Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2014 | SKOÐUN | 15
Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra
er maður sem vill vel.
Hann vill stytta nám til
stúdentsprófs úr fjórum
árum í þrjú. M.ö.o. vill
hann stytta framhalds-
skólastigið um eitt ár.
Hann vill ekki að þetta
komi niður á gæðum
námsins; hann vill þvert
á móti auka gæði náms-
ins, gera það skilvirkara og
draga úr brottfalli.
Svo er að sjá sem Illugi hafi
þjóðarvilja á bak við sig, því til-
tölulega nýjar kannanir sýna að
hátt í 70% almennings eru því
fylgjandi að framhaldsskólastig-
ið verði stytt um eitt ár. Margir
nemendur eru sama sinnis.
Einhverjir hafa jafnvel bent
á þá augljósu staðreynd að
íslenskir unglingar eru síst
lélegri námsmenn en jafnaldr-
ar þeirra í nágrannalöndunum.
Jafn víst er líka að þeir eru ekk-
ert betri. Íslenskir nemendur
geta allt það sama og jafnaldrar
þeirra svo fremi að þeir hafi til
þess sömu aðstöðu. Þetta veit
Illugi Gunnarsson.
Eins og góðra spilamanna er
siður hefur Illugi ekkert verið
að sýna um of á spilin sín. Hér
skal hins vegar reynt að varpa
ljósi á það sem hlýtur að felast í
styttingaráformum Illuga.
Oft er bent á Svíþjóð sem
land þar sem nemendur ljúka
stúdentsprófi ári fyrr en hér á
landi. Það er því ekki úr vegi að
kynnast aðbúnaði nemenda þar
í landi. Þar njóta þeir m.a. eftir-
farandi kjara:
1 Allir fá heitan hádegismat og meðlæti sér að kostnað-
arlausu.
2 Allir nemendur í fullu námi fá sem svarar 20 þúsund
íslenskum krónum á mánuði í
námsstyrk meðan á námi þeirra
stendur, 10 mánuði af 12 á
hverju ári. Dregið er af skrópa-
gemlingum.
3 Allir nemendur fá kennslu-bækur og stílabækur og
ýmis fleiri námsgögn sér að
kostnaðarlausu.
4 Nemendur fá fríar tölvur og mögulega fleiri tæki.
Auðvitað verður ekkert sagt
með vissu hvað svona kjör til
handa íslenskum framhalds-
skólanemum kæmu til með að
kosta þjóðarbúið en það má
áætla það gróflega. Samkvæmt
Hagstofunni stunda ca. 30 þús-
und nemendur framhaldsskóla-
nám, þar af 25 þúsund í dag-
skóla:
■ Ef máltíðin kostar 1.200 krón-
ur má gera ráð fyrir að fríar
máltíðir nemenda í dagskóla
geti kostað ríkið ca. 6 millj-
arða króna á ári.
■ 20 þúsund króna námsstyrk-
ur á mánuði, 10 mánuði árs-
ins getur þýtt ca. 6 milljarða
króna árlegan kostnað fyrir
ríkið.
■ 50 þúsund króna námsgagna-
kostnaður á nemanda hvert
skólaár getur kostað ríkið ca.
1,5 milljarða króna á ári.
■ Ef hver nemandi fær 150 þús-
und króna fartölvu í upphafi
þriggja ára námsferils getur
það kostað ríkið ca. 150 millj-
ónir króna á ári.
■ Viðhald og þjónusta við rúm-
lega 30 þúsund tölvur í fram-
haldsskólum landsins kostar
ríkið eflaust einhver hundruð
milljóna króna.
Ætla má því að árlegur kostn-
aður ríkisins af bættri námsað-
stöðu framhaldsskólanema geti
verið á bilinu 15–20 milljarðar
króna.
Einhverjum kann að þykja
þetta dýrt en menn verða að
hafa hugfast að styttingaráform
Illuga hafa það óhjákvæmilega
í för með sér að vinna nemenda
með námi er úr sögunni og sum-
arvinna þeirra að mestu líka.
Þetta er þó ekki nema brot af
heila dæminu ef áform Illuga
eiga að verða barn í brók.
Hver vill ekki stytta
framhaldsskólann?
➜ Ætla má því
að árlegur kostn-
aður ríkisins af bættri
námsaðstöðu fram-
haldsskólanema geti
verið á bilinu 15 til 20
milljarðar króna. Ein-
hverjum kann að þykja
þetta dýrt en menn
verða að hafa hugfast að
styttingaráform Illuga hafa
það óhjákvæmilega í för
með sér að vinna nemenda
með námi er úr sögunni og
sumarvinna þeirra að mestu
líka. Þetta er þó ekki nema
brot af heila dæminu ef
áform Illuga eiga að verða
barn í brók.
MENNTUN
Vigfús Geirdal
sagnfræðingur
Klassalaus
ferðaþjónusta
Ef fram fer sem
horfir með gjaldtöku
við helstu ferða-
mannastaði landsins
þá er í reynd verið
að heimila einka-
væðingu á skatt-
heimtuvaldi, til landeigenda við
þessa staði.
Það er svolítið eins og var á
miðöldum, þegar landeigendur
gátu stöðvað ferðalanga um
land sitt, t.d. við hlið og brýr, og
rukkað þá eftir geðþótta. Þetta
þótti hið versta fyrirkomulag og
hamlaði eðlilegum samgöngum
og viðskiptum.
Hitt sem fylgir því að slefandi
rukkarar mæti ferðafólki við
helstu náttúruperlur landsins–
og bara hvar sem er– er hversu
ókræsileg ásýnd þetta verður á
íslenskri ferðaþjónustu.
Þetta verður „sjoppulegt“, eins
og Egill Helgason segir. Bretar
myndu segja „tacky“ (smekk-
laust og klént)!
http://blog.pressan.is/
Stefán Ólafsson
AF NETINU
Við erum orðin býsna vön því
að geta farið með tæki og tól
og látið gera við þau, eða keypt
varahluti svo áfram sé hægt að
tryggja notagildi þeirra. Það er
ekkert tiltökumál að skipta um
kúplingu í bíl eða kaupa ný blek-
hylki í prentarann. Við hreinlega
gerum ráð fyrir því að mögulegt
sé að bregðast við með einhverj-
um hætti nú til dags. Okkur hefur
þó verið kennt að við eigum bara
einn líkama og að við verðum
að passa hann vel. Það er í tölu-
verðri mótsögn við marga aðra
hluti í lífinu og því eðlilegt að við
spyrjum okkur um möguleikana
á varahlutum fyrir líkamann.
Þar líkt og annars staðar hefur
orðið mikil þróun á undanförnum
árum og má með sanni segja að
við eigum í dag töluvert af „vara-
hlutum“ tengdum hinum ýmsu
vandamálum og sjúkdómum sem
betur fer. Það virðist þó vera að
gerast á meiri hraða en við höfum
átt að venjast og kannski verður
læknisfræði að vissu leyti gjör-
breytt fag eftir aðeins fáein ár
eða áratugi. Ný tækni og önnur
nálgun hefur gert það að verk-
um að við erum bæði fljótari og
markvissari en áður, auk þess
sem „varahlutirnir“ eru að verða
sérhannaðir fyrir hvern og einn
einstakling í staðinn fyrir að vera
fjöldaframleiðsluvara.
Tökum nokkur skemmtileg en
mismunandi dæmi. Við höfum
um langt skeið skipt út hjartalok-
um hjá einstaklingum sem ein-
hverra hluta vegna skemmast eða
breytast. Þar geta verið margar
orsakir að baki, en valið stendur
um lífræna loku úr dýraríkinu
eða loku úr málmblöndu þegar
kemur að viðgerð. Hvort tveggja
er bundið ákveðnum aukaverk-
unum, líftíma varahlutarins og
lyfjameðferð í kjölfarið. Ýmsar
viðgerðir fara fram á æðakerf-
inu til að viðhalda flæði og lífi í
hjarta og útæðakerfi og er notast
við margs konar gerviefni, t.a.m.
polyester og goretex í því skyni
svo dæmi séu tekin.
Málmar og plastefni
Þá má ekki gleyma málmi og
plastefnum sem lengi hafa verið
notuð í gerviliði, með mjög
góðum árangri. Líklega með
algengari ástæðum fyrir því að fá
slíka varahluti eru mjaðmarbrot
eldra fólks eftir fall eða áverka.
Auðvitað getum við líka gert við
heyrnina hjá hluta einstaklinga
með því að setja inn ný heyrnar-
bein eða jafnvel gervihljóðhimnu.
Ekki þykir heldur neitt tiltöku-
mál að vera kominn með nýjan
augastein eftir því sem árin líða
og sjónin versnar. Vanti konur
stærri brjóst þá er hægt að kippa
því í liðinn með mismiklu magni
af sílikoni og svona mætti lengi
telja.
Munurinn á öllum þessum
aðferðum er sá að í öllum til-
vikum er verið að vinna með
aðskotahluti í líkamanum sem
hann getur hafnað á dramatískan
hátt, eða unnið gegn með erfiðum
afleiðingum fyrir þann sem á í
hlut. Iðulega þarf einhvers konar
aðgerð til að koma varahlutnum
fyrir sem getur valdið sýking-
um til skemmri eða lengri tíma.
Það getur því verið lífshættulegt
að fá slíka aðskotahluti í líkam-
ann en á sama tíma lífsbjargandi
fyrir marga.
Draumurinn hefur alla tíð
verið sá að geta búið til vara-
hlutina úr efni sem líkaminn
þekkir og samþykkir auk þess
að geta sniðið þá nákvæmlega
eins og þeir eiga að vera og á sem
skemmstum tíma. Nýjasta tækni
á sviði stofnfrumna, þrívíddar-
prentunar og efna sem líkaminn
getur losað sig við sem stoðgrind
í upphafi er orðin að veruleika.
Óljóst er enn hversu vel þess-
ir vefir endast og hver virkni
þeirra verður en ljóst er að geta
okkar til að framleiða varahluti
hefur aldrei verið meiri en nú.
Þrátt fyrir það gildir enn að fara
vel með það sem þér var gefið,
þú færð bara einn líkama og við
eigum enn nokkuð í land að ná
bíla- og tölvuframleiðendum á
þessu sviði.
Varahluti takk!
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Mannréttindi hversdagsins
föstudaginn 28. mars kl. 9.00 – 16.00 í Norðurljósasal Hörpu
Málþingsstjóri: Guðmundur Magnússon, leikari
Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Síðasti skráningardagur er 27. mars.
Skráning, upplýsingar um túlkun og fleira á vef Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is
Dagskrá:
MÁLÞING
Fötlun og menning
09.00
09.10
09.20
09.30
10.30
11.00
12.00
13.00
14.15
14.30
15.00
16.00
Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands
Ávarp: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Blokkflautuleikur: Gísli Helgason, blokkflautuskáld
Gender and Disability in Visual Culture: Rosemarie Garland-Thomson,
prófessor við Emory háskóla í Bandaríkjunum
Kaffi
Til sýnis. Fatlað fólk, furðuverur og fjölleikahús: Kristín Björnsdóttir,
lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Aðstæður geðveiks fólks í Reykjavík á 19. öld: Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur
Fötlun og safnastarf: Sigurjón B. Hafsteinsson, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Matarhlé
Fötlun á Íslandi á miðöldum. Svipmyndir: Ármann Jakobsson,
prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
Undrabörnin. Birtingarmyndir fötlunar í ljósmyndasýningu Mary Ellen Mark:
Rannveig Traustadóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Hvað er fötlunarlist?: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félagsvísindasvið
Háskóla Íslands
Táknmálskórinn Vox Signum
Kaffi
Fötlun í barnabókum: Guðrún Steinþórsdóttir, bókmenntafræðingur
Staða fatlaðs fólks í íslensku bændasamfélagi: Eiríkur Smith, doktorsnemi
við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Það er nú saga að segja frá því...: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur
Málþingslok