Fréttablaðið - 07.04.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 07.04.2014, Síða 2
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 MENNING „Dekkin eru farin að snúast og lyftast,“ segir Jóhann Sigmarsson, kvikmyndaleikstjóri og upphafsmaður svokallaðs Mið- baugsverkefnis. Fréttablaðið hefur áður sagt frá Miðbaugs-minjaverkefninu sem er alþjóðlegt farandverk- efni um að skapa listaverk úr sögulegum heimsminjum. Meðal listamanna sem koma að verk- efninu eru Steingrímur Eyfjörð, Jón Adólf Steinólfsson, Halldór Ásgeirsson, Matthias Krause og Steingrímur Karlsson kvik- myndagerðarmaður sem mun stýra heimildarmynd sem Frið- rik Þór Friðriksson framleiðir. Jóhann segir fyrir liggja skrif- legt vilyrði frá RÚV um kaup á myndinni. „Við erum komin með þrjú þúsund fermetra stúdíó í miðri Berlín. Það er hrátt en mjög flott,“ segir Jóhann sem í lok apríl heldur til Berlínar að undir- búa komu annarra listamanna. Upphafið að verkefninu rekur Jóhann til ársins 2012 er hann fékk gefins bryggjustólpa úr Reykjavíkurhöfn. Hann hefur síðan unnið ýmsa muni úr viðar- stólpunum. „Til þess að fjármagna mig sel ég húsgögn úr Reykjavík- urhöfn,“ segir Jóhann sem hefur nú einnig fengið vilyrði fyrir gömlum drumbum úr Hamborgar- höfn og broti úr Berlínarmúrnum. Úr þessum minjum verða unnin húsgögn og listaverk í samvinnu við þýska listamenn. Þá hefur fengist leyfi til að nýta minjar sem tengjast kjarn- orkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan árið 1945. Það verk verður unnið í samstarfi við þarlenda listamenn. Sömuleiðis er reynt að fá leyfi til að nýta minjar úr rúst- um 9/11-atburðarins í New York og minjar frá franska þorpinu Oradour-sur-Glane sem hefur staðið óhreyft síðan 10. júní 1944 er allir bæjarbúar nema sex voru teknir af lífi af SS-sveitum. „Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar und- irtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma,“ segir Jóhann. Haldnar verða sýningar í hverju landi með lokasýningu á Íslandi. Jóhann segir muni verða selda á uppboði og að hluti ágóð- ans renni til góðgerðarmála á heimsvísu. gar@frettabladid.is Við eigum enn eftir að fá svar frá þessum aðilum en ég er mjög bjartsýnn, sérstaklega af því að við höfum fengið jákvæðar undirtektir um Berlínarmúrinn og Hírósíma. Jóhann Sigmarsson, upphafsmaður Miðbaugsverkefnisins Bryggjustólpar verða að alþjóðasamstarfi Jóhann Sigmarsson og félagar í Miðbaugs-minjaverkefninu hafa fengið þrjú þús- und fermetra vinnusal í Berlín. Skapa á list úr minjum frá Hírósíma og Berlínar- múrnum. Beðið er svara um minjar frá voðaverkum í New York og Frakklandi. MIÐBAUGS- GENGIÐ Lista- mennirnir Stein- grímur Eyfjörð og Halldór Ásgeirsson, Eydís Eir Björns- dóttir verkefnis- stjóri og Jóhann Sigmarsson í Reykjavíkurhöfn þar sem Miðbaugs- verkefnið á upp- runa sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ólafur, svífur engin ást yfir vötnum? Reyndar á það við að þar sem tvær endur koma saman á þessum árstíma getur kviknað ást með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur fór fyrir tuttugu manna hópi sem tíndi rusl á frið- landi við Tjörnina á laugardaginn. STJÓRNSÝSLA Vinna við endurskoðun á virðis- aukaskattkerfinu stendur yfir og gerir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ráð fyrir að nið- urstöður nefndar sem vinnur að málinu liggi fyrir síðar á þessu ári. Meðal annars eru skoðaðar breytingar á vörugjöldum og leitast við að draga úr mun á milli skattþrepa. „Það er ójöfnuður í virðisaukaskattkerfinu sem við viljum breyta með því að einfalda kerfið, draga úr mun á milli þrepa og draga úr undanþágum,“ segir Bjarni. Stærsta breytingin væri að lækka 25,5 prósenta virðisaukaskattinn í efra þrepi kerfisins, þar sem flestir vöruflokkar eru, og hækka skattinn í neðra þrepinu, 7 prósent virðisaukaskatt, sem er á bókum, tónlist, matvöru og hluta af ferðaþjónustu. Annað í ferðaþjónustunni er undanþegið virðisaukaskatti. „Á móti kæmu mótvægisaðgerðir til að bæta stöðu þeirra sem eru með lægri tekjur. Grunn- hugsunin er að lágt neðra þrep sé mjög ómarkviss aðgerð til að létta undir með þeim sem eru með lægri tekjur og aðrar leiðir eru skilvirkari, til að mynda í gegnum bótakerfið eða skattkerfið.