Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 28

Fréttablaðið - 21.01.2014, Page 28
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 „Það er svolítill leikur í sýning- unni, hún er unnin út frá pæling- um um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þró- uðust síðan í að verða föt uppreisn- argjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í farar- broddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdótt- ir myndlistarmaður um efnivið- inn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starf- andi myndlistarmaður. Hún vinn- ur í vefstól og stundar spuna- gjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður fatnaðinn þannig að hann myndi þræði. Gallabuxurn- ar eru bláar en bolirnir í mismun- andi litum og draga verkin heiti sín af litunum. En hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnað- arskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bret- landi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síð- asta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/ Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýn- ingu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrj- un febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsupp- setningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálp- uðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún og segir sýninguna opna alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar. gun@frettabladid.is Listaverk ofi n úr tísku- fatnaði gnægtasamfélagsins Anna María Lind Geirsdóttir skapar list í vefstólnum úr notuðum gallabuxum og bolum. Sýning á verkum hennar er nú í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík og er opin út þessa viku. LISTAKONAN „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finn- landi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla,“ segir Anna María Lind Geirs- dóttir sem síðar tók gráðu í textíllist við háskóla í Bretlandi. Á SÝNINGUNNI Listaverkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán. Heimili Davíðs Stefánssonar skálds á Bjarkarstíg 6 á Akur- eyri verður gestum til sýnis í kvöld milli klukkan átta og tíu þeim að kostnaðarlausu. Tilefnið er að hann hefði átt afmæli í dag, hann var fæddur 21. janúar 1895. „Það er nánast eins og Davíð hafi bara brugðið sér frá því heimilið er eins og hann skildi við það 1964,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minja- safnsins á Akureyri. Safnið hefur umsjón með Davíðshúsi sem hefur verið varðveitt sem safn eftir að skáldið féll frá 1964. Þar er líka fræðimannaíbúð. Davíð skáld var fagurkeri og safnari af guðs náð, að sögn Har- aldar Þórs. Hann segir húsakynni hans á Bjarkarstígnum bera smekkvísi hans glöggt vitni, þau séu full af bókum, listaverkum og persónulegum munum. Hálf öld er í ár frá andláti Davíðs. Leikfélag Akureyrar minn- ist þess með leikverki hans, Gullna hliðinu, sem frumsýnt var í Sam- komuhúsinu um liðna helgi. - gun Davíðshús opið í kvöld SKÁLDIÐ Davíð var smekkmaður sem hafði huggulegt í kringum sig. ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl. MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.