Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1981, Blaðsíða 6
FRÉTTIR VIKUBLAÐ Hvers vegna Þjóðhátíð? Stundum er spurt: Hvers vegna kalla Vestmanneying- ar þessa sumarsamkomu sína í Herjólfsdal, Þjóðhátíð? Almenningur veit ekki hvaða toga þessi sérstæða þjóðhátíð okkar er spunnin. Þetta þarf ekki að vera svo undarlegt, því við Islend- ingar, flestir hverjir, höfum glatað meðvitundinni um okkar fyrstu þjóðhátíð, 5.-7. ágúst 1874, þegar minnst var eitt þúsund ára afmælis Islandsbyggðar og þá feng- um við okkar stjórnarskrá. Þá, árið 1874, var haldin vegleg Þjóðhátíð á Þing- völlum og hugðust margir Eyjabúar sækja þá hátíð. I þá daga var ekki hægt að stíga upp í flugvél og blaka sér á 20 mínútum til höfuð- borgarinnar. Þá var enginn Herjólfur sem plægði hafflöt- inn milli Eyja og lands. Þá var hinsvegar sem oftar slæmt í sjóinn við Vest- mannaeyjar, svo ófært var þeim litlu fleyjum, sem í þá daga fluttu fólk milli Eyja og lands. Eyjabúar komust því ekki á Þingvelli þetta herrans ár 1874. Þegar Eyjamenn hafa á annað borð ákveðið að skemmta sér og halda uppá fengna stjórnarskrá og þús- undára-afmælið, já þá halda Eyjabúar sína eigin þjóðhátíð í Herjólfsdal. Og enn, 107 árum síðar er haldin Þjóðhá- tíð í Herjólfsdal í Vestmanna- eyjum. ..... ^ Fyrsta skóflu- stungan í kl. 13.00 var áformað að taka fyrstu skóflu- stunguna að húsi Vernd- aðs vinnustaðar í Vest- mannaeyjum. Húsið verður byggt á gatnamótum Faxastígs og Hlíðarvegar. Sem kunnugt er, hefur talsvert fé safnast til þessarar byggingar, gefið af ein- staklingum og fyrirtækj- um. - NÝR LUNDI TIL SÖLU 5 krónur í fiðri - 7 krónur hamflettur. Upplýsingar í síma 1203 í matartímum. ... ■' Nýjar myndir vikulega Leigi einnig mynd- segulbönd. VTDEOBANKINN Dverghamri 32, sími 2502. ________ Þjóðhátíðarundirbúningur Fæstir, sem koma á Þjóð- hátíð Vestmannaeyja, gera sér í hugarlund, hvílíkt und- irbúningsstarf liggur að baki þá er sjálf hátíðin er sett og allir eru komnir í hátíðar- skap. Innan félagsins er kosin sérstök aðalnefnd sem hefur alla yfirstjórn á undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þessi nefnd tekur til starfa strax um áramótin og vinnur stanzlaust þangað til hátíðin er um garð gengin og öllum frágangi á hátíðasvæðinu í Herjólfsdal er lokið. Auk að- alnefndar eru svo fjölmargar aðrar ,,nefndir“ starfandi, s.s pallanefnd, skreytinganefnd, brennunefnd. Þá sjá sömu aðilarnir um sín ákveðnu verk ár eftir ár, eins og að sjá um merkingu gatna í tjald- borginni. Vinna í Herjólfsdal hófst um mánaðamótin júní -júlí og stendur sú vinna yíir allt fram að því, að hátíðin er sett. Mikill fjöldi félaga í Knatt- spyrnufélaginu Tý, vinnur mikið að undirbúningi og framkvæmd og er öll sú vinna lögð fram í sjálfboðavinnu. Aðalnefnd Týs 1981 skipa: Birgir Guðjónsson, Krist mann Kristmannsson, Rafn Pálsson, Sigurður Georgs- son og Sigursteinn Oskars- BÍÓ Fimmtudag kl. 8: Anne Hall með Woodie Allen Sýnd í allra síðasta sinn Klukkan 10: Hjónaband Maríu Brown Föstudagur kl. 20.30: The 39 Steps Hörkspennandi mynd. NÝI SALUR: Diskótekið Þorgerð- ur skemmtir frá kl. 9-2. Laugardagur: BÍÓ SALUR: Nú mæta allir í Höllina í þjóðhátíð- arskapi því hin geysi- vinsæla hljómsveit GRÝLURNAR sér um að allir skemmti sér frá 10-2. Komið, sjáið og sannfærist. NÝI SALUR: Diskótekið Þorgerð- ur skemmtir kl. 9-2. Húsínu lokað kl. 11.30, svo nú er um að gera að mæta snemma. Aldurstak- mark 20 ára. Snyrti- legur klæðnaður!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.