Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Það er eftirsóknarvert að klæðast íslenskri fata-hönnun og bera sérsmíðað,
íslenskt skart,“ segir Fjóla Guð-
mundsdóttir hjá Handverki og
hönnun. „Íslensk hönnun er bæði
framsækin og flott og íslenskir
hönnuðir skapandi og fljótir að
tileinka sér nýjungar.“
Meðal þess sem gleður gests
augað á vorsýningunni í Ráð-
húsi Reykjavíkur verður hand-
unnið band, skartgripir, barnaföt,
trémunir, leðurvörur, skór og
fatnaður.
„Sýningin Handverk og hönn-
un sló strax í gegn þegar hún var
fyrst haldin árið 2006 og aðsókn-
in hefur vaxið stöðugt síðan. Í
boði hverju sinni er takmark-
aður fjöldi sýningarplássa og er
valið inn af faglegri valnefnd sem
gerir miklar gæðakröfur til hönn-
uða. Afraksturinn er því einstök
sýning á íslensku handverki, list-
iðnaði og hönnun,“ segir Fjóla.
Sýningin er nú haldin í ellefta
sinn.
„Upphaflega var blásið til
Handverks og hönnunar einu
sinni á vetri en fyrir þremur
árum var aðsóknin orðin svo
mikil að ákveðið var að bæta
við vorsýningu. Hún litast mjög
af árstíðinni, hefur yfir sér létt
og skemmtilegt yfirbragð með
litríkari vörum og heillandi
sumarstemningu,“ segir Fjóla
um sýninguna sem hefur fest sig
rækilega í sessi.
Á vorsýningunni nú sýna
tæplega fjörutíu hönnuðir, þar af
sextán í fyrsta sinn.
„Fyrir hönnuði felst mikið
tækifæri í því að ná til jafn mikils
gestafjölda og kemur í Ráðhúsið
yfir sýningardagana. Þannig
koma meðal annars þrír íslenskir
hönnuðir sem starfa í París,
London og Danmörku til að
kynna Íslendingum hönnun sína.“
Á sýningunni verður einnig
kynning á hugmyndafræði MAKE
by Þorpið og þjónustu við skap-
andi fólk á Austurlandi.
Hægt er að skoða kynningu
á öllum þátttakendum á www.
handverkoghonnun.is/radhusid.
Sýningin verður opnuð í Ráð-
húsinu fimmtudaginn 15. maí
klukkan 16 og stendur til mánu-
dagsins 19. maí.
Allir eru velkomnir og er að-
gangur ókeypis.
ÍSLENSKA TÍSKAN
HÖNNUN Vorsýning Handverks og hönnunar verður haldin í Ráðhúsi Reykja-
víkur dagana 15.-19. maí. Þar gefst einstakt tækifæri til að skoða íslenska
hönnun og handverk og kynnast listamönnunum á bak við sköpunarverkin.
PUUKI
HALLDÓRA
FJÖRUPERLUR
DJULSDESIGN
ÞÓRA BJÖRK SCHRAM
NOSTRUM
Sjá fleiri myndir á
Ný sending af flottum sumarkjólum
20% afsláttur
FYRIR VEISLUNA
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is