Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 12
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
SVISS „Það er hreint yfirþyrm-
andi að á 21. öldinni skuli helm-
ingur allra íbúa jarðarinnar,
þrír og hálfur milljarðar manna,
ekki eiga meira en pínulítill
hópur fyrirmenna sem kæmust
auðveldlega allir fyrir í einum
tveggja hæða strætisvagni,“ er
haft eftir Winnie Byanyima á
fréttavef breska dagblaðsins The
Guardian.
Byanyima er framkvæmda-
stjóri alþjóðlegu hjálparsamtak-
anna Oxfam. Hún er á leiðinni til
Davos í Sviss þar sem hún tekur
þátt í hinni árlegu ráðstefnu
margra helstu áhrifamanna
heims um efnahagshorfurnar.
Í tilefni ráðstefnunnar hafa
samtökin tekið saman skýrslu
um vaxandi misskiptingu auðs.
Þar kemur meðal annars fram að
85 auðugustu menn heims, sam-
kvæmt lista tímaritsins Forbes,
eiga jafn mikið og nemur öllum
veraldlegum eignum fátækari
helmings mannkyns, alls 3,5
milljarða manna.
Í skýrslunni er skorað á alla
þá auðkýfinga sem koma saman
á ráðstefnu í Davos í Sviss nú
í vikunni, að gera sitt til þess
að draga úr misskiptingu auðs.
Bent er á að Alþjóðlega efnahags-
ráðið, sem heldur samkomurn-
ar í Davos, hafi sjálft komist að
þeirri niðurstöðu að sá gríðar-
legi tekjumunur, sem farið hefur
vaxandi á síðustu árum, sé meðal
þess sem helst ógnar lífskjörum
jarðarbúa á næstu misserum.
Fram kemur í skýrslunni að sjö
af hverjum tíu jarðarbúum búa í
landi þar sem efnahagsleg mis-
skipting hefur aukist á síðustu
þrjátíu árum. gudsteinn@frettabladid.is
Aðeins 85 eiga jafnt
og helft mannkyns
Rétt áður en samkoma helstu áhrifamanna heims hefst í Davos í Sviss senda
hjálparsamtökin Oxfam frá sér skýrslu um vaxandi misskiptingu auðs í heiminum.
Í skýrslunni kemur fram að 85 menn eiga jafn mikið og helmingur alls mannkyns.
Þeir sem koma saman á Alþjóðlegu efnahagsráðstefnuna í Davos
hafa völd til þess að snúa við hinni hröðu aukningu sem orðið hefur á
ójöfnuði. Oxfam skorar á þá að heita því að þeir muni:
■ Ekki notfæra sér skattaskjól til að koma sér hjá því að greiða skatta í
heimalandi sínu eða í löndum þar sem þeir fjárfesta og starfa
■ Ekki notfæra sér auðæfi sín til sækjast eftir pólitískri greiðvikni sem
grefur undan lýðræðisvilja meðborgara þeirra
■ Birta opinberlega upplýsingar um allar fjárfestingar sínar í fyrirtækjum
og sjóðum sem þeir á endanum njóta góðs af sem eigendur
■ Styðja stighækkandi skattlagningu á eignir og tekjur
■ Skora á stjórnvöld að nota skatttekjur sínar til þess að útvega öllum
borgurum heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslega vernd
■ Tryggja lágmarkslaun í öllum fyrirtækjum sem þeir eiga eða stjórna
■ Skora á aðra auðjöfra að ganga í lið með þeim í þessum heitstrengingum.
Áskoranir Oxfam til auðkýfinga í Davos
FÁTÆKT 85 ríkustu menn í heimi eiga meira en helmingur mannkyns samkvæmt
skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Innanríkisráðherra
lagði í gær fram frumvarp á
Alþingi til breytinga á lögum um
útlendinga. Meðal annars er lagt
til að ráðherra skipi kærunefnd
útlendingamála, sem taki við
kærum vegna ákvarðana Útlend-
ingastofnunar.
Hingað til hefur innanríkis-
ráðuneytið tekið við kærunum, en
sú framkvæmd hefur verið gagn-
rýnd á þeim forsendum að ráðu-
neytið geti ekki talist óhlutdrægur
úrskurðaraðili í málum undirstofn-
ana sinna. Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra sagði á
Alþingi í gær að hún tæki undir
gagnrýni á núgildandi framkvæmd
og hún teldi brýnt að mannrétt-
indasamtök ættu aðild að kæru-
nefndinni til að tryggja sjálfstæði
hennar.
Þá sagði ráðherra markmið
frumvarpsins vera að stytta þann
tíma sem hælis leitendur þurfa
að bíða eftir niðurstöðu í málum
sínum og lækka kostnað ríkis-
ins við umönnun hælisleitenda.
Hún sagði Íslendinga eiga að vera
jákvæða gagnvart því að taka á
móti einstaklingum sem sannar-
lega þurfa á alþjóðlegri og póli-
tískri vernd að halda.
Hanna Birna sagði mikilvægt að
skoða hvort Íslendingar eigi að taka
í auknum mæli á móti flóttafólki,
sem þegar hefur fengið viðurkenn-
ingu á stöðu sinni sem flóttamenn.
„Við vitum að við höfum innviði
sem geta tekist á við það og við
eigum að vera hugrökk hvað þetta
varðar,“ sagði hún. - eb
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra leggur fram breytingar á lögum um útlendinga:
Markmiðið er að stytta bið hælisleitenda
SÝRLAND, AP Sýrlenskir stjórnarandstæðingar hafa
hótað því að taka ekki þátt í friðarviðræðum, sem
hefjast eiga í Genf á morgun.
Stjórnarandstæðingarnir geta engan veginn
sætt sig við að fulltrúar Írans taki þátt í viðræð-
unum, en Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, sendi þeim formlegt boð um það
á sunnudag.
Erfiðlega hefur gengið að fá fulltrúa bæði
stjórnvalda og stjórnarandstæðinga í Sýrlandi til
að taka þátt í viðræðunum.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, sem nú hefur geisað
árum saman, hefur kostað meira en 130 þúsund
manns lífið. Milljónir manna þurfa nú á neyðar-
aðstoð að halda í landinu og flóttamenn hafa flykkst
hundruðum þúsunda saman til nágrannalandanna.
Íranar hafa aðstoðað Bashar al Assad Sýrlands-
forseta allt frá því átökin hófust árið 2011. Þeir hafa
útvegað honum ráðgjafa, peninga og vígbúnað.
Rússar, sem í haust fengu Sýrlendinga til að fall-
ast á að láta eyða efnavopnum sínum, hafa lagt
áherslu á að Íranar taki þátt í viðræðunum. - gb
Sýrlenskir stjórnarandstæðingar neita að hafa Írana við samningsborðið:
Sýrlandsviðræður í uppnámi
BAN KI-MOON Bauð Írönum að senda fulltrúa til viðræðnanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Skipafraktflutninga-
deild kínverska skipafélagsins
Coscon hefur skrifað undir sam-
komulag við Eimskip um aukið
samstarf. Fjallað er um málið á
kínverska fréttavefnum SinoShip
News.
Haft er eftir Coscon að sam-
komulagið feli í sér aukna sam-
eiginlega fraktflutninga, auk
þess sem rætt hafi verið mögu-
legt samstarf í fraktflutningum
í Evrópu, siglingum yfir norður-
skautið og skipasmíðum. - óká
Lýsa yfir vilja til samstarfs:
Coscon og Eim-
skip auka tengsl
Við
vitum að við
höfum
innviði sem
geta tekist á
við [fleiri
flóttamenn]
og við eigum að vera
hugrökk.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra