Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 94

Fréttablaðið - 04.01.2014, Side 94
4. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Íris Björk Jóhannesdóttir, sem bar sigur út býtum í keppninni Ungfrú Reykjavík árið 2010, er nú í fríi á Kosta Ríka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eyddi hún áramótun- um þar með bandaríska leikaranum og hjartaknúsaranum Chris Pine. Stutt er síðan myndir náðust af Írisi og Chris í París þar sem þau létu vel að hvort öðru en Íris vill ekkert tjá sig um samband þeirra. Chris er þekktastur fyrir að leika Kaftein Kirk í kvikmyndunum Star Trek og Star Trek: Into Dark- ness. Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Jack Ryan: Shadow Recruit sem verður frumsýnd vestanhafs 17. janúar en hún er byggð á njósnaranum vinsæla sem rithöfundurinn sálugi, Tom Clancy, skapaði. Áætlað er að gera þrjár myndir um Jack Ryan og fékk Chris greiddar fjór- ar milljónir dollara fyrir fyrstu myndina, rúmlega 460 milljónir króna. Hann mun fá átta milljónir doll- ara fyrir næstu mynd, rúm- lega 920 milljónir króna, og tólf milljónir dollara fyrir þá síðustu, tæplega 1,4 milljarða króna. - lkg Í fríi með Chris Pine á Kosta Ríka Fyrirsætan Íris Björk Jóhannesdóttir nýtur lífsins með Hollywood-stjörnu. RÓMANTÍKIN BLÓMSTRAR Íris er búsett í London en er í fríi á Kosta Ríka. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RAÐA NIÐUR FORSÝNINGARPARTÍUM Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser Ísland hefur göngu sína á Skjá einum 23. janúar en þáttarstjórnandi er Inga Lind Karlsdóttir. Keppendur koma alls staðar að af landinu og verða haldin for- sýningarpartí úti um allt land fyrir vini og fjölskyldur keppenda. Verða partíin til dæmis á Ásbrú, þar sem þættirnir voru teknir upp, á Akranesi og á Hvolsvelli. - lkg SÁTTUR VIÐ PÉTUR JÓHANN Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö er hæstánægður með Áramótaskaupið eins og hann deilir á Facebook-síðu sinni. „Þvílíkur heiður að vera tekinn fyrir í Skaupinu. Mjög sáttur með Pétur Jóhann og tók eftir að hann var greinilega búinn að liggja yfir mínum hreyfingum en það geta ekki allir hreyft sig svona fimlega og í senn eggjandi. Fyrir utan grín í minn garð þá er þetta besta Skaup allra tíma (fyrir utan 1984).“ - lkg Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, opnaði í fyrradag bréf frá sjálfum sér sem hann skrifaði í kennslustund hjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur í áttunda bekk grunnskóla. Sextán ár eru liðin síðan hann skrifaði bréfið. „Þetta var verkefni í skólanum þar sem við áttum að skrifa sjálf- um okkur í framtíðinni bréf og spá um hvernig líf okkar yrði þá. Síðan áttum við að setja bréfið í umslag og opna það að fimmtán árum liðn- um. Mamma mín geymdi það fyrir mig og afhenti mér það um daginn. Hún gleymdi því reyndar í eitt ár, og lét mig hafa bréfið ári of seint.“ Bréfið er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að þessar gömlu lýsingar Halldórs í bréfinu á eigin fram- tíð eru nauðalíkar lífi hans í dag. Í bréfinu stendur meðal annars: „Ég er menntaður leikari og vinn við það en það er ekki alltaf létt að vera leikari svo ég vinn líka á auglýsingastofu.“ Halldór er ekki leikari, en vinnur í leikhúsi og við uppistand og er með BA-gráðu í fræðum og framkvæmd frá leiklistar deild Listaháskóla Íslands. Síðan vinnur hann sem verktaki á auglýsingastofu meðfram því, og var á fundi með auglýsingastofu þegar Fréttablaðið hringdi í hann. „Ég var greinilega búinn að játa að draumar mínir hafi beðið skip- brot þegar ég var þrettán ára,“ segir Halldór. „Þegar ég skrifaði bréfið fannst mér sjálfsagt að eignast barn þegar ég yrði 25 ára. Ég man hvað ég panikkeraði þegar ég eignaðist barn 25 ára gamall.“ Þarna er líka sitthvað sem rættist ekki. „Ég var að læra á saxófón á þessum tíma og spáði því að ég myndi grípa í hljóðfærið stundum, en það hefur bara safnað ryki. Ég spáði því líka að ég myndi missa sambandið við vini mína. Það er svolítið kaldrifjað af þrettán ára barni.“ ugla@frettabladid.is Dóri spáði rétt um sína eigin framtíð Halldór Halldórsson sendi sjálfum sér bréf þegar hann var í áttunda bekk grunnskóla. Í bréfi nu spáði hann um framtíð sína og var nokkuð sannspár. „Það var gaman að bera feitan stein í nokkur ár.“ MILEY CYRUS TALAR UM TRÚLOFUN SÍNA OG LIAMS HEMSWORTH Í ÞÆTTI BARBÖRU WALTERS. Þegar ég skrifaði bréfið fannst mér sjálfsagt að eignast barn þegar ég yrði 25 ára. Ég man hvað ég panikkeraði þegar ég eignaðist barn 25 ára gamall. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti EITT OG TVÖ FJÖLL Á MÁNUÐI Fjallgönguverkefni Ferðafélags Íslands Kynningarfundur þriðjudaginn 7. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6 Aðgangur ókeypis – allir velkomnir Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Ensímin hjálpa við að brjóta niður og melta fæðuna, eykur næringarupptöku. Virkar vel við candida sveppasýkingu. Kemur á jafnvægi í maga og ristli. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum Meðmæli: Þægileg inn taka ekkert bragð , fljótvirkt • HUSK trefjar • 5 sérvaldir acidofilus gerlar • Inulin FOS næring fyrir acidofilus gerlanna lifestream™ nature’s richest superfoods www.celsus.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is HÆTTUR AÐ SPILA Halldór lærði á saxófón en er hættur að grípa í hljóðfærið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SAMSUÐA LISTAKVENNA Dansararnir Valgerður Rúnars- dóttir og Þyri Huld Árnadóttir ásamt tónlistarkonunni Urði Hákonar- dóttur, söngkonu GusGus, hafa samið dansverk sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu um miðjan mánuðinn. „Þetta er samsuða okkar þriggja; öll hugmyndavinna og sviðssetning. Við erum allar á sviðinu, við Þyri dönsum og Urður sér um tónlistina,“ segir Valgerður. Verkið heitir Óraun- veruleikar og hefur verið í smíðum frá því síðasta sumar.- ebg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.