Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 32
25. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur „Við fjórir upprunalegu meðlimir sveitarinnar erum aldrei þessu vant allir á Íslandi þessa dag- ana og ætlum að nýta tækifærið vel,“ segir Magnús Tryggvason Eliassen, trommuleikari hljóm- sveitarinnar Moses Hightower, en sveitin kemur fram á tvennum tónleikum á Fróni í vikunni. Sveitin lék síðast saman full- skipuð upprunalegu meðlimun- um í desember og hefur ekkert komið saman síðan þá. „Danni gítarleikari er að læra í Berlín og við vissum að páskafríið hans væri langt og ákváðum að fljúga honum heim og byrja að djamma eitthvað saman,“ segir Magnús. Þeir félagar hafa verið iðnir við æfingar undanfarna viku enda ekki spilað saman í langan tíma. „Það var alltaf planið að spila nýtt efni á tónleikunum í vikunni en við erum ekki komnir nógu langt með það. Maður veit þó aldrei,“ segir Magnús spurður um hvort nýtt efni muni heyrast á tónleikunum. Sveitin ætlar þó að leika efni af báðum plötum sínum og fá aðstoð frá Styrmi Haukssyni sem ætlar að leika á slagverk og ýmsa hljóðgervla. Moses Hightower heldur tón- leika á Gauknum í kvöld og hefj- ast þeir klukkan 21.00. Sveitin fer svo norður á Akureyri á föstudaginn og kemur þar fram á Græna hattinum. - glp Sveitin kemur loksins saman á Íslandi Fjórir upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar Moses Hightower eru staddir hér á landi og ætla að nýta tækifærið vel og koma fram á tvennum tónleikum. LOKSINS SAMAN Hljómsveitin Moses Hightower ætlar að koma fram á tvennum tónleikum á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK AFTENBLADET EXPRESSEN VARIETY VILLAGE VOICETHE PLAYLIST – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 79 77 0 2/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuNicorette Fruitmint Allar pakkningar og styrkleikar. 15% afsláttur Gildir út mars. DEAD SNOW DEAD SNOW LÚXUS ONE CHANCE ÆVINTÝRI HR. PÍBODY 2D Ý ÍÆVINT RI HR. PBODY 3D MONUMENTS MEN RIDE ALONG ROBOCOP Ý ÖSK JAÐ MEÐ KJ TBOLLUM 2D SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 3D DEAD SNOW ONE CHANCE SAVING MR. BANKS ÆVINTÝRI HR. PÍBODY 2D 3 DAYS TO KILL KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 KL. 8 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 10.30 KL. 3.30 KL. 3.30 Miðasala á: og KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 6 - 9 KL. 5.50 KL. 8 - 10.30 FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ZWEI LEBEN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE BAG MAN 10:25 3 DAYS TO KILL 8, 10:20 THE MONUMENTS MEN 10:10 RIDE ALONG 6, 8 ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 3D 6 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8 Leikkonan Mila Kunis á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum Ashton Kutcher. Heimildir People.com segja leikkonuna vera komin stutt á leið og bæði vera í skýjunum með væntanlega fjölg- un. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja en Kunis og Kutcher trú- lofuðust í síðasta mánuði. Leik- konan hefur þegar sést sækja meðgöngujógatíma í Los Angeles. Parið byrjaði saman árið 2012 eftir að Kutcher skildi við fyrr- verandi eiginkonu sína, Demi Moore. Þau höfðu þó verið vinir lengi en þau léku á móti hvort öðru í sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show sem voru vinsælir á tíunda áratugnum. Mila Kunis ólétt FJÖLGUN Stjörnuparið Ashton Kutcher og Mila Kunis á von á barni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hljómsveitin Rolling Stones hefur staðfest komu sína á tón- listarhátíðina sívinsælu Hróars- keldu í sumar. Þar stígur sveitin á svið ásamt ekki verri nöfnum en Arctic Monkeys, Lykke Li, Interpol og Outkast svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin fer fram dagana 29. júní til 6. júlí í sumar en hún er ein sú vinsælasta í Evrópu. Íslenska sveitin Samaris er meðal hljómsveita á Hróarskeldu. Rolling Stones á Hróarskeldu Í FULLU FJÖRI Hljómsveitin Rolling Stones hefur staðfest komu sína á Hróarskeldu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ➜ Sveitin lék síðast saman fullskipuð upprunalegu með- limunum í desember og hefur ekkert komið saman síðan þá. Ég var svo heppin að fá að slíta barns-skónum í Svíaríki. Ég segi heppin í dag þó að á sínum tíma hafi tilfinning- ar fyrir búferlaflutningum yfir hafið verið blendnar. Ég var níu ára gömul þegar ég fór að syngja sænskuna og borða kanel- og köttbullar í öll mál. Í háskólabænum Uppsala ól ég mann- inn til 13 ára aldurs. Hlustandi á Stjórnina í vasadiskóinu mínu sem undir lok dvalarinnar var skipt út fyrir ferðageislaspilara og rapp- sveitina TLC. ÞAÐ var margt nýtt í nágrannaríkinu fyrir okkur fjölskyldunni þegar við vorum að koma okkur fyrir, fyrir hátt í tuttugu árum. Eitt af því sem kom okkur spánskt fyrir sjón- ir var ruslaskápurinn, sem var tvöfaldur í eldhúsinnrétt- ingunni og innihélt fjórar tunnur. Á skáphurðinni voru svo nákvæmar flokkunarleið- einingar fyrir íbúa heimilis- ins, pappír í eina tunnu, ál í aðra, matur í þá þriðju og loks sérstök tunna fyrir plast. Það má segja að heimilishaldið hafi farið á hliðina á meðan við vorum að læra á sænska kerfið enda vön að fleygja ruslinu í tunnuna hugsunarlaust. ÞAÐ vandist þó fljótt en þegar heim var komið aftur nokkrum árum seinna tók hins vegar við endurvinnsluaf- vötnun. Litla eldhúsið í Kópavogi bauð ekki upp á fjórar tunnur og svarta ruslatunnan fyrir utan húsið gleypti allt. Engin flokkun og ekkert vesen. Óþægilega þægilegt, ef svo má að orði komast. SVÍARNIR voru komnir lengra en við í endurvinnslu innan veggja heimilis- ins fyrir rúmlega tuttugu árum. Nú er vonandi einhver vitundarvakning í gangi sem verður til þess að allir fari að flokka. Mig dreymir til dæmis um dósaflokkunartæki í allar matvöru- verslanir landsins gegn inneign í við- komandi verslun, eins og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Svona til að losa geymslur landsins við tómar flöskur fyrir fullt og allt. Endurvinnsluafvötnunin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.