Fréttir - Eyjafréttir - 20.12.1979, Blaðsíða 18
r
v
HVAÐ ER BLÓÐGJÖF?
HVERS VEGNA ER
FÓLK MEÐ MISMUN-
ANDI HÖRUNDSLIT?
N.-Evrópubúar eru stundum
nefndir „bleikskinnar'1 vegna hins
hvíta hörundslitar. í V.-Afríku búa
hinir svörtu og í A.-Asíu þeir gulu.
Meirihluti mannkyns er þó hvorki al-
veg hvítur, svartur né gulur, heldur
eru fulltrúar hundraöa lita allt frá
Ijósrauðu í kaffibrúnt.
Hver er ástæðan fyrir því að fólk
f.efur svo fjölbreytilegan hörundslit?
Skýringin liggur í fjölda efnafræði-
legra breytinga sem eiga sér stað í
hkamanum og hörundi hans.
í hörundsvefjunum eru „litblendi''
sem nefnast chromgen, og eru í sjálfu
sér litlaus. En þegar vissir hvatar eða
enzymar verka á þau, verða áhrifin
hins vegar þau, að hörundið fær al-
veg ákveðinn lit.
Ef manneskja hefur ekki í sér þessi
chromogen eða hvatar þess verka
ekki á þau, verður viðkomandi algjör
hvítingi (albínó). Hvítingjar geta fæðst
hvar sem er í heiminum. Meðal svört-
ustu negra Afríku þekkjast albínóar,
sem eru hvítari en nokkur hvítur
maður!
Án nokkurs litarefnis væri húð okk-
ar nær mjallahvít, en því varnar þó
gulleitur blær sem í henni er, svartur
sem orsakast af smáögnum er nefn-
ast melanin, og rauöur frá blóðinu.
Hörundsliturinn orsakast af því,'
hvernig þessi 4 litarefni blandast í
húðinni, en það getur verið í óteljandi
afbrigðum, þó einn meginlitur ráði.
Sólbirta getur myndað melanin —
svarta litarefnið — og fólk í hitabelt-
islöndum hefur því dekkri hörundslit
en íbúar norðlægra svæða. Dveljumst
við hins vegar lengi í kröftugu skini
sólar, sjá útfjólubláir geislar hennar
fljótlega fyrir því að gera okkur fagur-
lega sólbrún.
í dag vitum við að dýr af einni teg-
und — og maðurinn er ..sértegund"
— þolir ekki blóð úr annarri tegund.
Blóð úr annarri tegund vinnur blátt
áfram sem eitur og orsakar venjulega
dauða. í fyrri heimsstyrjöldinni voru
gerðar margar blóðgjafir, því þá vissu
menn þó, að óhætt var að færa blóð á
milli sumra manna. Þessi þekking
leiddi til þess að rannsóknarstofum
tókst að greina blóð í ákveðna flokka
O, A, B og AB.
Læknavísindi nútímans hafa
„blóðbanka" þar sem reynt er að eiga
fyrir hendi allar blóðtegundir, ef til
þarf að taka í skyndi, og framleiða nú
einnig „blóðplasma". Það er hinn
fljótandi hluti blóðsins, sogæðavökv-
inn, sem er greindur frá blóðkornun-
um og frystur. Með þurrkunaraðferð
er því svo breytt í duft og sett í inn-
siglaðar umbúðir ásamt geymi með
dauðhreinsuðu vatni.
Ef þörf er á blóði, breytir vatnið
„plasmanu" aftur í sitt upprunalega
fljótandi ástand. Þar sem „plasmað"
er laust við blóðkornin hefur blóð-
flokkurinn ekkert að segja — það er
hægt að nota viö hvaða sjúkling sem
er.
Maður getur þurft á blóðgjöf að
halda af ýmsum ástæðum. Maður
sem verður fyrir slysi, fær innri blæð-
ingu eða sjúklingur sem þarf að gera
mikla skurðaðgerð á — í slíkum til-
fellum getur verið gott og jafnvel lífs-
nauðsyn að framkvæma blóðgjöf —
þ. e. að færa blóð frá annarri mann-
eskju yfir í sjúklinginn.
Hugmyndin um blóðgjöf er ekki ný.
Árið 1654 framkvæmdi ítalskur læknir
Francésco Folli, blóðtilfærslu milli
dýra. Síðar voru gerðar tilraunir með
að færa blóð úr dýrum yfir í mann-
eskjur, en það gaf ekki góðan árang-
ur.
Um 1650. Flutningur á blóðl úr lambi.
Læknirinn tll vlnstri tekur manninum blóð,
til að rýma fyrir blóðl lambsins. Tll hægri:
Nútíma aðferð vlð blóðgjöf á skurðstofu.
Hver á hvaö?
Hér fór það svipað og hjá
Bakkabræðrum að þessir menn
þarna á myndinni rugluðu saman
fótum sínum og voru svo í vand-
ræðum að þekkja þá aftur. —
Getið þið hjálpað þeim.