Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 82

Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 82
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 Hin ýmsu matvæli hunsuð af mismunandi prinsippástæðum Mörg dæmi eru um að fólk breyti mataræði sínu af öðrum ástæðum en til þess að missa auka- eða aðal- kíló. Hin ýmsu matvæli eru líka sniðgengin af margvíslegum siðferðisástæðum. Frétta blaðið fékk nokkra viðmælendur til að tala um fæðutegundirnar sem þeir eru hættir að leggja sér til munns. Ég get ómögulega talað um af hverju maður á ekki að borða dýr, það er bara algjörlega augljóst. Af því að dýr eru lifandi, þau finna til, og þau hugsa. Þau hafa rétt á sínu eigin lífi. Ég tók svo mynd af pastanu í rusla- körfunni og setti á netið til að sýna fram á það að ég hafði ekki miklar mætur á þessari yfirlýsingu. Nýlega hóf störf hjá Táp ehf. sjúkraþjálfun, Guðrún Magnúsdóttir löggiltur sjúkraþjálfari. Við bjóðum hana velkomna til starfa. Guðrún „Ég ætlaði að verða grænmetisæta fyrir um tíu árum þegar ég eignaðist kött. Ég reyndi það í smástund, en ég er mjög latur og mjög matvandur, þannig að ég ákvað að ég myndi borða kjúkling en ekkert annað kjöt þangað til ég myndi finna eitthvað út úr þessu. Ég er sem sagt ekki ennþá búinn að finna neitt út úr þessu. Ég er ennþá latur og matvandur. Ég reyndi aftur fyrir um tveimur árum. Ég hætti alveg að borða dýr. Það gekk í nokkra mánuði, en ég var ekki alveg nógu duglegur að fá næringarefnin úr öðrum mat. Ég á mjög erfitt með að borða kjúkling, og þarf eiginlega bara að hugsa um eitthvað annað á meðan ég borða. Þannig að jú, ég er mjög óánægður með mig. Konan mín borðar kjöt, en hún vill líka hætta. Við tölum reglulega um að hætta bæði. Það er mjög oft kjúklingur í matinn. En mér finnst eiginlega frekar augljóst að maður eigi ekki að borða dýr. Ég skrifaði einu sinni ritgerð í heimspeki um það hvernig maður eigi að hjálpa fólki í fátækari löndum. Kennaranum fannst vanta kaflann sem útskýrði af hverju maður ætti að hjálpa þessu fólki. Ég gat eiginlega ekki skrifað þann kafla, af því að mér fannst það svo augljóst. Ég get ómögu- lega talað um af hverju maður á ekki að borða dýr, það er bara algjörlega augljóst. Af því að dýr eru lifandi, þau finna til, og þau hugsa. Þau hafa rétt á sínu eigin lífi. Ég myndi vilja vera vegan. Dýra- afurðir eru ekki mikið skárri heldur en dýrakjöt. Þær verða til við ógeðs- legar aðstæður. Mér finnst ekkert ólíklegt að það verði vakning einhvern tíma. Fólk er yfirleitt ansi lengi að komast að augljósum sannindum. Fyrir hundrað árum gátu konur ekki kosið. Fyrir fimmtíu árum var stórum hlutum Bandaríkjanna skipt í litaða og hvíta. Fyrir tíu árum máttu hommar á Íslandi ekki gifta sig. Ég held að fæstum Íslendingum finnist eitthvað eðlilegt við það hvernig ástandið var í þessum málaflokkum fyrir mjög stuttu, þannig að það getur alveg gerst að fólk hætti almennt að borða kjöt á frekar skömmum tíma, þótt ég sé ekki endilega að spá því.“ „Á Slow Food-mataræðinu er ýtt undir það sem heitir matur úr héraði. Það er matur sem verður til í nágrenninu. Það helst í hendur við árstíðabundið mataræði. Maður borðar til dæmis ekki jarðarber allt árið um kring. Þú neytir þeirra á meðan þau er fersk, í sínu um- hverfi. Um leið og þú kaupir jarðarber utan árstíðar frá Suður-Ameríku þá er kolefnisfótspor þitt orðið stórt út af flutningunum. Allt fyrir eitt lítið box af jarðarberjum. Ég sniðgeng eins og ég get tilbúna rétti. Líka svínakjöt, nema af dýrum sem ég veit að hafa verið alin upp eftir vistvænum leiðum. Ég get ekki borðað kjöt úr verksmiðjubúum. Sama gildir um kjúkling. Í verksmiðjubúum er eingöngu litið á dýr sem matarbúr en ekki sem lifandi verur. Fæðið sem dýrin fá er óeðlilegt miðað við eðli þeirra, þar af leiðandi tek ég ekki þátt í þessu. Slow Food er ekki neitt ofstæki. Í stað þess að taka neikvæðu leiðina og segja „þetta er bannað“, þá er frekar verið að ýta undir það sem vel er gert. Ég kaupi svínakjötið af Arnheiði á Bjarteyjarsandi, af því að ég veit hvernig hún fer með dýrin. Svo vel ég lífrænt vegna þess að vottun á matvælum úr lífrænni ræktun, hvort sem það eru dýr eru plöntur, veitir staðfestingu á því að siðfræðin á bak við það er í lagi. Það er til dæmis ekki verið að blanda erfðabreyttum matvælum út í. Það er aðallega fyrir umhverfið sem ég sniðgeng matvæli sem innihalda erfðabreyttar plöntur. Ég hitti vin minn um daginn sem var að koma frá Argentínu. Hann sagði mér að í Argentínu, sem var þekkt fyrir mikla nautarækt, sé nú orðið erfitt að fá gott nauta- kjöt. Búið er að leggja allt svæðið undir ræktun á erfðabreyttu soja fyrir dýrafóður sem er sent til Evrópu. Þetta kemur niður á fólki sem býr þarna. Ég vil ekki taka þátt í svona. Í dag er þetta nær eingöngu til að framleiða nægt fóður fyrir dýrin sem menn borða þrisvar á dag til þess eins að verða of feitir, sem getur svo kostað líf fólks. Þess í stað ættum við að hafa skynsemina að leiðarljósi frá upphafi, en við hugsum aldrei svona langt. Kjötið er bara innpakkað frá súpermarkaði.