Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 2
FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR- FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR- FRÉTTIR fStr *&Str *2Str nl- | FRÉTTIR % Ritstjóri og ábm.: Guólaugur Sigurfisson Útgofandi: EYJAPRENT HF. Filmusotning og offsot-prentun: Eyjapront hf. Strandvogi 47, 2. hæfi Simi 98-1210 V, Reikningurinn umtalaði Eins og kunnugt er, birtu Fréttir grein um hitaveitureikninga fyrir nokkru og var henni svarað af Má Karlssyni, bæði í gegnum símann og eins með greinarstúf í næstu Fréttum á eftir. Okkur þótti ekki ástæða til að birta reikninginn fyrr en nú, þar sem orðin ein hefðu átt að nægja til sönnunar þess, að umræddur reikningur væri staðreynd. Ýmsir hafa komið að máli við blaðið og sagst hafa kannast við svipað, og enn aðrir voru fullir efasemda og vildu fá að sjá reikninginn. Hér er ljósmynd af reikningnum og getur því hver og einn séð hvemig hann er fram settur af Fjarhitun. Vonandi er að yfirvöld á þessum vettvangi taki nú slík mál fastari tökum, en láti ekki stjórnast af geðþóttaákvörðunum einstakra manna. Þótt ódýrara sé að kynda með hitaveitu en olíu í dag, skulum við hafa hugfast, að það eru fleiri hitaveitur á landinu, og þær þurfa meira segja að kaupa hitann fyrst og síðan endurselja. Alestur (AoTUJN) FASTAGJALO/ M4LALEIGA M>3 L 104 430 »0010 1300 Hl Relknlngur þesal glldlr ekkl sem kvlttun nema hann 8é etlmplaður af grelBslumdttakanda. *) Taxtl: SJé bakhllB. LooiS telSbelnlngar á bakhlRL 7250 942.50 6.30 948.80 948,80 VIÐ SKÁK BORÐIÐ Ekkert hik á ofanbyggjara Fimmtudaginn 3. des. s.l. fór fram 3ja umferðin hjá stigamönn- um. Kári Sólmundarson tefldi við Ágúst Ómar. Uppskipti i^ðu nokk- uð snemma og missti Ágúst þar skiptamun og náði sér aldrei eftir það, og andaðist í 39-unda leik. Arnar Sigurmundsson lék með svörtu á móti Jóni Pálssyni, sem lengi vel gaf ekkert eftir og fékk betra tafl út úr byrjuninni, en þegar nokkuð var liðið á skákina og Árnar búinn að jafna taflið, þá bauð hann Jóni jafntefli, en Jón leit ekki upp, því hann var þungt hugsi og þetta tilboð fór alveg framhjá honum. Arnar hélt nú að Jón hefði engan áhuga á þessu boði og nú fór hann að herða sig í sókninni sem hánn mátti og þar kom að Jón varð að láta í minni pokann og gafst upp. Heyri ég, ekki er að heyra, sagði kerling. “ Undirritaður tefldi með svörtu á móti Sævari Halldórssyni og fékk heldur rýmra tafl og náði nokkurri sókn á kóngsvæng sem ekki tókst þó að fylgja nógu vel eftir, og tapaði upp úr því manni. En Sævar var með miklu lakari tíma og fann ekki réttu leiðina og féll á tíma eftir rúmlega 70 leiki. Lánið er valt og lukkan hál. Það sem kom mest á óvart i þessari umferð var að Páll Ámason lagði Guðmund Búason með snið- glímu á loft í aðeins 26 leikjum. Páll hafði hvítt og tefldi líkt og Kaspa- rov! Guðmundur sá aldrei út fyrir borðstokkinn í þessari hörkuskák. Sakist flest um síðir. Fjórða umferð stigamanna. Guðmundur Búason hafði nú hvítt á móti Sævari Halldórssyni og nú var ekkert hik á ofanbyggjar- SÝNING í GALLERÍ LANDLYST Dagana 11., 12. og 13. desember nk. heldur Skúli Ólafsson mynd- listarsýningu í Gallerí Landlyst, sýningin er opin alla dagana frá kl. 14-22. Skúli sýnir þar 22 verk. klippimyndir, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Skúli stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla íslands á árunum 1972 - 1977. Þetta er fyrsta einka- sýning hans en hann hefur áður tekið þátt.