Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 8
V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A STÓRHÖFÐA 25 - 110 REYKJAVÍK - 575 9800 - WWW.VM.IS Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is. Dagskrá: Staðan í kjaramálum REYKJAVÍK Miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00 að Stórhöfða 25, 3. hæð Fundurinn verður sendur út gegnum fjarfundarbúnað. Þeir sem vilja fylgjast með fundinum sendi beiðni þar um ásamt símanúmeri á gudnig@vm.is. Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á gudnig@vm.is á meðan fundi stendur. AKUREYRI Fimmtudaginn 30. janúar kl. 20:00 að Skipagötu 14, 5. hæð FÉLAGSFUNDIR VM BEINSKIPTUR FRÁ 4.490.000 KR. SJÁLFSKIPTUR FRÁ 4.790.000 KR. Mazda6 sameinar glæsilega hönnun, framúrskarandi akstursánægju og ótrúlega sparneytni. SKYACTIV spartækni Mazda skapar fádæma sparneytni fyrir stóran fjölskyldubíl. Þar sameinast ný vélar- og sjálfskiptitækni ásamt léttum en ofursterkum málmum sem létta bílinn. Eldsneytisnotkun SKYACTIV bensínvélarinnar með sjálfskiptingu er einungis 6,0 lítrar í blönduðum akstri. Fæst einnig með dísilvél. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Ólétt kona tekin úr öndunarvél 1 BANDARÍKIN Öndunarvél óléttrar, heiladauðrar konu í borginni Fort Worth í Texas, var tekin úr sambandi í gærkvöldi. Dómari hafði úrskurðað að vélin skyldi tekin úr sambandi. Yfirmenn sjúkrahússins þar sem hún dvaldi ákváðu hlíta úrskurðinum þrátt fyrir að hafa í fyrstu talið sig skylduga til að vernda fóstrið. Ljóst var að barnið myndi ekki lifa af ef öndunarvélin yrði tekin úr sambandi. Konan missti meðvitund 26. nóvember þegar hún var komin fjórtán vikur á leið. Bæði eiginmaður hennar og yfirmenn sjúkrahússins voru sammála því að hún væri heiladauð, sem þýddi að hún var látin samkvæmt lögum í Texas. Ljóst var að fóstrið hafði þegar orðið fyrir skaða. Umsátursástand við taílenska kjörstaði 2 TAÍLAND Hálfgert umsátursástand ríkti við kjörstaði í Bangok, höfuð-borg Taílands, í gær þegar mótmælendur komu í veg fyrir að fólk gæti greitt utankjörfundaratkvæði í þingkosningum landsins. Kosningarnar sjálfar hefjast 2. febrúar. Tugir kjörstaða voru lokaðir af með keðjum og var fólkinu sem ætlaði að kjósa hótað öllu illu. Fyrir vikið gátu hundruð þúsunda fólks ekki greitt atkvæði sín í gær. Einn af leiðtogum mótmælendanna var skotinn til bana skammt frá einum kjörstaðnum og ellefu særðust. Yingluck Shinawatra forsætisráðherra þykir völt í sessi en hún hafði efnt til kosninganna til að binda enda á mótmæli sem hafa verið á götum úti undanfarna mánuði. Þúsundir mótmæltu Hollande 3 FRAKKLAND Um sautján þúsund manns gengu um miðborg Parísar og höfðu uppi mótmæli gegn forsetanum FranÇois Hollande. „Frakkar eru reiðir!“ stóð á mótmælaspjöldunum sem fólk á vegum um fimmtíu stofnana hélt á. Reiðin beindist að auknum efnahagsvandamálum Frakklands, miklu atvinnuleysi, háum sköttum, húsnæðisvanda og skorti á einstaklingsfrelsi. Í mótmælunum var ekkert minnst á framhjáhald Hollande sem varð til þess að á laugardag til- kynnti hann að hann væri hættur með kærustu sinni til sjö ára, Valerie Trierweiler. 27. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEIMURINN 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.