum ásamt sterku liði Ghana. „Kynþokkafullur riðill,“ skrif- aði Aron fullur tilhlökkunar á Twitter-síðu sína skömmu eftir dráttinn. Heimsmeistarar Spán- verja lentu í riðli með Hollandi, Síle og Ástralíu. Spánn og Holland ættu að komast upp úr þeim riðli. Mótið hefst 12. júní á næsta ári og úrslitaleik- urinn mun fara fram 13. júlí. henry@frettabladid.is Aron á móti Ronaldo á HM Dregið var í riðla fyrir HM í fótbolta í gær. England og Bandaríkin eru bæði í mjög sterkum riðlum. Ísland gæti átt þátttakanda á HM í fyrsta skipti. ARON JÓHANNSSON FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson sagði í samtali við staðarblaðið The News í Portsmouth að hann hefði áhuga á að snúa aftur til Englands og hefja þar störf sem knattspyrnustjóri. Hermann sótti um starf knatt- spyrnustjóra Portsmouth ásamt David James en þeir störfuðu saman hjá ÍBV síðastliðið sumar. Þeim var svo tilkynnt í vikunni að þeir yrðu ekki ráðnir en líklega verður gengið frá ráðningunni um helgina. Báðir eru fyrrverandi leikmenn félagsins og Hermann sagði að það hefði verið kjörið að hefja þjálfara- ferilinn í Englandi hjá Portsmouth. „Ég sagði alltaf að ég myndi vilja koma aftur einn daginn. Það gerist ekki nú en kannski síðar,“ sagði Hermann. Hann segir að hann og James séu báðir áhugasamir um að starfa áfram við fótbolta, nú þegar leikmannaferli þeirra sé lokið. „Við viljum starfa á þeim vettvangi þar sem við höfum mest fram að færa. Það er í fótboltanum. Ég elskaði að starfa sem þjálfari og ég vil snúa aftur til Englands eins fljótt og mögu- legt er. Ég var þar í fimmtán og hálft ár og þar vil ég halda áfram að starfa í fótbolta.“ - esá Hermann vill komast aft ur til Englands sem fyrst HEMMI Vill verða knatt spyrnu þjálfari á Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Íslendingaliðin Füchse Berlin og THW Kiel mætast á morgun í toppslag í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta en liðin eru bæði með 26 stig í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þjálfarar liðanna eru þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport 3 en það er búist við troðfullri höll og mikilli stemningu. „Við erum ekki oft litla liðið á heima- velli en það er þannig í þessum leik. Ég myndi vera sáttur við jafntefli,“ sagði Dagur í viðtali við BZ. Refirnir hans Dags Sigurðs- sonar hafa unnið sjö leiki í röð í deild og Evrópukeppni og hafa ekki tapað síðan á móti HSV Hamburg 27. október síð- astliðinn. Þeir koma því fullir sjálfstrausts inn í leikinn. Kiel hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum og það tap kom í topp- baráttuslag á móti Flensburg fyrir tveimur vikum. Þetta verður í þrettánda sinn sem Alfreð og Dagur mætast sem þjálfarar þessara tveggja liða í deild, bikar eða Evrópukeppni. Tölfræðin úr þeim leikjum er ekki hagstæð fyrir Dag og lærisveina hans enda hefur hann aðeins einu sinni náð að fagna sigri á Alfreð. Sá sigur kom í deildarleik 19. sept- ember 2010 en Füchse Berlin vann þá 26-23. Füchse náði jafntefli á móti Kiel í heimaleiknum í fyrra en Alfreð hefur aftur á móti fagnað sigri í hinum tíu leikjunum. Þetta verður fyrsti leikurinn síðan Alfreð var valinn besti þjálf- ari heims annað árið í röð. „Ég vona að vörnin verði traust og markverðirnir okkar eigi góðan dag. Það verður að ganga eftir ef við ætlum að vinna Kiel,“ sagði Dagur. - óój Dagur hefur bara unnið einu sinni Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson mætast í þrettánda sinn á morgun HM í knattspyrnu 2014 Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit 12. júní– 13. júlí A-riðill B-riðill C-riðill D-riðill E-riðill F-riðill G-riðill H-riðill Sviss Argentína Þýskaland Belgía Ekvador Bosnía Portúgal Alsír Frakkland Íran Gana Rússland Hondúras Nígería Bandaríkin Suður-Kórea Jún 12/13,17/18,23 Jún 13, 18, 23 Jún14, 19/20, 24 Jún 14,19/20, 24 Jún 15, 20, 25 Jún 15/16, 21, 25 Jún 16, 21/22, 26 Jún 17,22, 26 SEXTÁN LIÐA ÚRSLIT Belo Horizonte 28. júní Ríó de Janeiro– Fortaleza 29. júní Recife ÁTTA LIÐA ÚRSLIT UNDANÚRSLIT BRONSLEIKURINN ÚRSLITALEIKURINN A1 - B2 C1 - D2 B1 - A2 D1 - C2 E1 - F2 G1 - H2 F1 - E2 H1 - G2 8. júlí Sigurvegarar A– B belo hori. 9. júlí Sigurvegarar C– D Sao Paulo Fortaleza 4. júlí Rio de Janeiro Sigurvegari 1-2 Sigurvegari 5-6 Salvador 5. Júlí Brasilía Sigurvegari 3-4 Sigurvegari 7-8 12. júlí Estadio Nacional. Brasilia 13. júlí Maracana. Rio De Janeiro Brasilia 28. júní Porto Alegne Sao Paulo 29. júní Salvador SPORT Kvennalið Hauka getur náð öðru sætinu af Snæfelli þegar Haukastelpurnar mæta í Stykkishólm annað kvöld (klukkan 17.00) í 13. umferð Domino‘s-deildar kvenna í körfubolta. Haukar hafa unnið sex síðustu leiki sína og eru aðeins tveimur stigum á eftir Snæfelli. Snæfell vann eins stigs sigur í fyrri leiknum á Ásvöllum og því má búast við spennandi leik. Valskonur geta enn fremur tekið fjórða sætið af Hamri með sigri í Hveragerði í kvöld (klukkan 18.00) en það er fyrsti leikur umferðarinnar. KR tekur á móti toppliði Keflavíkur klukkan 19.15 annað kvöld og á sama tíma mætast Njarðvík og Grindavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík en þar mun annaðhvort liðið enda langa taphrinu. Njarðvík hefur tapað níu leikjum í röð en Grindavíkurliðið er með fimm töp í röð á bakinu. Vinna Haukar sjöunda leikinn í röð?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.