í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Fram (til) sóknar Framsóknarblaðið sendir Fréttum kveðju sína í gegnum grein til Sigurðar Jónssonar í síðasta tbl. sínu, og segir þar að Sigurður hafi aðgang að Frétt- um. Það er mikið rétt, að Sigurður hefur aðgang að Fréttum, en það hafa líka allir bæjarbúar, hvar í flokki sem þeir standa, meira að segja Framsóknar- menn. Hefði hyggjuvitinu verið beitt í umræddri grein í Fram- sóknarblaðinu, mætti heldur kalla Fréttir þar annað Fram- sóknarblað, því það er vissulega blað, sem nú sækir fram. Á- stæðan er fyrst og fremst sú, að þar hafa allir aðgang að og þurfa ekki á eftir að ganga með pólitískan stimpil á rassinum, sem þeir þyrftu að gera, ef þeir skrifuðu í t.d. Framsóknar- blaðið. (Þá má vara sig!) g-s. - anum. Hann flæddi yfir líkt og þykk hraunelfa fyllti út víkur og voga og kaffærði Sævar í 38 leikjum. Flest allt það sem fer í kaf flýtur þó upp um síðir. Ölafur Hermannsson tefldi með hvítu á móti Jóni Pálssyni og lék e-4 síðan f-4, sem Jón drap nú en dró svo í land án þess að þurfa þess. En hann hresstist nú allur við er líða tók á leikinn og eitt sinn átti hann vinning í skákinni en í miklu tíma- hraki lék hann af sér tveimur peð- um. Öli átti líka leið til vinnings en sást yfir besta leikinn og þeir skildu jafnir. Margur er hrceddari en þarf. “ Arnar lék með hvítu á móti Páli Árna, sem var nú ekki svipur hjá sjón og er han tefldi á móti Guð- mundir Búasyni seinast. Nú tefldi hann mjög þröngt, og það má segja að hann hafi í 7-unda leik grafið sína eigin gröf með leiknum R-c7 og þarna hefði betur átt við: Frelsi er fé betra. í öðrum flokki hafa verið tefldar 3 umferðir og er staðan þannig: 1. Einar Birgir Einarsson 3 vinn. 2. Halldór Gunnarsson 3 vinn. 3. Jón M. Björgvinsson 1 vinn. 4. Sigurður Franz Þráinss. Ovinn. Þá er hér áframhald Haustskákar. Seinast lék hvítur í 23. leik e-6 og svartur leikur þá B-g5.24. DxD fxD 25. BxB Hfe8 26. f-4 H-có. Unglingaflokkamir eru enn að tefla inni í Félagsheimili og í næsta blaði munum við skýra frá stöðunni þar. 9. des. 1981, Sigmundur Andrésson. Ef ekki er auglýst þá gerist ekkert HAFÐU SAMBAND SÍMINN ER 1210 Str*Mtr áFRÉTTIRfe % VIKUBLAÐ T *$Str *PStr *?Str ÖFLUGT ÓHÁÐ BÆJARBLAÐ Fréttir koma út, sem aukablað, þriðjudaginn 22. desember. - Auglýsingar og efni þarf að hafa borist í síðasta lagi kl. 15.00 mánudag 21. desember. Frá innheimtu bæjarsjóðs Gjaldendur eru minntir á síðasta gjalddaga álagðra útsvara og aðstöðugjalda sem var 1. desember s.l. Jafnffamt ítrekum við tilmæli okkar til þeirra, sem enn skulda útsvör, aðstöðugjöld eða fasteignagjöld, að gera skil hið fyrsta, og bendum á, að dráttarvextir reiknast á öll vanskil 15. desember n.k. Innheimta Bæjarsjóðs. I TILEFNI FRAMSÓKNARBLAÐSINS: EFLAUST HEFUR EINAR HRESST EFNI AÐ FÁ í SNEPILINN. EN FJANDANS ÁRI FANNST MÉR KLESST, FRAMLEIÐSLAN ÞÍN, ANDRÉS MINN. Höfundur ókunnur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.