Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 16
Sullúrið Jólasaga $yrir börnin Eiríkur litli var duglegur drcngur, sem hjálpaði pabba og mömmu vel, og þó að hann vœri ekki nema 13 ára, gat hann bæði passað litlu syst- kinin sin, mjólkað geitina og hlaðið brenni í kesti. Pabbi hans var brenni- höggvari og barðist i bökkum með að hafa ofan i sig og fólk sitt að borða. Veturinn lagðist snemma að og fyrstii skíðagestirnir voru . komnir á gisti- húsið. Það lá illa á Eiriki. Hann heyrði nefnilega pabba og mömmu tala um, að þetta árið yrðu engin ráð með að halda jólahátíð, því að þau ættu ekki einu sinni peninga fyrir nauðsynleg- asta fatnaði. Eirikur fór nú að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti unnið sér inn peninga til að halda jólin. Svo datt honum nokkuð í hug. Án þess að láta nokkurn heima hjá sér vita, fór hann á gistihúsið og spurði hvort hann gæti ekki hjálpað til þar. Það fór svo að nóg var handa honum að gera. Á hverjum morgni fór hann á fætur áður en pabbi hans vaknaði, setti á sig skiðin og fór i gistihúsið og mok- aði snjó og burstaði skóna gcstanna. Þegar þetta var gcrt flýtti hann sér heim, til þess að foreldra hans skyldi ekki gruna neitt. Eirikur varð fljótt vinsæll, hann kynntist lika jafnöldrum sinum meðal gestanna og kenndi þeim margt við- vikjandi skiðagöngu, þvi að þar var hann þeim miklu fremri. Skankalangi Jan. sem átti heimsins bestu skiði, var alltaf að kútvcltast í snjónum, en átti bágt með að fara að ráðum fátæka drengsins. Hann varð gulur af öfund, þegar hann sá Eirík koma brunandi i svigi niður hliðarnar, að aflokinni vinnu. En nú varð Jan innkulsa af öllum veltunum i snjónum og lá i nokkra daga. Einn daginn var Eirikur send- ur til hans með heitt vatn. Hann starði á allt fallega dótið, sem var kringum Jan, og meðal annars gullúrið, sem hann hafði fcngið í jólagjöf, fyrir sig fram. Meðan Jan var að þvo sér bjó móðir hans um rúmið og Eirikur tók ösku úr ofninum. Og siðan fór hann heim, alveg ringlaður af öllu þessu dýrmæti, sem hann hafði séð. Morguninn eftir, þegar Eirikur kom á gistihúsið til morgunsnúninganna, var honum tekið með ónotum og kulda. Honum var skipað að fara inn til gistihússeigandans, scm hafði ver- ið honum svo góður. En nú var hann byrstur og bar það á hann, að hann hefði stolið gullúri Jans. Það var horf- ið. Og nú hótaði hann Eiriki lög- reglunni, ef hann meðgengi ekki undir eins. Eiríkur var eins og þrumu lost- inn og sór og sárt við lagði, með tár- in i augunum, að hann væri saklaus. Gistihúsleigandinn lét það ckki duga og fór með honum heim, til þess að tala við foreldra hans. Þó að Eirikur hefði góða samvisku, var hann í öng- um sinum út af þessu, ekki síst vegna þess að nú var búið með atvinnuna á gistihúsinu. Og hvernig átti hann nú að eignast peninga fyrir jólagjöfum. Foreldrar Eiriks urðu heldur döpur þegar þau heyrðu að hann væri grun- aður um þjófnað, — þau vildu ekki trúa þvi, að hann gæti lagst svo lágt. En hins vegar urðu þau hissa á þvi, að hann skyldi hafa fengið sér at- vinnu að þeim forspurðum. Gistihús- eigandinn gaf þeim tveggja daga frest. til þess að fá