Fréttablaðið - 21.01.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 21.01.2014, Síða 2
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðu- neytið hefur sent ríkissak- sóknara bréf vegna beiðni þess síðarnefnda um upplýsing- ar í tengslum við kæru Tony Omos á hendur starfsmönnum innanríkis ráðuneytisins. Í bréfinu kemur fram að „sér- stök skoðun ráðuneytisins og rekstrarskrifstofu stjórnarráðs- ins gefi ekki tilefni til að ætla að trúnaðargögn hafi verið send óviðkomandi aðilum frá ráðu- neytinu“. Samkvæmt tilkynn- ingu á vef ráðuneytisins er þó ekki heimilt að birta bréfið vegna þess að það inniheldur persónu- greinanlegar upplýsingar. - js Ráðuneytið svarar beiðni: Saksóknari fær umbeðin svör SPURNING DAGSINS Bókamarkaður 2014 Arnar, er gagnavertíð í vænd- um? „Vonandi, geymsla gagna í gagna- veri myndi tvímælalaust gagnast okkur.“ Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, er vongóður um að gagnaver rísi á Blönduósi á næstu árum. MENNING Útilistaverkið Heimar í heimi eftir Sigurð Guðmundsson verður sett upp á hafn- arkantinum við Rastargötu í Vesturbugt og fær þar stöðuleyfi í tvö ár. Listaverkið er gjöf CCP til Reykjavíkur- borgar í tilefni tíu ára afmælis tölvufyrir- tækisins. Verkið er unnið í Kína í granít, stál, steypu og ál og verður fimm metra hátt. Eins og áður hefur komið fram verða nöfn um fimm hundruð þúsund áskrifenda að Eve-Online tölvu- leik CCP letruð á verkið sem standa mun við höfuðstöðvar CCP á Grandagarði. „Um er að ræða bráðabirgða- ráðstöfun svo verkið eigi sér samastað á meðan framleiðsla þess og flutningur eru í gangi vegna vígslu þess 1. maí,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa sem samþykkt var í skipulagsráði borg- arinnar. - gar Skipulagsráð samþykkir staðsetningu á útilistaverki sem CCP færir borginni: Heimar í heimi á Rastargötu HEIMAR Í HEIMI Í VESTURBUGT Listaverk Sigurðar Guðmundssonar fær samastað rétt við höfuðstöðvar CCP. SAMSETT MYND MENNTAMÁL Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda for- eldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálp- aði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég allt- af einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Pól- landi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Sögu- skjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslensku- námskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en not- aði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Sögu- skjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var allt- af læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska for- eldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverk- efnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska sam- félagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlend- ingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bend- ir hún á. eva@frettabladid.is Nýr heimur opnast Foreldraverkefnið Söguskjóður í Dalvíkurbyggð miðar að því að efla erlenda for- eldra til þátttöku í skólastarfi, en hefur haft víðtæk áhrif. Fiskvinnslukona ákvað eftir þátttöku í verkefninu að finna sér nýtt starf og læra loksins að tala íslensku. SÖGUSKJÓÐUR Jolanta Brandt (til hægri) ræðir sögur og leiki við foreldri í verk- efninu söguskjóður á Dalvík. Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningar- málum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hún segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráð- gjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri. Tilnefnt til nýsköpunarverðlauna LÖGREGLUMÁL „Þetta er sannar- lega trúnaðarbrot. Það er gert ráð fyrir því í almennum hegn- ingarlögum að gögn í þessum málum séu ekki gerð opinber,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður um birt- ingu á rannsóknargögnum í kyn- ferðisbrotamáli á netinu. „Ákæruvaldið ætti að fylgja þessu máli eftir,“ bætir Sveinn Andri við. Hann telur allt benda til þess að sá sem beri ábyrgð á lekanum hafi gerst brotlegur v ið á k væ ði almennra hegn- ingarlaga og þurfi að sæta refsiábyrgð. Gögnin voru bir t á net- i nu s íð a s t a sunnudag og hafði móðir meints brota- þola aðkomu að birtingunni. „Við gáfum okkar leyfi fyrir birtingunni,“ segir móðirin, sem vildi ekki láta nafns síns getið. „Við höfum alls staðar komið að lokuðum dyrum og erum við það að gefast upp,“ bætir hún við. Hún segir birtingu gagnanna vera örþrifaráð. Gögnin sem um ræðir eru afar ítarleg og telja tugi blað- síðna. Í þeim koma meðal annars fram nöfn meints brotaþola og grunaða. Þá má finna ljósmynd- ir, vitnaskýrslur og ýmis önnur rannsóknargögn. Málið var til rannsóknar hjá lögreglu og þann 2. október 2012 ákvað ríkissaksóknari að fella málið niður. Í rökstuðningi ríkissaksókn- ara fyrir niðurfellingunni kemur fram að framburður móður meints brotaþola um að hann hafi orðið fyrir einhvers konar kyn- ferðisofbeldi sé ekki dreginn í efa. Ríkissaksóknari mat það þó svo að ákæra í málinu væri ekki líkleg til sakfellingar. - js Hæstaréttarlögmaður telur einsýnt að ábyrgðaraðilar birtingar á rannsóknargögnum hafi brotið lög: Gætu þurft að sæta refsiábyrgð vegna leka SVEINN ANDRI SVEINSSON STJÓRNSÝSLA Fjármála- og efna- hagsráðherra hefur beint þeim eindregnu tilmælum til allra fyrir- tækja í ríkiseigu að halda aftur af gjaldskrárhækkunum hjá sér. Bjarni Benediktsson hefur af þessu tilefni sent bréf til stjórna þessara fyrirtækja. „Mikilvægt er að fyrirtæki í ríkiseigu taki virkan þátt í þeirri viðleitni að draga úr hækkun verðlags og efni ekki til hækkana umfram það sem algjörlega nauð- synlegt getur talist,“ segir meðal annars í bréfinu. Tilmælin eru liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að halda aftur af verðbólgu. - js Gegn verðbólguhækkun: Ríkisfélög eiga ekki að hækka FLÓTTAFÓLK Suður-Súdanar flýja yfir landamærin Suður-Súdan og yfir til Úganda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-SÚDAN Viðræður um vopnahlé milli Salva Kiir, forseta Suður- Súdan og Rieks Machar, fyrrum varaforseta landsins, frestuðust í gær vegna tilrauna beggja aðila til þess að ná yfirhöndinni í bardagan- um áður en samningaviðræður hefjast. Lausn pólitískra fanga er eitt lykil atriða sem liggja fyrir í samningaviðræðunum. Um 500.000 manns eru á flótta eftir mánaðarlangan bardaga milli stjórnvalda og uppreisnarmanna. Á sunnudag drukknuðu tvö hundruð manns í Nílarfljóti þegar þeir flúðu bardaga í borginni Malakal. - eb Um hálf milljón manns er talin vera á flótta í Suður-Súdan: Viðræður um vopnahlé frestast

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.