Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 5
FRÉTTIR VIKUBLAÐ Ur skýrslu sjóslysanefndar Nýlega kom út skýrsla Rannsóknarnefndar sjó- slysa. Þar segir m.a.: í inngangi: ,,Á árinu 1980 fórust 6 bátar og 1 trilla og með þeim 14 menn, en á árinu 1979 fórust 5 bátar með 15 mönnum. Hér er um að ræða alvarlegt mál, sem krefst rækilegrar umhugsunar, svosem vikið var að í síðustu skýrslu. Oyggjandi orsakir er auðvitað erfitt að finna, þar sem engar spurnir er yfirleitt að hafa um það, hvernig slys þessi ber að höndum, en ýmislegt má geta sér til. Sjósókn á smærri bátum er ætíð hættuleg. Til umhugsunar er, hvort banna eigi netaveiðar á litlum bátum yfir vetrartímann. Varðandi það manntjón, sem orðið hefur við tap bátanna, er óhjákvæmilegt að benda á, að í öllum þeim tilvikum, þar sem áhöfnin ferst öll, sökkva gúmbát- arnir með bátunum. Slysin verða með svo snöggum hætti, að ekkert ráðrúm gefst til að ná til og losa gúmbátana og koma þeim í sjó. Ástæða er til að ætla a.m.k. í sumum þessara tilvika hefði orðið mannbjörg ef gúm- bátar hefðu losnað frá bátunum. Það er því enn sem fyrr eitt helsta áhugamál sjóslysanefndar að finna úrræði til að koma gúmbátunum í sjó með skjótari hætti en nú er unnt. STRÖND OG ÁREKSTRAR Enn einu sinni eru strönd og árekstrar áberandi þáttur í skýrslu nefndarinnar, en hér er um að ræða óhöpp, sem sýna ótvírætt skort á árvekni við siglingu. Ástæða er til að skjóta því til samtaka sjómanna, eink- um yfirmanna, að þau taki þessi mál sérstaklega til umræðu og meðferðar í því skyni að efla með mönnum ábyrgðartilfinningu á þessu sviði. Strönd á undanförnum miss- erum hafa sýnt okkur og sannað hve mikilvægar og lífsnauðsyn- legar eru vel þjálfaðar björgun- arsveitir Slysavarnafélags Is- lands, búnar góðum fluglínu- tækjum, meðfram allri okkar srandlengju. Er ljóst, að íengu má slaka í viðhaldi tækja eða þjálfun manna í því skyni að bjarga mönnum úr strönduðum skipum, enda hefur það ekki verið gert, sem betur fer. Á nýliðnum vetri hafa björgunar- sveitir SVFÍ dregið 21 mann í land með fluglínutækjum sínum úr strönduðum skipum. Þá er minnst á hífmgarslys, sem jafnan eru fyrirferðarmikil slys, sem verða við allskonar hífingar, við víra, net og vörpur. Þó segir í inngangi um mikilvægi öryggisbúnaðar: ,,Þvi miður er það áberandi að menn eru gjarnir á að trassa notkun ýmiskonar öryggisbúnaðar og hefur slíkur trassaskapur leitt af sér slys.“ Hér er t.d. átt við öryggishjálma og öryggisbelti með línu, sem einkum eru ætluð til notkunar um borð í skut- togurum. Þá er rætt í inngangi um gúmbáta og búnað þeirra og síðast en ekki síst er rætt um tilraunir með sjósetningarbúnað gúmbáta. Þar er lýst þeim frábæra búnaði, sem Sigmund Jóhannsson hefur hannað og útbúið. Þó segir í inngangi að samkomulag hafl verið gert við Sigmund um, að hann ynni áfram að þróun þessa búnaðar með það í huga að hann verði sjálfvirkur með öllu. Hefur hann nú hannað slíkan búnað, sem var reyndur og sýndur í Vest- mannaeyjahöfn í maí s.l. að viðstöddu fjölmenni. Er unnt að hafa slíkan búnað í skipum og bátum af öllum stærðum. Nefndin mun kappkosta að kynna þennan búnað og vinna að því að hann verði prófaður með það í huga, að hann öðlist viðurkenningu og verði fyrir- skipaður í báta og skip. Þá er rætt um gúmbáta yfir skutrennu togara, en þeir virka þannig, að sett eru handföng við spilin aftur á skipinu og verði maður var við, að maður fari aftur af skipinu, grípur hann í handfangið og fellur þá báturinn samstundis í sjóinn og blæs upp. Með þessum búnaði aukast mjög líkur á því að menn bjargist við þessar aðstæður.“ Að síðustu er í inngangi rætt um sjálfvirka neyðarsenda: „Reglugerð var sett um radíó- baujur fyrir gúmbáta 1. ágúst 1979 og áttu slíkar baujur að vera í öllum bátum, sem fluttir yrðu inn eftir 1. júní 1980. Nokkur óvissa hefur ríkt um framkvæmd á þessu, m.a. vegna ágreinings milli Siglingamála- stofnunar og Pósts og síma um viðurkenningu á á tækjum. Siglingamálastofnun viður- kenndi tæki, sem Póstur og sími taldi ekki fullnægja öllum skil- yrðum. en ráðuneyti ákvað að heimila viðurkenningu þeirra með undanþágu.11 Þá er kafli í skýrslunni sem nefnist Rannsökuð sjóslys. Þar er eftirtektarvert, að af 24 slysum sem nefndin hefur rann- sakað, eru 7 slys, sem hala orðið á bátum og skipum frá Vest- mannaeyjum. I þessum slysum slösuðust 3 menn, 6 menn fórust og 4 mönnum varð bjargað úr strönduðum báti. Að venju er í skýrslunni tafla um slys á sjó, sem byggð er á skýrslum um slys, sem bóta- skyld eru hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þar kemur fram, að 306 sjómenn urðu fyrir slysum á árinu 1980 og voru frá vinnu í 10 daga eða fleiri. Þar af voru 20 dauðaslys. Langflest slys verða á togskipum 100-150 brl. eða 104 slys þar af 1 dauðaslys. Næst koma togskip yfir 500 brl., 54 slys, en ekkert dauðaslys. Þá koma verðslunar- og varðskip með 43 slys, þar af 1 dauðaslys og netaveiðiskip yfir 100 brl., 32 slys og aþr af 2 dauðaslys. Á togskipum undir 100 brl. voru slys alls 21, þar af 8 dauðalsys, eða rúm 38% af slysum á þessum skipum voru dauðaslys, og er það langhæsta hlutfallið. Aðrar tegundir skipa voru með færri slys. Vert er að minnast á, að á Hvalskipum varð ekkert slys á árinu 1980. _ * Að endingu vil ég hvetja sjómenn, útgerðarmenn ogaðra, sem áhuga hafa á slysavörnum að lesa þessa skýrslu og aðrar, sem komið hafa út frá Rann- sóknarnefnd sjóslysa. Aí þeim getum við heilmikið lært, og þá er tilgangi hennar náð. Skýrsluna er hægt að íá hjá sjómannafélögunum og einnig er hún á Bókasafni Vestmanna- evja. S.Þ.S. Starfsstúlka óskast Óskum eftir að ráða starfsstúlku. Fimm tíma vaktir. Sumarstarf kemur ekki til greina. Upplýsingar veittar á staðnum. SKYLIÐ við Friðarhöfn. ORÐSENDING til kaupgreiðenda Þeir, sem enn hafa ekki skilað skýrslum um starfsfólk, sem vinnur hjá viðkomandi, eru góðfúslega beðnir að skila þeim til Bæjarskrifstofunnar eigi síðar en 22. júlí næstkomandi. BÆJARSJÓÐUR. Nýkomið Cheerios Cocoa Puffs Trix HOLAGOTU 28 Mikið úrval af erlendu kexi og sælgæti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.