Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA varagloss á augu og kinnar til að fá glans og til að finna sinn eðlilega kinnalit væri gott að klípa aðeins í kinnarnar og sjá þá hvernig litur kemur, það væri náttúrulegur litur hvers og eins. Hún bætti því svo við að þær konur sem eru með feita húð væru heppnar því með aldrinum verða þær minna hrukk- óttar en þær sem eru með þurra húð. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir GLITRANDI Hér er fyrirsætan Hilary Rhoda í fallegu, kóngabláu dressi frá Jason Wu. Peysan fer vel við gegnsætt pilsið sem er skreytt með glitrandi pallíettum. KLASSÍSKUR KJÓLL Millie Mackintosh er ein af þeim sem fallið hafa fyrir gegnsæju tískunni. Hér er hún í svörtum kjól með klassísku sniði. MYNDIR/GETTY LÁTLAUS Leikkonan Rachel Weisz tók sig vel út í þessum látlausa kjól en gegnsæi hluti hans lífgar upp á hann. Förðunarfræðingurinn Bobbi Brown veit meira en flestir um hvað virkar í förðun. Hún var í við- tali við Emily Dougherty, ritstjóra tísku og fegurðar hjá tímaritinu ELLE, á dögunum ásamt Wey- lie Hoang, áhugamanneskju um förðun. Þær gáfu þar góð ráð varð- andi húðumhirðu og fleira. MATARÆÐI LYKILATRIÐI Lykilinn að fallegri húð sagði Bobbi vera að þrífa andlitið með hreinsiolíu daglega og borða hollt fæði. „Mataræði skiptir höfuðmáli þegar kemur að húðumhirðu. Og hvort sem þið trúið því eða ekki, þá hjálpar líkamsrækt líka.“ Hún bætti því við að einnig sé mikil- vægt að nota rakakrem sem hæfir húðinni. AÐEINS Í ANDLIT Bobbi sagði óþarfi að setja farða annars staðar en á andlitið, aldrei skyldi setja farða á háls eða bringu. „Ef það er nauðsynlegt er verið að nota rangan lit.“ GEFA VÖRUNNI TÍMA Þær Bobbi og Emily voru sammála um að til að komast að því hvort húðvara virkar eða ekki þyrfti að nota hana í þrjár til fjórar vikur áður en gefist er upp á vörunni. Notið fylgihluti til þess að draga athygli að förðuninni. „Ef þér finnst þú ekki geta notað ákveðinn augnskugga farðu þá í föt eða not- aðu skartgripi sem fara vel með litnum á augnskugganum,“ sagði Weylie. EKKI RAUÐUR FYRIR ALLA Bobbi Brown fullyrti að það væri til náttúrulegur varalitur fyrir alla en hún var ekki svo viss með rauðan varalit. „Ég trúi því ekki að það sé til rauður litur fyrir alla,“ segir hún. „Það er að minnsta kosti ekki til neinn fyrir mig. Ef þér líkar rauður þá er til rauður sem mun virka með þínu lita- rafti. En fyrir mér er rauður aðeins spurning um stíl.“ FEIT HÚÐ VIRÐIST YNGRI Bobbi sagði einnig að það væri sniðugt að nota glært FEGRUNARRÁÐ BOBBI Bobbi Brown segir lykilatriði í húðumhirðu að nota hreinsiolíu daglega, borða hollt og hreyfa sig. BOBBI BROWN Bobbi Brown er þekkt fyrir förðunarvörur sínar sem seldar eru út um allan heim. MYND/GETTY GLÆSILEGA GEGNSÆ SUMARTÍSKAN Hver stjarnan á fætur annarri hefur sést spóka sig um í gegnsæjum kjólum eða pilsum undanfarið. Þessi tíska er sérstak- lega hentug nú þegar sumarið er á næsta leiti og hægt er að láta goluna leika um líkamann án þess að krókna úr kulda. FÍN Í HVÍTU Leikkonan Jeanine Mason mætti í þessum fallega, hvíta kjól á MTV-kvik- myndaverðlaunahá- tíðina í Los Angeles um miðjan apríl. KLÆÐIR EKKI ALLA Bella Thorne tók áhættu með því að klæðast þessum húðlita, gegn- sæja kjól. Skiptar skoðanir eru á því á meðal tískuspekúlanta hvernig til tókst. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.