“ Einnig er hafin vinna við að endurskoða og ein- falda tekjuskattkerfið með skattalækkanir í huga. Bjarni segir að þær aðgerðir verði tímasettar á þessu kjörtímabili, meðal annars með hliðsjón af kjarasamningum sem verða opnir á árinu. - ebg Bjarni Benediktsson segir of mikinn ójöfnuð vera í virðisaukaskattkerfinu: Skattur á matvöru gæti hækkað VILL LÆKKA SKATTA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill einfalda virðisauka- og tekjuskattkerfið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÆSKAN OG HESTURINN Hestar og knapar sýndu leikni sína með boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÍÞRÓTTIR Börn léku aðalhlutverkið í Víðidal á sunnudag þegar sýningin Æskan og hesturinn var haldin. Tvær sýningar fóru fram um daginn en börnin höfðu æft af kappi fyrir sýningarnar og áttu veg og vanda af undirbúningi þeirra. Sýningin er samstarfssýning nokkurra hesta- mannafélaga og er orðin árviss viðburður. Knapar slógu tvær flugur í einu höggi og spiluðu knattspyrnu á hestbaki í einu atriði sýningarinnar. Boltinn sem varð fyrir valinu var í stærra lagi en að lokum sigraði Fylkir lið Fjölnis. - ssb Þrotlausar æfingar ungra knapa skiluðu sér í glæsilegri sýningu: Hross léku knattspyrnu í Víðidal MENNTAMÁL Kennarar og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn Háskóla Íslands hafa nú þrjá daga til að tilkynna hvort af verkfalli verður á lögbundnum prófatíma í apríl og maí. Kennarar samþykktu verkfall 22. mars síðastliðinn með miklum meirihluta og síðustu vikur hefur Samninganefnd Félags háskóla- kennara fundað óformlega með samninganefnd ríkisins. Jörundur Guðmundsson,- formaður Félags háskólakennara, segir að unnið sé eftir ákveðinni aðgerðaáætlun þó að fundirnir séu óformlegir. - ebg Háskólakennarar Hafa 3 daga í verkfallsboðun KJARAMÁL Engir fundir hafa verið hjá samninganefnd flug- vallarstarfsmanna og Isavia hjá ríkissáttasemjara um helgina. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til verkfalls næstkomandi þriðju- dag ef samningar nást ekki. Búist er við því að seinkun á flugi vegna verkfalls geti numið allt að fjórum klukkustundum. Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna rík- isins, segir að fundað verði áfram í dag, mánudag. - ssb Flugvallarstarfsmenn í verkfall: Ekkert fundað um helgina VIÐSKIPTI Samtök atvinnulífs- ins hafa gefið út bækling með tíu leiðum fyrir Ísland til að verða aftur eitt samkeppnishæfasta land veraldar. Meðal ráða samtakanna er að stuðlað verði að afnámi gjaldeyris- hafta, mótuð verði ný peninga- stefna og að betri árangur náist í fjármálum hins opinbera. Samtök atvinnulífsins vilja jafn- framt að skattar verði lækkaðir og útgjöld ríkis og sveitarfélaga verði dregin saman. Þá leggja samtökin til að námstími frá grunnskóla til framhaldsskóla verði styttur um tvö ár. Fram kemur í bæklingnum að samneysla sé með hæsta móti á Íslandi en Samtök atvinnulífsins vilja auka vægi einkareksturs og minnka opinberan rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi sagt við kynningu tillagnanna að stefnumörkun samtakanna væri rökrétt og vel framkvæmanleg. - ssb Samtök atvinnulífsins vilja að Ísland nái aftur vopnum sínum í viðskiptalífinu: 10 leiðir til að verða best í heimi BOLTINN HJÁ OKKUR Sigmundur Davíð vill gjarnan koma íslandi í fremstu röð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚKRAÍNA Fylgismenn rússneskra stjórnvalda brutust inn í stjórn- sýslustofnanir í þremur borgum Úkraínu í gær. Mestu óeirðirnar áttu sér stað í borginni Donetsk, þar sem stór hópur safnaðist saman á torgi í miðbænum og réðst inn í borgar stjórnarskrifstofurnar. Eftir átök við óeirðalögregluna komst hópurinn inn í bygg- inguna, flaggaði rússneska fán- anum og hengdi borða á húsið. Talið er að um þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum og í gærkvöldi voru enn hundrað manns inni í byggingunni. - ebg Rússar mótmæla í Úkraínu: Brjótast inn í stofnanir SPURNING DAGSINS Kringlunni heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.