Fréttablaðið - 21.01.2014, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. janúar 2014 | FRÉTTIR | 11
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Firmaskrá
hjá RSK
Athygli er vakin á því að 1. janúar 2014 tók fyrirtækja-
skrá ríkisskattstjóra við firmaskráningum sem áður
fóru fram hjá sýslumannsembættum landsins.
Einstaklingsfirmu, sameignarfélög og samlagsfélög
eru nú skráð hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Ennfremur skal framvegis tilkynna allar breytingar
á þessum félagaformum til fyrirtækjaskrár RSK.
Frekari upplýsingar má nálgast á rsk.is og hjá
ríkisskattstjóra á Laugavegi 166.
SVÍÞJÓÐ Níutíu og þriggja ára
gamall maður er grunaður um
að hafa orðið áttatíu og níu ára
gömlum herbergisfélaga sínum
að bana á hjúkrunarheimili í
Karlshamn í Svíþjóð aðfaranótt
mánudags.
Samkvæmt frétt á vef
Aftonbladet höfðu mennirnir rif-
ist síðdegis á sunnudag en ekki
kom þá til handalögmála.
Hinn grunaði, sem er slasaður,
lá á sjúkrahúsi í gær. Ekki var
hægt að yfirheyra hann vegna
ástands hans. - ibs
Herbergisfélagar slógust:
93 ára grunað-
ur um að hafa
drepið 89 ára
FRAMKVÆMDIR Vísitala byggingar-
kostnaðar er reiknuð út mánaðarlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EFNAHAGSMÁL Vísitala byggingar-
kostnaðar lækkar um 0,1 prósent
milli desember og janúar. Á síð-
ustu tólf mánuðum hefur vísitala
byggingarkostnaðar hækkað um
2,5 prósent.
Vísitalan er reiknuð um miðjan
mánuðinn og var nú 118,9 stig,
að því er fram kemur í nýbirtum
tölum Hagstofu Íslands.
„Verð á innlendu efni hækkaði
um 0,4 prósent (áhrif á vísitölu
0,1 prósent) en verð á innfluttu
efni lækkaði um 0,9 prósent
(-0,2 prósent),“ segir á vef Hag-
stofunnar. - óká
Vísitala byggingarkostnaðar:
Hefur lækkað
um 0,1 prósent
VIÐSKIPTI Alþjóðlega lánshæfis-
matsfyrirtækið Standard &
Poor’s (S&P) gefur Landsbankan-
um lánshæfiseinkunnina BB+ og
telur horfurnar stöðugar. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu
bankans þar sem vísað er í mat
S&P sem birt var í gær.
Þar kemur fram að S&P telji
Landsbankann búa að umtals-
verðu svigrúmi í lausa- og eigin-
fjárstöðu þrátt fyrir erfiðar
aðstæður í efnahagslífinu.
Arion banki fékk sömu láns-
hæfiseinkunn í mati S&P 10.
janúar síðastliðinn. - hg
Telur horfurnar stöðugar:
S&P gaf Lands-
bankanum BB+
MENNTAMÁL Leikskólabörn á höf-
uðborgarsvæðinu hafa á sumum
leikskólum þurft að húka inni
svo dögum skiptir vegna mikill-
ar hálku á leiksvæðum.
„Börnin hafa ekki getað farið
út. Þetta hefur bitnað mikið á
yngstu börnunum sérstaklega,“
segir Hrafnhildur Konný Hákon-
ardóttir, leikskólastjóri á leik-
skólanum Austurborg í Reykja-
vík.
„Við erum með börn hérna frá
rúmlega eins árs aldri og þau
fóta sig ekkert í þessari hálku
sem hefur verið,“ bætir Hrafn-
hildur við.
Á Austurborg eru börn upp úr
rúmlega eins árs aldri. Hrafn-
hildur segir ástandið helst bitna
á þeim yngstu, enda eigi þau erf-
iðast með að fóta sig í hálkunni.
„Þetta eru kraftmikil börn og þau
þurfa á útiverunni að halda. Þetta
hafa því stundum verið dálítið
erfiðir dagar,“ segir Hrafnhildur.
Hún segir að um örþrifaráð
sé að ræða, enda vilji leikskól-
inn ekki taka áhættu á slysum í
hálkunni.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
hafa ekki haft undan að sanda við
leikskóla borgarinnar og aðrar
stofnanir undanfarnar vikur. Það
hafi þó gengið misvel vegna tíð-
arfarsins. Betur hafi gengið með
göngu- og hjólastíga á leikskóla-
svæðum, enda séu þeir gjarnan
upphitaðir.
Upplýsingafulltrúi Reykjavík-
urborgar hefur beint þeim til-
mælum til leikskólanna að halda
börnum innandyra í stað þess að
hætta á slys utandyra.
- js, mlþ
Dæmi eru um að leikskólabörn hafi ekki fengið að fara út á leikskólum svo dögum skiptir vegna hálku:
Börn þurfa að húka inni vegna hálkunnar
HÁLKA Börnin á Grænuborg eiga erfitt
með að fóta sig á svellinu á leikskóla-
lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HÖFUÐSTÖÐVARNAR S&P telur Lands-
bankann búa að talsverðu svigrúmi
þegar komi að lausa- og eiginfjárstöðu.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA