Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2014, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.01.2014, Qupperneq 1
LANDBÚNAÐUR Á rúmum áratug hefur kartöflubændum fækkað úr tvö hundruð í 32. Fækkunin kemur til vegna lágs verðs og uppskeru- brests vegna veðurs. Bein afleiðing er minni framleiðsla og aukinn inn- flutningur á erlendum kartöflum, sem hefst fyrr en áður. Formaður Félags kartöflubænda gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda. „Það er alveg ljóst að þetta er búið hjá mönnum miklu fyrr nú en áður,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, um áhrif fækkunar kartöflu bænda á uppskeruna. Berg- vin segir að á árum áður hafi upp- skera síðasta árs enst fram að nýrri uppskeru, en nú hefjist innflutning- ur á kartöflum snemma á vorin. „Það er ekkert óeðlilegt að flytja inn nýjar erlendar kartöflur á sumrin á meðan beðið er eftir þeim íslensku, en nú er uppskera frá síð- asta ári flutt inn,“ segir Bergvin. Ný erlend uppskera kemur til landsins í maí eða júní, en sú íslenska endist yfirleitt fram í marsmánuð. Bergvin segir að um árabil hafi kaupendur ráðið nærri einhliða verði til bænda. Hann segir lágt verð hamla framþróun og kallar eftir ríkisstyrkjum til fjárfestinga. - eb, þj / sjá síðu 6 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 1 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 21. janúar 2014 17. tölublað 14. árgangur Nýr heimur opnast Foreldraverkefnið Söguskjóður á Dalvík miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í skólastarfi og hefur haft víðtæk áhrif. 2 Venja af nikótíni Ráðgjöf í reyk- bindindi aðstoðar sífellt fleiri sem vilja hætta að taka í vörina eða tyggja nikótíntyggjó. 4 Björgunarmiðstöð Keflavíkurflug- völlur er heppilegasta staðsetningin fyrir alþjóðlega björgunarmiðstöð segir utanríkisráðherra. 10 Auðnum misskipt 85 ríkustu jarðarbúarnir eiga jafn mikið og helmingur alls mannkyns samkvæmt skýrslu hjálparsamtaka. 12 Vissulega er óvissa tengd þessari aðgerð að skattleggja þrotabú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki. Katrín Ólafsdóttir lektor við viðskiptadeild HR Kartöflubændur að komast á válista Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræddi stöðu kartöflu- bænda í umræðum um landbúnaðarafurðir á Alþingi í síðustu viku. Hann sagði búgreinina vera að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og lágs verðs. Bergvin staðfestir að sú mynd sem Haraldur dró upp sé nærri lagi. SPORT Ísland mætir Svíþjóð í Abu Dhabi í dag en þetta er fyrsti leikur knattspyrnulandsliðsins á árinu. 31 VERÐBÓLGAN ER DÝRKEYPT STÖNDUM SAMAN. HÖLDUM AFTUR AF VERÐHÆKKUNUM, AUKUM KAUPMÁTT OG TRYGGJUM STÖÐUGLEIKA. ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI Sjá úrvalið á ht.is SKOÐUN Læknir getur stundum ekkert sannreynt við útgáfu vottorða, skrifar Teitur Guðmundsson. 15 MENNING Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir og Karl Olgeirsson eru ástfangin og keppa í undankeppni Eurovision. 34 Bolungarvík 2° NA 7 Akureyri 3° A 5 Egilsstaðir 5° A 9 Kirkjubæjarkl. 6° A 8 Reykjavík 4° NA 8 MIKIL VÆTA SA--TIL Í dag verða víðast norðaustan eða austan 8-15 m/s. Rigning, einkum SA-til en úrkomulítið NV-lands. Hiti 1-7 stig. 4 EKKERT MÚÐUR Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður var ekki ánægður með framgöngu Stojanche Stoilov (annar frá hægri), línumanns Makedóníu, í gær. Strákarnir okkar unnu í gær sigur á Makedóníumönnum, 29-27, eftir mikinn baráttuleik í Herning í Danmörku. Ásgeir Örn Hallgrímsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EFNAHAGSMÁL Á meðan pening- arnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni er Ísland úti í kuldanum á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Um þetta er fjallað í Inter- national Financing Review, þar sem staða Íslands er borin saman við Írland, Portúgal og Grikk- land. Þróunin hér á landi er rakin til stjórnarskipta og ósveigjan- leika stjórnvalda í viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna. Katrín Ólafsdóttir, lektor í hag- fræði við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, segir erfitt að fullyrða hvaða þættir hafi áhrif á kjörin sem ríkinu bjóðast í skuldabréfaútgáfu erlendis. Líklega hefur öll óvissan mest áhrif í þeim efnum, segir Katrín. „Vissulega er óvissa tengd þess- ari aðgerð að skattleggja þrota- bú bankanna, sumir telja þá leið færa og aðrir ekki,“ bendir hún á. Eins kunni að spila inn í áhyggjur af því að fyrirhuguð skuldanið- urfelling lengi í gjaldeyrishöft- unum. „Þannig að mögulega er verið að horfa til þess líka.“ Í umfjöllun International Fin- ancing Review er bent á að frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum hafi vextir á fimm ára skuldabréf ríkisins farið úr 4,1% í 6,4% fyrr í þessum mánuði. „Á sama tíma hafa sambærileg kjör á írska ríkispappíra náð nýju lágmarki á evrusvæðinu frá því að Írland sneri aftur á fjármála- markaði með 1,8% vöxtum. Og fimm ára vextir Portúgals, sem einnig hefur sótt sér fé á mark- aði á ný, hafa farið niður í 3,8%.“ - óká / sjá síðu 8 Peningarnir streyma til annarra landa sem urðu illa úti í fjármálakreppunni: Óvissa hefur líklega mest áhrif HANDBOLTI Strákarnir okkar halda enn í veika von um að komast áfram í undanúrslit EM í handbolta eftir sigur á Makedón- íu í gær, 27-22. Vonin er fólgin í því að vinna ógnarsterkt lið Dan- merkur á morgun en stóla einnig á að heimsmeistarar Spánverja tapi fyrir Makedóníu. Heims- meisturum Spánar dugir jafnt- efli í leiknum til að fara í undan- úrslitin með Dönum. Danir tryggðu sér efsta sæti milliriðilsins með sigri á Ung- verjalandi í gærkvöldi og um leið sæti í undanúrslitunum. Ísland á góða möguleika á að spila um fimmta sætið á EM en til þess þurfa strákarnir að hafna í þriðja sæti riðilsins. Ungverjar geta enn hrifsað það sæti af okkar mönnum en þurfa þá að vinna Austurríki, treysta á að Ísland tapi og enda með betra markahlutfall. - esá / sjá síðu 30 Möguleikar Íslands á EM: Spánverjar verða að tapa Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þing- maður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. KVIKMYNDIR Hin sænsk-íslenska Edda Magnason hreppti í gær- kvöldi sænsku Gullbjölluna fyrir hlutverk sitt sem Monica Zetter lund í kvikmyndinni Monica Z. Gullbjallan er heitið á verð- launum sænsku kvikmynda- akademíunn- ar og svipar til íslensku Eddunnar. Íslendingur- inn Sverrir Guðnason leikur á móti Eddu í myndinni. Hann hreppti verðlaun sem besti karl- kyns aukaleikarinn. Myndin er í leikstjórn Pers Fly og segir frá tónlistarferli og ástum Monicu Zetterlund á dramatískan hátt. - js Íslendingar verðlaunaðir: Tvö hrepptu Gullbjöllur EDDA MAGNASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.