Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.04.1976, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.04.1976, Page 1
vréttfr 3. árg. Fimmtudagur 29. aprfl 1976 15. tbl. Hljómleikar Að undanförnu hefur Samkór Vestmannaeyja æft af krafti fyrir hljómleikahald, sem hefjast mun á morgun. föstudaginn 30. aprfl, kl. 9 eh. Efnisvai er úr ýmsum áttum, s. s. þáttur úr óperunni Amahl og næturgestirnir, Heima eftir Oddgeir Kristjánsson og nútfmaverk eftir stjórn- andann, Sigurð Rúnar Jónsson. Kórnum til aðstoðar, með undirleik, verða Guðmundur Guðjónsson, organisti. hljómsveitin Logar og felagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Þá koma einnig fram einsöngva rar. Eins og fyrr segir, eru fvrstu hljómleikarnir annað kvöld, föstud., en næstu hljómleikar verða á laugardag, L maf kl. 5 sfðdegis. ,, Skó (c i<la yur“ í?'a r n askó (a n s Ferjan sjósett A morgun verður nýja ferjan sjósett. Hún er smfðuð hjá Sterkoderskfpasmíðastöðinni f Kristi ansund f Noregi. Gert er ráð fyrir að ferjan' verði afhent tilbúin þann J5. júnf n. k. Mun hún þá væntanlega koma hingað til Eyja um 20. júnf. Nýja skipið mun geta flutt um 150 farþega f hverri ferð og 75 tonn af vörum, ásamt 20 bif- reiðum. Ef ekki er um vöruflutninga að ræða, þá getur ferjan flutt 40 bifreiðar. Nýja ferjan mun daglega ganga til Þorlákshafn- ar og er áætlað að ferðin taki 2 til 2 1/2 tfma. Þegar er byrjað að undirbúa aðstöðu fyrir skipið hér f Eyjum og stefnt er að þvf, að að- staða verði einnig fyrir hendi f Þorlákshöfn, er skipið kemur til landsins. Friðrik Oskarsson hefur verið ráðinn forstjóri fyrir nýja skipið. Vélstjóri hefur einnig verið ráðinn og er það Steingrfmur Haraldsson. Tsfð- ustu viku var gengið frá ráðningu skipstjóra. Jón Eyjólfsson var ráðinn af meirihluta stjórnar Herjólfs hf. En eins og kunnugt er, stóð valið á milli hans og Guðjóns Petersen fyrst og fremst. Heimamenn komu ekki til greina. Blaðiþ fagnar þeim merka áfanga, sem nú er að nást til verulegra úrbóta f samgöngumálum okkar Eyjarskeggja. Sunnudaginn '6. ma f mun Ba rna skólinn skipu- leggja fjölbrevtta dagskrá við allra hæfi. Þann dag mun árleg sýning á vinnu nemenda verða f skólanum, sérstök æskulýðsguðsþjónusta f Landakirkju, skemmtidagskrá f Félagsheimil- inu eða Samkomuhúsinu og útiskemmtun á skóla- lóðinni. A innidagskránni verður m.a. fluttur þáttur úr "Dýrin f Hálsaskógi" (brúðuleikhús), skólakórinn syngur, nemendur leika á hljóðfæri, fimleikasýning og ýmiskonar glens. A útiskemmtuninni mun Lúðrasveit Vestmanna evja leika og keppni verður f blaki milli liða frá nemendum, kennurum og foreldrum. r stórum dráttum verður dagskráin þannig: kl. 10 - 20 Sýning á vinnu nemenda kl. 11 Guðsþjónusta f Landakirkju kl. 13 Inniskemmtun kl. 16 Utiskemmtun "Skóladeginum” mun ljúka kl. 20.00 með lok- un skólasýningarinnar. Er það von allra, semað undirbúningi standa, að bæjarbúar fjölmenni á alla þætti dagskrárinnar. (F r étta ti Ikynning). □ ia ca ki ca la GD ca la ca K1 GD ca Nvkomið URVAL BORÐ- OG STANDLAMPA URVAL FERMINGARGJAFA HIN SIVINSÆLA OSTER-HRÆRIVEL KOMIN AFTUR NYJU rSLENZKU PLÖTURNAR MEÐ BG OG INGIBJÖRGU OG EINARI VIL- BERG KOMNAR. □ C3 GP C3 ca Kf Kl ca ca ca ca ca ca

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.