Fréttablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 51
| ATVINNA | Hjúkrunarforstjóri Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Fellsenda. Fellsendi er hjúkrunarheimili fyrir 28 heimilismenn. Húsnæði hjúkrunarheimilisins var tekið í notkun árið 2006 og er vandað að allri gerð. Fellsendi er 20 km. fyrir sunnan Búðardal og í 130 km. fjarlægð frá Reykjavík. Sjá nánar fellsendi.is. Hjúkrunarforstjóri ber ábyrgð á hjúkrun, fjárhags- legum rekstri og stjórnun að öðru leyti. Hjúkrunar- forstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Fellsenda. Leitað er að hjúkrunarfræðingi; menntun og reynsla í geðhjúkrun er æskileg. Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og samskiptum er nauðsynleg. Umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfs- ferli, berist stjórn hjúkrunarheimilisis merkt: Ólafur K. Ólafsson, Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi eða á netfangið oko@syslumenn.is fyrir 10. janúar 2014. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar veitir Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður og formaður stjórnar, í síma 430 4100. Starf við launavinnslu í Kjaradeild Fjármálaskrifstofa/Kjaradeild Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga og vinnuréttar og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði vinnuréttar og kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar og þróun þess. Hjá Kjaradeild starfa 25 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12. Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við launavinnslu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfi Oracle og krefst vinnan skipulagshæfni og nákvæmni. Helstu verkefni: Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna Eftirlit með rafrænni skráningu Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Greiningarhæfni Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2014. Nánari upplýsingar veita Atli Atlason, deildarstjóri Kjaradeildar í síma 411 4323, netfang: atli.atlason@reykjavik.is og Þorbjörg Atladóttir í Kjaradeild í síma 411 4305, netfang: thorbjorg.atladottir@reykjavik.is Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að leiða stofnunina. Forstöðumaður sér um flokkun og skráningar safngagna, daglegan rekstur, starfsmannamál, skipulag og umsýslu. Hann sér jafnframt um upplýsinga- miðstöð ferðamála sem staðsett er í bókasafni. Starfs- stöðvar bóka- og héraðsskjalasafns eru á Siglufirði og í Ólafsfirði. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í bókasafns- og upplýsingafræðum æskileg. • Reynsla í starfi æskileg. • Reynsla og þekking af málefnum sveitarfélaga er kostur. • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og metnaður í starfi. • Góð kunnátta í íslensku auk kunnáttu í öðru tungumáli. • Góð tölvukunnátta. • Bílpróf. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefa, Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir forstöðumaður í síma 464 9128, netfang: sigridur@fjallabyggd.is og Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri í síma 464-9100, netfang: olafur@fjallabyggd.is Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið olafur@fjallabyggd.is Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2014. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga. Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega 2.000 í búa, eru tveir þéttbýliskjarnar, bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmiskonar þjónustu við þessar greinar iðnaðar, svo sem vélsmíði og netagerð. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnulífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði og ýmiskonar fjarvinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir liggja um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru tveir leikskólar, grunnskóli, framhaldsskóli og tónskóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar. Í Fjallabyggð eru landsþekkt söfn og menningarlífið blómstrar. Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitarfélag. Starf tæknimanns Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir starf tæknimanns laust til umsóknar Tæknimaður á framkvæmdasviði sinnir verkefnum á sviði skipulags- og byggingamála m.a. í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa. Auk þess sinnir hann verkefnum á sviði umhverfis- og framkvæmdamála. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið gudmundur.eliasson@fjardabyggd.is merkt „Tæknimaður á framkvæmdasviði“. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2014. Helstu verkefni: • Þjónusta við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu á sviði byggingamála. • Eftirfylgni vegna byggingaleyfa, þ.m.t, úttektir og bygginga eftirlit í umboði skipulags- og byggingafulltrúa. • Eftirlit með að lögum og reglugerðum mannvirkjamála sé framfylgt. • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitar félagsins, t.d. í nýbyggingum, veitum og hafnarmann virkjum. • Gerð lóðaleigusamninga á grundvelli lóðarblaðs og samþykkts deiliskipulags. • Yfirlestur eignaskiptasamninga og annarra skjala sem heyra undir byggingasvið. • Vinnur að framkvæmd og eftirliti með sorphirðu og urðun sorps í sveitarfélaginu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Verkfræði, tæknifræði eða sambærilega menntun á háskólastigi. • Reynslu af og þekkingu á skipulags- og bygginga málefnum sveitarfélaga. • Reynslu af og þekkingu á verkeftirliti í mannvirkjagerð. • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni. • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum samninganef- ndar sveitarfélaga (SNS) við viðkomandi stéttarfélag. Eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um stöðuna. Allar frekari upplýsingar veitir Guðmundur Elíasson man- nvirkjastjóri, í síma 470 9019. Mjóifjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Fjarðabyggð er vaxandi sveitarfélag á Austurlandi og það fjölmennasta með ríflega 4.600 íbúa. Bæjarkjarnar þess eru sex talsins eða Mjóifjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðar- fjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður. Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar vinnur að fjölbreyttum verkefnum í hverjum þeirra í samstarfi við stjórnsýslunefndir bæjarins og opinberar fagstofnanir. Í mannauðsstefnu Fjarðabyggðar er áhersla lögð á vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar, gott starfsumhverfi og jöfn tækifæri karla og kvenna. DÖGUNFramkvæmdastjóri Rækjuverksmiðjan Dögun ehf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Hæfniskröfur: Góð enskukunnátta Dögun ehf – rækjuvinnsla, útgerð LAUGARDAGUR 4. janúar 2014 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.