Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 2
27. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN VIÐSKIPTI „Ég var að klára samn- ing við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komn- ir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einars- son. „Við erum einnig með í undir- búningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja- Sjálandi. Í Skandinavíu og Norð- ur-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrif- stofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðs- setningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflug- um stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismun- andi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sex- tíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjöru- tíu þúsund krónur. Ódýrari hjól- in eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsu- búnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiði- menn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finn- land, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ haraldur@frettabladid.is Íslensk fluguveiðihjól komin í sölu í Japan Veiðihjólaframleiðandinn Fossadalur á Ísafirði samdi fyrir áramót um sölu og dreifingu á vörum fyrirtækisins í Japan. Samningar við fyrirtæki í Bandaríkjun- um og Kanada eru langt komnir. Fyrirtækið framleiðir tvær tegundir af hjólum. ÍSLENSK HÖNNUN Veiðihjólin frá Fossadal eru fram- leidd í mörg- um litum. Þau hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana og eru meðal annars komin í sölu í Japan. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals Benedikt, kemur maður í konu stað? „Jú, því konur eru líka menn.“ Benedikt Erlingsson tekur við leikstjórn leikritsins Svanir skilja ekki af eiginkonu sinni Charlotte Bøving, sem fékk hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra sagði á Sprengisandi á Bylgj- unni í gærmorgun, að hann vilji afnema verð- tryggingu eins hratt og mögulegt er. Hann segir að bæði meirihluta- og minnihlutaálit sérfræði- nefndar um verðtrygg- ingu boði að verðtrygg- ingin verði afnumin. „Sem betur fer þá er megin- munurinn minnihlut- ans og meirihlutans í nefndinni tímafaktor- inn, þ.e.a.s. hversu lang- an tíma þau telja að það muni taka að afnema verðtryggingu. Þarna erum við með tvenns konar álit sem bæði marka gríðarleg tíma- mót og fela bæði í sér að afnema verðtrygg- inguna. Ég vil að þetta gerist eins hratt og mögulegt er án þess að skapa hættur,“ sagði Sigmundur. Meirihluti sérfræðinefndar um verðtryggingu sagði í áliti sínu að ekki sé hægt að afnema verðtryggingu nema við viss skilyrði. Sigmundur Davíð telur hins vegar að það sé tiltölulega einföld framkvæmd að afnema verðtrygginguna. Þó vildi hann ekki að fólk lenti í verulegum greiðsluerfiðleikum vegna þess að greiðslubyrðin ykist til muna einn mánuðinn. - jjk Forsætisráðherra um verðtryggingu í útvarpsviðtali á Sprengisandi: Segir afnámið einfalda aðgerð VÍSINDI Um 1.800 ára gömul bein ungbarna í Englandi, hafa breytt skoðunum vísindamanna á ung- barnamorðum Rómverja. Gerð var ný rannsókn á beinum 25 ungabarna, sem drepin voru skömmu eftir fæðingu. Niður- stöðurnar gefa í skyn að stúlku- börn hafi ekki verið myrt oftar en drengir, eins og áður var talið. Gömul handrit sýna fram á að barnsmorð í Rómaveldi voru við- urkennd venja og eina leiðin til að stjórna stærð fjölskyldna. - skó Ný rannsókn um Rómverja: Báru ekki frek- ar út meybörn STJÓRNSÝSLA Bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hlaut fyrir helgi nýsköpunarverðlaunin 2014 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Þetta var í þriðja sinn sem verðlaunin voru veitt og og að þessu sinni voru yfir 40 verkefni tilnefnd. Verkefni Landspítalans felur í sér notkun skjáborðs í gæða- og öryggisstjórnun á bráðamóttöku. Það þykir gefa starfsfólki mikilvæg- ar upplýsingar og gera stjórnendum kleift að bregðast við álagspunkt- um með markvissari hætti en áður. Auk þess hlutu fjögur önnur verkefni sérstakar viðurkenningar fyrir nýsköpunarverkefni á sínum vegum. - þj Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála: Verðlauna nýsköpun í stjórnsýslu NÝSKÖPUNARVERÐLAUN Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, afhenti viðurkenningarnar á Grand hóteli á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON ÚKRAÍNA,AP Þúsundir Úkraínu- manna hrópuðu „Hetja!“ og sungu þjóðsönginn þegar líkkista manns sem lést í síðustu viku í mótmæl- um gegn stjórnvöldum, var borin um miðborg Kænugarðs. Mikhail Zhiznevsky, 25 ára, var einn þriggja mótmælenda sem lést í átökum við lögregluna. Mótmælin í Úkraínu héldu áfram í gær þrátt fyrir tillögu forsetans Viktors Janúkóvíts um að stjórnarandstöðuleiðtogar yrðu gerðir að forsætis- og vara- forsætisráðherra. Stór hópur mót- mælenda réðst til atlögu á stærsta sýningar- og ráðstefnuhús Kænu- garðar, köstuðu þangað eldsp- rengjum og skutu flugeldum. Lög- reglan svaraði með táragasi. Arsení Jatsenjúk, fyrrverandi utanríkisráðherra Úkraínu, sem reyndi að færa þjóðina nær inn- göngu í Evrópusambandið, sagði hópi mótmælenda á aðaltorgi Kænugarðs að Janúkóvíts forseti yrði að gangast við helstu kröfum stjórnarandstöðunnar og að við- ræður myndu halda áfram. Stjórnarandstaðan hafnaði til- lögu hans um að stjórnarand- stöðuleiðtogar yrðu gerðir að for- sætis- og varaforsætisráðherra. Hún krefst þess að stjórnvöld geri fríverslunarsamning við Evrópu- sambandið, leysi pólitíska fanga úr haldi og að haldnar verði for- setakosningar sem allra fyrst. - fb Þúsundir Úkraínumanna sungu þjóðsönginn í miðborg Kænugarðs: Báru líkkistu mótmælanda KISTAN BORIN Stjórnarand- stæðingar halda á kistu manns sem lést í mót- mælunumn í síðustu viku. MYND/AP STJÓRNMÁL Þorleifur Gunnlaugs- son varaborgarfulltrúi gefur ekki kost á sér á lista Vinstri grænna fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar í vor. „Mér hefur ekki fundist mínar áherslur hljóta nógu mikinn hljómgrunn í flokknum og upp- lifi ekki þennan flokk sem þann róttæka félagshyggjuflokk sem ég gekk í á sínum tíma,“ segir Þor- leifur í samtali við Fréttablaðið. Þorleifur útilokar þó ekki að hann muni taka áfram þátt í borgarpólitíkinni. „Ég hef rætt við marga, þar á meðal við félags- hyggjufólk úr VG, Samfylking- unni, búsáhaldafólk úr Dögun og óflokksbundna.“ - ebg Þorleifur fetar nýjar slóðir: Gefur ekki kost á sér fyrir VG GÓÐGERÐARMÁL Kvenfélagið Hringurinn fagnaði 110 ára afmæli sínu í gær og veitti af því tilefni Barnaspítala Hringsins 110 milljón króna gjöf sem verð- ur nýtt til tækjakaupa á deildum spítalans. Fyrir tveimur árum fékk spít- alinn 70 milljón króna gjöf frá kvenfélaginu og því alls um 180 milljónir króna á rúmum tveimur árum. „Þær hafa stutt barna- spítalann bæði með húsnæði og tækjabúnaði. Við erum sam- bærilega tækjum búin og bestu barnaspítalar í heiminum,“ segir Jón Hilmar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri kvenna- og barna- sviðs LHS. -jjk Hringurinn á afmæli: 110 milljónir til Barnaspítalans SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.