Fréttablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 50
8. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
LÍFIÐ
TREND Á TWITTER
Kassmerkið #12stig fór á fl ug
þegar Pollapönk keppti í fyrri
undankeppni Eurovision.
Strákarnir sungu sig í úrslit
og því ljóst að Twitter logar
enn skærar á laugardags-
kvöldið þegar þeir freista
þess að vinna Eurovision
fyrir hönd okkar Íslendinga.
Nú er sólin loksins farin að láta sjá sig hér á landi og því ekki úr vegi
að draga fram sumarklæðnaðinn og sóla sig í góðra vina hópi.
Í ár koma litrík og skemmtileg úr sterk inn í sumartískuna og geta
flott úr gert mikið fyrir heildarsumarútlitið.
Hér eru nokkrar hugmyndir að flottum og flippuðum úrum sem stela
ekki aðeins athyglinni heldur tryggja það að þú sért ávallt „fashio-
nably late“.
Fimm fl ippuð og
falleg úr fyrir sumarið
Það er um að gera að lífga upp á sumardressið með
skemmtilegum fylgihlut– til dæmis litríku úri.
Bobby Breiðholt
@Breidholt
Nú er mál að opna mexí-
kóska kjúklingastaðinn Pollo
Pönk. #12stig
Pétur Jónsson
@senordonpedro
Hollenska lagið var samið af tón-
listarfólki, hún kann að syngja og
er sæt. Þetta á engan séns, burtu
héðan! #12stig
Bergur Ebbi
@BergurEbbi
Miðað við fordómastuðulinn í
#12stig eru Íslendingar ekki alveg
að meðtaka boðskap eigin lags
Björn Bragi
@bjornbragi
Hvar erum við að fara að halda
keppnina á næsta ári??? #12stig
Örn Úlfar Sævarsson
@ornulfar
Þetta er ekki kvöldið sem Óttarr
Proppé byrjar að tapa kosningum
#12stig
Atli Fannar
@atlifannar
Ha? Ljóshærð ung kona að
keppa fyrir hönd Svíþjóðar í
Eurovision? Hvað næst? Teknó
frá Austur-Evrópu? #12stig
SWATCHLEGO WATCHES
MISS
SELFRIDGE
KATE SPADE
ADIDAS
Götudansmenningin á Íslandi fer
ört vaxandi og þá ekki síst vegna
nýjasta popping-dans æðisins og
sigurvegara í Ísland Got Talent
sem sérhæfir sig í slíkum dans-
sporum. Sjálfur segist Brynjar
Dagur vonast til þess að sjá
danssenuna stækka enn meira.
„Ég er búinn að heyra að fullt af
yngri krökkum sem sáu atriðið
í þættinum ætli að reyna fyrir
sér í popping,“ segir Brynjar
Dagur. „Ég held að atriðið hafi
vakið athygli á þessu og ég vona
að margir muni byrja að poppa.“
Brynjar Dagur lærði umræddan
dansstíl hjá Brynju Péturs í götu-
dansskólanum hennar.
„Popping-tæknin er í grunn-
inn bara vöðvastjórnun,“ segir
Brynja. „Þú spennir og sleppir
vöðva. Þú ert að þjálfa þannig
að ‘hittin’ þín verði eins sterk og
hægt er.“
Svonefndur popping-dansstíll
varð til á vesturströnd Banda-
ríkjanna í lok sjöunda áratug-
arins og var mikið dansaður við
fönk- og raftónlist. „Nú í dag eru
dansararnir líka farnir að dansa
við dub step, eins og Brynjar gerði
í Ísland Got Talent,“ segir Brynja
sem hefur verið að kenna götu-
dans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði
að kenna popping í fyrra, síðan
hef ég fengið erlenda gestakenn-
ara frá New York sem eru bæði
upprennandi dansarar og stór
nöfn,“ segir Brynja.
Einn gestakennaranna var götu-
dansarinn Android sem kenndi
Brynjari Degi fyrstu popping-
sporin. „Ég lærði mikið af honum,
síðan hef ég líka fengið kennslu
hjá Buddha Stretch, Munk og Hur-
ricane í gegnum Brynju,“ segir
Brynjar og bætir því við að hann
dansi örlítið öðruvísi útgáfu af
dansstílnum en vant er. „Alvöru
popping er svona búggalú í mjöðm-
unum og stórar hreyf ingar, en ég
er meira í róbót og minni hreyf-
ingum,“ segir ungi dansarinn en
Brynja Péturs segir að hver dans-
ari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur
inn í samfélagið og þinn persónu-
legi stíll skiptir svo miklu máli,
þú ert að læra að vera sterkur
einstaklingur í dansi.“ Áhuga-
sömum er bent á dansskóla Brynju
Péturs en þar geta nemendur
lært flestallar stefnur götudans-
ins. Aðspurður hvort hann fari að
setja sig í kennarahlutverkið seg-
ist Brynjar Dagur fyrst þurfa að
fræðast og læra meira um stefn-
una. „En það væri mjög gaman að
kenna.“ baldvin@frettabladid.is
Gróska í götudansinum
Nýjasta æðið á Íslandi er svonefndur popping-dans en Brynjar Dagur Alberts-
son, sigurvegari í Ísland Got Talent, æfi r dansstílinn í dansskóla Brynju Péturs.
SIGURVEGARI Brynjar Dagur vill vekja athygli á popping-dansstílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
HRESSIR DANSARAR Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda
sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent. MYND/EINKASAFN
Popping er götudansstíll upprunninn í Kaliforníu í lok sjöunda áratugarins.
Dansarar spenna og sleppa vöðvum í höndum og fótum til þess að fram-
kalla „popping“-hreyfingarnar. Einnig er sérstök tækni lærð til þess að
einangra ýmsa hluta líkamans eins og höfuð, brjóstkassa og mjaðmir
sem framkalla nokkurs konar sjónhverfingu. Þessar hvössu hreyfingar eru
speglaðar með „waving“ þar sem líkami dansarans verður undirlagður af
bylgju, til dæmis frá hægri hendi til vinstri handar eða frá toppi til táar.
Einn helsti áhrifavaldur dansstílsins er Michael Jackson en hann lærði
hjá þekktum dönsurum á borð við Pop N Taco sem er höfundur margra
þeirra dansspora sem einkenndu Jackson. Má þar nefna sparkið fræga og
„moonwalkið“ en það spor kallast á fagmáli „backslide“ og var gert löngu
fyrir tíma Michaels.
Hvað er popping?
Ég er búinn að heyra að
fullt af yngri krökkum sem sáu
atriðið í þættinum ætli að
reyna fyrir sér í popping.
sunnudaginn 11. maí kl. 11
GÖNGUM
SAMAN
AKUREYRI BORGARNES
EGILSSTAÐIR HÖFN
HVERAGERÐI ÍSAFJÖRÐUR
NESKAUPSTAÐUR REYÐAR-
FJÖRÐUR REYKJANESBÆR
REYKJAVÍK SEYÐISFJÖRÐUR
SIGLUFJÖRÐUR STYKKIS-
HÓLMUR VESTMANNAEYJAR