“ Það er aðallega fyrir umhverfið sem ég sniðgeng matvæli sem innihalda erfðabreyttar plöntur. Haraldur Ingi Þorleifsson vefh önnuður Ekkert kjöt nema kjúklingur Stefán Ingi Stefánsson, formaður Unicef á Íslandi Fólk á að borða það sem það vill „Ég borða ekki kjöt og ekki fisk. Það kemur til út af hugleiðslu sem ég byrjaði í þegar ég var átján ára. Mataræðið sem ég er á gengur út á að borða hluti sem hafa mild áhrif á mann. Ef maður ímyndar sér að maður verði eins og ljón af því að borða hrátt kjöt þá verður maður eins og lamb af því að borða gras. Þetta er ekki endilega spurning um hvað er skaðlegt, heldur hvað styður það sem þú ætlar að gera. Fólk borðar ákveðna hluti til að ná ákveðnum markmiðum, eins og íþróttamenn gera. Það eru átján ár síðan ég hætti að borða kjöt og fisk. Þá var ég átján ára. Þetta var árið 1995. Það var minna um að fólk væri í hugleiðslu eða grænmetisfæði þá, en margir eru búnir að vera að þessu miklu lengur en ég. Við erum í hugleiðsluhóp sem heitir Sri Chinmoy- miðstöðin. Þetta eru ekki eiginleg trúarbrögð heldur andleg iðkun sem á sterkar rætur á Indlandi. Ég borða ost og mjólk og egg. Aðeins í tengslum við þetta hef ég farið að velta fyrir sér hvaðan hlutirnir koma. Það er áhugavert að hugsa um hvað er í unna matnum. Ég hef hins vegar ekki hætt að borða hlaupbangsa eða vítamíntöflur. Dýravernd var ekki ástæðan fyrir því að ég fór af stað. Það eru jákvæðari umhverfisáhrif af því að vera grænmetisæta. Það þarf minna land til þess að rækta ofan í mig heldur en ofan í kjötætu. Þetta eru samt ekki ástæðurnar fyrir því að ég fór út í þetta. Þetta eru bónus- ástæður. Það hefur alltaf heillað mig svolítið að velta fyrir mér að andlegar leiðir og trúarbrögð hafa alltaf búið til ákveðnar leiðir þar sem fólk reynir að lifa eftir ákveðnum lífsstíl. Það eru sosum mjög margar birtingar- myndir af því hvernig mataræði getur haft áhrif á andlega leit. Í sumum afbrigðum af hindúisma reynir fólk til dæmis að sleppa því að borða ákveðnar tegundir grænmetis sem eru taldar örvandi, til dæmis lauk og hvítlauk. Mér finnst bara að fólk eigi að borða það sem það vill. Það er skemmtilegt að búa í fjölbreytilegu samfélagi, og það er einhver fegurð í því að hver borði eftir sínu höfði.“ Ef maður ímyndar sér að maður verði eins og ljón af því að borða hrátt kjöt þá verður maður eins og lamb af því að borða gras. Dominique Plédel Jónsson, eigandi Vínskólans Slow Food er ekki ofstæki Guðrún Mobus Bernharðs Barilla fór í ruslið „Ég var fremur hissa þegar for- stöðumaður stórfyrirtækis tók sig til og málaði skrattann á vegginn hjá mér. Það var forstjóri Barilla- pastafyrirtækisins. Mér líkaði það ekki þegar hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei sýna samkyn- hneigða í auglýsingum sínum, og að fyrirtækið aðhylltist hefðbundin fjölskyldugildi. Hann tók það fram að ef sam- kynhneigðum líkaði það ekki gætu þeir borðað pasta frá öðrum. Allt pastað frá Barilla fékk að fara í ruslið heima hjá mér eftir þessi ummæli. Ég tók svo mynd af pastanu í ruslakörfunni og setti á netið til að sýna fram á það að ég hafði ekki miklar mætur á þessari yfirlýsingu. Ég er svo oft búin að heyra þessu tuggu um „fjölskyldugildi“, eins og okkur sem erum ekki gagn- kynhneigð hafi verið geislað inn í „alvöru fjölskyldu“ eða eitthvað álíka súrt. Vænst þótti mér um þegar önnur fyrirtæki sem fram- leiddu pasta gerðu auglýsingar til að sýna samstöðu með samkyn- hneigðum. Mest er ég fegin að þarna fékk ég að sjá hverja ég á ekki að styðja með því að kaupa varning frá þeim. Enda er Barilla ekki á innkaupalistanum hjá mér.“ ■ Alicia Silverstone og Ellen De- Generes eru grænmetisætur. ■ Victoria Beckham er á basísku mataræði. ■ Sting, David Bowie og Demi Moore eru á hráfæði. Heimsfrægir gikkir Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.