Fréttablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 10
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 INDLAND Víða á Indlandi hefur verið efnt til mótmæla síðustu daga vegna hrottalegrar hóp- nauðgunar á sextán ára stúlku, sem lést á gamlársdag af bruna- sárum. Foreldrar stúlkunnar segjast í viðtölum við fjölmiðla ekki ætla að láta neins ófreistað til þess að fá ofbeldismenninda dregna fyrir dóm og tekna af lífi. Þeir saka lögregluna um að hafa reynt að þagga málið niður. Meðal annars hafi lögreglumenn stolið líki hennar á þriðjudagskvöldið var og látið brenna það þvert gegn vilja fjölskyldunnar, sem hafði beðið um að beðið yrði þangað til á miðvikudag. „Á meðan ég dreg andan verður það eina markmið lífs míns að fá réttlætinu framgengt fyrir hennar hönd,“ hefur breska útvarpið BBC eftir föður hennar, og móðir stúlkunnar segir að dóttir sín hafi beðið hana um að „sjá til þess að þeir sem gerðu mér þetta verði hengdir.“ Stúlkunni var nauðgað tvisvar af hópi manna í heimabæ hennar, Madhyamgram, á sunnanverðu Indlandi. Fyrst þann 26. október og síðan aftur daginn eftir þegar hún sneri heim til sín eftir að hafa kært árásina til lögreglu. Ofbeldið hélt svo áfram því þann 23. desember kveiktu tveir árásar- mannanna í henni. Hún var flutt á sjúkrahús með alvarleg brunasár og lést af völdum þeirra á síðasta degi ársins. Sex menn höfðu þá verið ákærðir fyrir hópnauðgun og annað ofbeldi gegn stúlkunni. Í fyrstu var talið að stúlkan hefði kveikt í sér sjálf, en síðar kom í ljós að ekkert var hæft í því. Viðbrögð almennings á Ind- landi hafa verið hörð, enda var þá nýbúið að minnast þess að ár var liðið frá annarri hrottalegri hóp- nauðgun í Nýju-Delhí. Ung kona lét þá lífið eftir að hópur manna hafði ráðist á hana og vin hennar í strætisvagni og misþyrmdu þeim báðum hrottalega. Fátt virðist hafa breyst varð- andi nauðganir á Indlandi það ár, sem liðið er frá fyrri nauðguninni, þrátt fyrir stór orð stjórnvalda og hörð viðbrögð almennings. Að sögn lögreglunnar á Indlandi eru fjórar nauðganir kærðar á hverj- um degi í höfuðborginni Nýju- Delhi. gudsteinn@frettabladid.is Lögreglan stal líki fórnarlambsins Foreldrar sextán ára stúlku, sem var nauðgað tvisvar sinnum af hópi karla á Ind- landi og síðan myrt, segjast ekki ætla að láta neins ófreistað til þess að fá illvirkj- ana dæmda. Fjölmennir mótmælafundir í borgum Indlands krefjast breytinga. MÓTMÆLI Hópur kvenna efndi til mótmæla í borginni Kolkata í gær gegn hóp- nauðgun og morði á sextán ára stúlku. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Stúlkunni var nauðgað tvisvar af hópi manna í heimabæ hennar, Madhyamgram, á sunnan- verðu Indlandi. Fyrst þann 26. október og síðan aftur daginn eftir þegar hún sneri heim til sín eftir að hafa kært árásina til lögreglu. REYKJAVÍK Heilbrigðisnefnd Reykja- víkur synjaði Gámaþjónustunni um leyfi til að safna lífrænum eld- húsúrgangi frá heimilum. Gáma- þjónustan kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í október og bíður enn niðurstöðu. Stjórnarformaður Gámaþjónust- unnar segir starfsmenn fyrirtæk- isins finna fyrir miklum áhuga hjá almenningi að fá tækifæri til þess að flokka úrgang enn frekar en fólk gerir í dag og vill hann meina að Reykjavíkurborg vilji annast slíka þjónustu frá a til ö. „Okkur finnst það einkennilegt að þurfa að sækja um starfsleyfi til Reykjavíkurborg- ar sem er í raun og veru að keppa við okkur á þessum markaði.“ Elíasi finnst skrítið að Reykja- víkurborg gefi út sérstakt leyfi til fyrirtækisins. „Það er gefið leyfi í einu herbergi en í næsta er verið að stjórna rekstri sem er sambæri- legur við það sem við erum að sækja um. Þetta er sérkennileg stjórnsýsla svo ekki sé meira sagt.“ - ebg Stjórnarformaður Gámaþjónustunnar segir borgina sitja beggja vegna borðs: Samkeppnisaðili gefur út leyfi BLÁA TUNNAN Reykjavíkurborg rekur þjónustu við bláu tunnurnar sem er í samkeppni við endurvinnslugáma Gámaþjónustunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.