Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 1
DÓMSMÁL Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði á föstudag að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði að grunur léki á að telpan, sem kom hingað til lands árið 2012 undir forsjá afa síns, hafi verið fórnar- lamb mansals, og hafi komið hingað til lands á fölsuðum skilríkjum, en Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður afans, þvertekur fyrir slíkt. „Þetta eru ósannindi sem er verið að bera upp á þetta fólk,“ sagði hún í sam- tali við Vísi og segir að misskiln- ings hafi gætt í úrskurði héraðs- dóms, sem Hæstiréttur byggi á. Fólkið er frá Haítí, en við kom- una hingað vísaði afinn fram gögn- um þar sem tekið var fram að hann færi með forsjá telpunnar þar sem móðir hennar hefði látist í hamför- unum árið 2010. Fjölskyldan flutti inn til ættingja sem búsettir hafa verið hér á landi um nokkurt skeið. Í dómnum er meðal annars greint frá tilkynn- ingum um að á heimilinu hafi börn- in verið eftirlitslaus og að mikill barnsgrátur bærist frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings, í bland við háværa tónlist, öskur og köll. Tilkynningar bárust um að afinn hefði beitt telpuna, sem og aðra á heimilinu, ofbeldi. Þuríður segir að ábendingar um illa meðferð og ofbeldi í garð stúlk- unnar séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. „Þetta er mjög alvarlegur áburður sem er verið að bera á manninn. Ég veit ekki hvort þetta eru kynþáttafor- dómar eða hvað af hálfu fólksins sem er að tilkynna þennan hávaða eða læti,“ segir hún. - þþ / js FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 SÖFNUN Sögur um te og te-drykkju, uppskriftir og hefðir má senda Attikatti á Facebo-ok í töl GOTT HÚSRÁÐÞað getur verið snúið að skera beikon. Góð leið til að auðvelda sér verkið er að frysta sneiðarnar í dálitla stund áður en hnífnum er beitt. V ið völdum níu hönnuði og arki-tekta til að vinna út frá orðinu Te. Í mars opnum við svo tíma-bundið Te-hús í Sparki Design space á Klapparstíg þar sem kynnt verður „hin íslenska tehefð“, eins og við túlkum hana. Við lýsum því eftir sögum um te og tehefðir fólks, uppskriftum og slíku,“ útskýrir Rúna Thors, ein fjögurra liðs-manna hugmynda- og viðburðatey iins Attikatti „Þann viðburð kölluðum við TEASER og buðum upp á te-kökur og fleira unnið úr tei og gúrkusamlokur en þær ein-kenna breska temenningu. Nú einbeitum við okkur að því að skoða íslenska te-menningu og munum búa til íslenska tehefð út frá þeim rannsóknum okkar. Í Sparki munum við setja upp einhvers konar athöfn í kri SAFNA SÖGUM UM TEÍSLENSK HÖNNUN Hugmynda- og viðburðasmiðjan Attikatti rannsakar íslenska temenningu og óskar eftir íslenskum sögum um te og tedrykkju. ATTIKATTI Hugmynda- og viðburðasmiðjuna Attikatti skipa Hanna Dís Whitehead, Hanna Jónsdóttir, Bára Kristgeirsdóttir og Rúna,Thors. Þær óska eftir íslenskum sögum um te. MYND/ATTIKATTI FASTEIGNIR.IS 27. JANÚAR 2014 4. TBL. Fasteignasalan Miklatorg kynnir: Glæsilegt tvílyft einbýlishús við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi. Tvöfaldur bílskúr og útsýni til sjávar. Húsið er steypt með viðarklæðn- ingu og mikið endurnýjað. Byggt var við stofu árið 2006. Á efri hæð eru tvær samliggjandi stofur, eld- hús, hjónaherbergi, hol og gesta- snyrting. Stofurnar eru rú góð r og bjart ð ú Útsýni til sjávar Tvílyft einbýli með útsýni til sjávar. * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 27. janúar 2014 22. tölublað 14. árgangur Deila um utangarðsfólk Stjórnvöld og Reykjavíkurborg greinir á um ábyrgð á málefnum utan- garðsfólks. Heilbrigðisráðherra segir að hlutverk sveitarfélaganna sé að tryggja framfærslu íbúa sinna 4 Íslenskt veiðihjól fer víða Fyrir- tækið Fossadalur á Ísafirði framleiðir fluguveiðihjól sem eru komin í sölu í Japan. Bandaríkjamarkaður er næstur á dagskrá 2 Bíða í tvö ár eftir parkúr Um 140 bíða eftir því að komast að í æfingar í parkúr-götufimleikum hjá fimleika- félaginu Gerplu vegna aðstöðuleysis. Hið sama er uppi á teningnum víðast hvar, að sögn þjálfara. 10 Ég veit ekki hvort þetta eru kynþáttafordómar eða hvað af hálfu fólksins sem er að tilkynna þennan hávaða eða læti. Þuríður Halldórsdóttir, lögmaður SKOÐUN Guðmundur Andri segir hvalveiðar Íslendinga grundvallast af mótþróaröskunarfíkn. 13 MENNING Jóhanna Guðleif safnaði fyrir græna kortinu á netinu til að geta verið með eiginmanni sínum. 30 SPORT Grannarnir Elvar Már Friðriks- son og Gunnar Ólafsson verða áfram erkifjendur vestan Atlantshafsins. 26 Paratabs® Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla ht.is ÞVOTTAVÉLAR Mörg dæmi eru um að lögum um túlkaþjónustu sé ekki fylgt á Íslandi og börn eða kunningjar látnir túlka í viðkvæmum aðstæðum. Íslensk lög kveða á um að þeir sem ekki tala íslensku eigi rétt á túlki við ýmsar aðstæður, til dæmis í lögum um rétt- indi sjúklinga. Þrátt fyrir lögin er því í mörgum tilfellum sleppt að kalla til túlk segir fagfólk, sem vinnur að málefnum inn- flytjenda og er það rakið til sparnaðar ríkis og sveitarfélaga. „Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Pol- anska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. „Ég hef sjálf orðið vitni að því að börn og kunningj- ar túlka fyrir ættingja eða vini í mjög viðkvæm- um aðstæðum. Í mörgum tilfellum verður túlkunin ekki nógu góð eða skýr þar sem íslenskukunnátt- an er ekki nægileg. Börn hafa ekki nægilegan orða- forða til að standa í túlkunum á til dæmis flóknum læknisfræði- heitum og þetta getur skapað mikla vanlíðan hjá þeim. Fyrir utan það að þau ættu ekki að vera milliliður í heilbrigðisþjónustu foreldra sinna.“ Jolanta telur að hér sé um sparnað að ræða og þá sérstak- lega í heilbrigðiskerfinu. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftir- liti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar feng- ið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögun- um.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðing- ur í innflytjendamálum á mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjaf- arnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morg- uninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“ - ebg / sjá síðu 6 Sparað að kalla út túlk þrátt fyrir lög Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á að kalla til túlk ef sjúklingur talar ekki íslensku. Samt sem áður eru mörg dæmi um að börn túlki fyrir foreldra sína í við- kvæmum aðstæðum. Fagfólk í innflytjendamálum telur sparnað vera ástæðuna. TÓNLIST Íslandi hefur verið form- lega boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Nú er að fara í gang fjármögn- un verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bók- menntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ bætir Sigtryggur við. - glp / sjá síðu 30 Íslensk tónlist gerir það gott: Í aðalhlutverki á Eurosonic JOLANTA POLANSKA SIGTRYGGUR BALDURSSON Bolungarvík 1° ANA 8 Akureyri 0° ANA 4 Egilsstaðir 0° ANA 5 Kirkjubæjarkl. 1° ANA 6 Reykjavík 3° ANA 4 Él á Vestfjörðum, dálítil úrkoma austanlands en annars úrkomulaust að mestu. Strekkingur með SA-ströndinni en annars hægari vindur. 4 ALLAR SEM EIN Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum lauk í gær en þetta var í sjöunda sinn sem þeir fóru fram. Íþróttafélag Reykjavíkur stendur að leikunum í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík. Keppt var í tuttugu íþróttagrein- um að þessu sinni og á fi mmta hundrað erlendra gesta sóttu leikana heim. Meðal annars var keppt í hópfi mleikum og hér má sjá stúlkur úr Fimleikafélagi Akureyrar leika listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Málefni stúlku sem var fjarlægð af heimili vegna ásakana um vanrækslu: Fjögur önnur börn á heimilinu FJÖLMIÐLAR Líklegt er að tilkynnt verði í dag hver verði ráðinn nýr útvarpsstjóri RÚV. Fram kom á vefsíðu RÚV í gær að búið væri að ákveða hverjum hinna 39 umsækj- enda verði boðin þessi eftirsóknar- verða staða. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra Borgar- leikhússins, hefur oft verið nefnt varðandi stöðuna. Ekki náðist í Magnús Geir í gær og ekki heldur í Ingva Hrafn Óskarsson, formann stjórnar RÚV. Ekki hafði verið rætt við Ólínu Þorvarðardóttur og Stefán Jón Hafstein, sem voru á meðal umsækjenda, þegar blaða- maður hafði samband við þau í gær. - fb Stjórn RÚV tók ákvörðun: Útvarpsstjóri tilkynntur í dag RÚV Líklegt þykir að í dag verði tilkynnt um ráðningu á útvarpsstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.