Fréttablaðið - 25.03.2014, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 2014 | LÍFIÐ | 23
E
N
N
E
M
M
/
SÍ
A
/
N
M
61
80
6
Glæsileg Vínbúð verður opnuð í Helluhrauni 16-18, Hafnarfirði í dag og
Vínbúðinni í Firði verður lokað. Í nýju búðinni verður eitt mesta úrval
Vínbúðanna og starfsfólkið tekur vel á móti ykkur. Verið hjartanlega velkomin.
Við opnum nýja
Vínbúð í Hafnarfirði
11-18
MÁN-FIM
FÖS 11-19
LAU 11-18
vinbudin.is
Íslenska fatamerkið KALDA hefur
átt mikilli velgengni að fagna
undanfarið, en Katrín Alda Rafns-
dóttir er eigandi og yfirhönnuður
merkisins. Nú nýlega skaut hún
myndband í samvinnu við ljós-
myndarann Silju Magg þar sem
Ísland og KALDA eru í forgrunni,
en myndbandið þykir einstaklega
fallegt og hefur vakið gríðarlega
athygli á netinu.
Kolfinna Kristófersdóttir fyrir-
sæta, sem meðal annars hefur
gengið tískupalla fyrir tískurisa á
borð við Marc Jacobs, leikur stórt
hlutverk í myndbandinu sem var
meðal annars tekið upp við Rauð-
hóla. Um tónlist sá listamaðurinn
Úlfur Hansson. - ósk
KALDA
vekur athygli
ÚR TÖKUM Silja Magg og Kolfinna
Kristófersdóttir. MYND/ÚR EINKASAFNI
Tónlistarmennirnir Stefán Hilm-
arsson og Eyjólfur Kristjánsson
verða með tónleika í Edrúhöllinni,
húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, í kvöld. Tón-
leikarnir eru hluti af tónleikaröð-
inni Kaffi, kökur og rokk&ról sem
SÁÁ hefur haldið úti nú í nokkur
ár við góðar undirtektir.
„Þetta er svo góður valkostur
fyrir alla þá sem vilja njóta lifandi
tónlistar í edrú umhverfi. Tónleik-
arnir eru opnir öllum, ekki bara
alkóhólistum og við fáum alltaf
fullt af fólki sem kemur hingað
til að njóta tónlistarinnar fyrst og
fremst,“ segir Rúnar Freyr Gísla-
son, samskiptafulltrúi SÁÁ, en
boðið er upp á kaffi og kökur fyrir
tónleikana.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og húsið verður opnað klukk-
an 20.00. - glp
Stebbi og Eyfi
í Edrúhöllinni
SKEMMTA SAMAN Stefán Hilmarsson
og Eyjólfur Kristjánsson koma fram í
Edrúhöllinni í kvöld. MYND/EINKASAFN
„Við erum að verðlauna allt frá
auglýsingaherferðum, plötuum-
slögum, bókakápum, vefsíðum
og allt þar á milli,“ segir Högni
Valur Högnason, formaður
Félags íslenska teiknara, um hina
árlegu FÍT-verðlaunaafhendingu
sem fer fram næstkomandi mið-
vikudag.
„Félag íslenskra teiknara er
elsta hönnunarfélagið á Íslandi,
en þessi athöfn verðlaunar bestu
grafísku hönnunina á liðnu ári,“
segir Högni um verðlaunin sem
eru afhent í 17 mismunandi
flokkum. Einn af þeirra er svo-
nefndur Nemendaflokkur.
„Nemendaflokkurinn er fyrir
fólk sem er nemendur í grafískri
hönnun. Nemendur í Myndlista-
skólanum á Akureyri, Listahá-
skólanum og síðan eru líka nem-
endur að læra erlendis sem senda
inn,“ segir Högni en eina skilyrð-
ið er að vera Íslendingur í hönn-
unarnámi.
„Aðalmarkmið okkar er að
efla starfsstéttina, kynna hana
út á við og auka samstöðu félags-
manna,“ segir Högni en eftir
verðlaunaafhendinguna, sem
fer fram í Þjóðmenningarhúsinu
klukkan 17.00 miðvikudaginn 26.
mars, verður sýning á þeim verk-
um sem hljóta verðlaun og viður-
kenningu ásamt opnun á sýning-
unni Fegursta orðið.
baldvin@365.is
Íslenskir teiknarar verðlaunaðir
Aðalmarkmið Félags íslenskra teiknara er að efl a starfsstéttina og auka sam-
stöðu félagsmanna. Félagið er jafnframt elsta hönnunarfélagið á Íslandi.
HÖGNI VALUR Er formaður elsta
hönnunarfélags á Íslandi.
Hljómsveitin Pixies ætlar að
senda frá sér nýja plötu með vor-
inu og mun hún bera titilinn Indie
Cindy. Um er að ræða fyrstu plötu
sveitar innar í heil 23 ár en síðasta
plata hennar, Trompe le Monde,
kom út árið 1991.
Breski upptökustjórinn Gil Nor-
ton sér um upptökustjórn á plöt-
unni líkt og á síðustu plötu Pixies.
David Lovering, trommuleikari
Pixies, sagði í yfirlýsingu að sveit-
in hefði byrjað að tala um plötu-
gerð af alvöru fyrir um fjórum
árum og sagði hana jafnframt vilja
fara að bjóða aðdáendum sínum
upp á nýtt efni á tónleikum.
Platan kemur út undir lok apríl-
mánaðar hjá útgáfufyrirtæki sveit-
arinnar, Pixiesmusic.
Pixies með
nýja plötu
NÝ PLATA Hljómsveitin sendir frá sér
plötu eftir 23 ára hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN