Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 8

Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 8
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur: www.reykjavik.is • sent inn erindi vegna fasteignagjalda • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2014 (eftir 27. janúar nk.) og alla breytingarseðla þar á eftir • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 15. janúar 2014 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-71 ára Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í heimabönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Mínar síður á www.reykjavik.is FJARSKIPTI „Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitar- stjórnin ákvað að leggja ljósleið- ara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðar- sveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrir- tækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómet- anleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði sam- kvæmt ársreikningi rekstrar- afgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitar- félagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélags- ins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundar tanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitar- félaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipu- lagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrir tækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niður- staða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey. haraldur@frettabladid.is Sjá loks ljósið í byrjun mars Framkvæmdum við lagningu ljósleiðara í Hvalfjarðar- sveit lýkur um miðjan júní. Fyrstu heimilin ættu að geta notað kerfið eftir tvo mánuði. Sveitarfélagið á kerfið sem kostar um þrjú hundruð milljónir króna. FER Í ÖLL ÍBÚÐARHÚS Starfsmenn Þjótanda sjá um lagningu ljósleiðarans. MYND/HVALFJARÐARSVEIT. „Netið hér er stundum hægvirkt og það á til að frjósa og maður hefur lent í því að geta ekki sent frá sér tölvupóst eða tekið við honum,“ segir Eyj- ólfur Jónsson bóndi á bænum Hlíð í Hvalfjarðarsveit. Hann og eiginkona hans, Ingibjörg Pétursdóttir, reka einnig ferðaþjónustu á bænum. Gott netsamband er þeim því mikilvægt. „Við vorum sammála því þegar sveitarfélagið ákvað fara í þessar fram- kvæmdir. Maður fagnar þessum breytingum og þetta er skref fram á við,“ segir Eyjólfur. Skrefum fram á við er tekið fagnandi HLIÐ Í HVALFJARÐARSVEIT Skortur á góðri nettengingu torveldar þeim sem reka ferðaþjónustu í sveitarfélaginu að bjóða gestum upp á háhraðanettengingar. Allt horfir það þó til bóta því ljósleiðaratenging er væntanleg. MYND/HLÍÐ Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanet- tengingu og þau lífsgæði voru einfald- lega ekki nógu góð hér. Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.