drenginn til að með- ganga, annars yrði hann að íeita á náðir lögreglunnar og fá liana til að skerast í málið. Hann vildi ógjarnan láta óorð komast á gistihúsið sitt. — Þetta urðu dapurlegir dagar hjá Eiríki litla. Áform hans um að geta keypt jólagjafir handa foreldrum sin- um var að engu orðið, og hann hafði verið brennimerktur sem þjófur, sjálfum sér og foreldrum sinum til óbærilegrar skapraunar. Nú var aðfangadagurinn kominn, fresturinn var útrunninn. Og þegar drepið var á dyrnar hrökk Eirikur við eins og fælinn hestur. — Nú mundi gistihúseigandinn auðvitað vera kom- inn með lögregluna til að sækja hann. Jú, þetta var gistihúseigandinn, en með honum var Jan, sem brosti vand- ræðalega. Eirik langaði mest til þess að leggja á flótta, en Jan hljóp til hans, tók í höndina á honum og með tárin i augunum bað hann Eirik að fyrirgefa sér, að hann skyldi hafa grunað hann um þjófnað. „Littu á, Eiríkur,“ sagði hann, „úrið mitt, sem ég liafði lagt frá mér, hvarf mcðan þú varst inni hjá mér, og ég gat hvergi fundið það, — þess vegna hélt ég að þú hlytir að liafa tekið það. En i dag þegar ég ætlaði á skiði i fyrsta sinn eftir leguna og var að fara i skiða- stigvélin, fann ég það þar. Þá skild- um við að manima hefði ýtt við þvi þegar hún var að búa um rúmið og það hafði dottið ofan i stígvélið. Eg veit ekki hvernig ég á að geta bætt fyrir þetta. Eirikur, en nú langar mig til þess að þú viljir taka við úrinu scm gjöf frá mér. Eirikur kinkaði bara kolli, hann var svo hrærður að hann kom ckki upp nokkru orði. Gistihúscigandinn, sem hafði rétt mömmu Eiriks körfu með ýmsu góð- gæti í. kom nú til drengjanna. „Það var gott að þetta komst upp, Eirikur,“ sagði hann, „og mér er óskiljanlegt að mér skyldi nokkurn tima detta i hug að það gæti verið þú, sem hefðir tekið úrið. Eg vona að þú fyrirgefir mér að ég skuli nokkurn tima hafa grunað þig, og að þú komir nú aftur til okkar og hjálpir okkur, þvi að jafn lipran og duglegan dreng hefi ég aldrei haft, Og hérna er kaupið þitt fyrir þann tima, sem þú hefir verið hjá mér,“ bætti hann við og rétti Eiriki umslag með 100 krónum. Eirikur Ijóm- aði af ánægju. Hann þakkaði gistihús- eigandaum og um leið og hann kvaddi Jan hvislaði hann að honum: „Eg tek ekki við úrinu nema með þvi skil- yrði að ég megi kenna þér að ganga almennilega á skiðúm. Við skulum hyrja á morgun.“ Og Jan féllst á það allshugar feginn. SKAKMENN ! SKÁKMENN ! Jólahraðskákmót Tafl- félags Vm verður haldið fimmtud. 27. des. n.k. og hefst kl.20.00 í Alþýðu- húsinu. - Öllum er heimil þátttaka. Taflfélag Vestm.eyja. Ver ðlaunahafar íjóla- getraun J.C. V. Eftitaldir krakkar drógust sem vinn- ingshafar í Jólagetraun JCV. Munu þeir fá afhent verðlaunin á aðfangadag. Kjartan Ólafsson, Vestmannabraut 63A Guðrún Steingrímsdóttir, Faxastíg 39 Einar Atlason, Foldahraun 39A Ósk Rebekka Atladóttir Foldahraun 39A Jón Högni Stefánsson, Heiðarvegi 30 Snorri Jónsson, Hrauntúni 25 Laufey Óskarsdóttir, Dverghamri 12 Gunnar Örn Ingólfsson, Fjólugötu 4 Sigurður Óli Guðnason, Brimhólabraut 30 Stefanía Ársælsdóttir, Faxastíg 34

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.