Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1981, Blaðsíða 3
FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR-FRÉTTIR Áætlun m/s Herjólfs jól og áramót um Aðfangadagur frá Vestmannaeyjum kl. 7,30 og frá Þorlákshöfn kl. 11,00. Jóladagur Engin ferð. Annar ióladagur frá Vestmannaeyjum kl. 7,30 og frá Þorlákshöfn kl. 11,00. Gamlársdagur frá Vestmannaeyjum kl. 7,30 og frá Þorlákshöfn kl. 11,00. Nýársdagur Engin ferð. Önnur áætlun óbreytt. - Upplýsingar í símum 1792 og 1433. HERJÓLFUR HF. Geir Jón Þórisson skrifar: Fjörugar umræður í bæj- arstjóm Síðastliðinn fostudag kl. 17.00var haldinn bæjarstjómarfundur og var mjög ánægjulegt að sjá að aukning hefur orðið á áheyrendum, frá því ég fékk síðast að sitja bæjarstjómar- fund. Vom átta manns á fundinum þegar flest var. ^ Meðal þeirra mála, sem rædd vora, voru m.a. fjármál og mynd- bandavæðingin (vídeó). Sigurður Jónsson, sjálfstæðisfl. kynnti tillögu Sjálfstæðismanna, sem fjallar um breytt vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlana bæjarsjóðs- Tillagan gerir ráð fvrir að láta Hefur þú athugað okkar verð á hveiti? Auglýsingar sími 1210 Allnokkrar umræður hafa orðið um hvort gera skuli breyt- ingar á Lögreglusamþykkt Vest- mannacyja um opnunartíma vinveitingahúsa, en eins og komið hefur fram í Fréttum bað Sam- komuhús Vm. um að breytingar yrðu gerðar í þá átt að hægt yrði að hafa opið til kl. 3 em. á vínveitingahúsum eða þar sem matur væri seldur. Formaður las upp úrskrift úr fundargerð bæjarstjórnar frá 6/11 1981, en nefndinni barst bréfið dags. 23/11. sl. þann 24. þ.m. Nefndin samþykkir eftirfarandi bókun: Það hlýtur að vera vilji bæjaryfírvalda að draga úr því böli sem áfengisneysla veldur. Það er því grundvallaratriði að gera ekki þær breytingar varðandi meðferð áfengis sem valdið geta aukinni áfengis- neyslu og þar með auknum vanda sem af henni leiðir. Aður en breyt- ingar eru gerðar þarf að rannsaka vandlega ýmsa þætti sem málið varðar miklu betur en áfengisvarn- arnefnd Vestmannaeyja hefur getað gert á svo skömmum tíma og má ekki í svo vandasömu máli og hér um ræðir flýta sér um of. A þessum stutta tíma hefur áfeng- isvarnarnefnd aflað sér eftirfarandi upplýsinga: Rannsóknarstofnun Ontavío-fylki í Kanada í áfengis- og fikniefnamálum. HRF. er vistasta stofnun sinnar tegundar í heim- inum. Hún hefur á að skipa færustu sérfræðingum, 750 manna starfsliði og vinnur í nánu samstarfi við heil- brigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna WHO. Stofnunin hefur lagt fram hugmynd að stefnumótun í áfengismálum, þar sem fyrsti liður hljóðar svo: „Frjálsræði varðandi dreifingu og sölu áfengis skal ekki aukið”. Frökkum hefur einum vestræna þjóða tekist að minnka áfengis- neyslu að mun, enda ekki vanþörf á, þar sem helmingur útgjalda til heil- brigðismála þar í landi fer til að bæta tjón sem áfengisneysla veldur. Þessi árangur hefur náðst með því að setja strangari hömlur um áfengissölu og Breytingar á lögreglusamþykkt: Álit áfengisvamamefndar veitingar, cinkum þó tímatak- markanir. I skýrslu heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, sem lögð var fyrir þing 1978, er mælt með að reynt verði að draga úr tjóni af völdum áfengis með því að beita vissum hömlum í sölu þess. A sama veg eru niðurstöður sænskra og norskra vísindamanna, sem áfengisvarnarráð hefur fengið skýrslu frá. Engin rök benda til þess að drykkja í heimahúsum minnki við lengingu opnunartíma vínsöluhúsa, þvert á móti. í maí 1981 gefur Lögreglan í Reykjavík þær upplýs- ingar að útköll vegna drykkju í heimahúsum hafi fjölgað eftir leng- inguna, vandamál við vínsöluhús og annir á slysadeild færst lengra fram á nóttina. I þjónaverkfallinu fyrir nokkrum árum (verslanir ATVR voru opnar) voru útköll lögreglu vegna drykkju í heimahúsum í lágmarki. A slysa- deildum var einnig lítið að gera. Ef menn vilja draga úr drykkju í heima- húsum væri ráð að takmarka starf- semi vínsöluhúsa. Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir sem allra manna best þekkir áfengis- venjur og áfengisvandamál Islend- inga, lét í ljós álit sitt, þegar rætt var um lengingu opnunartíma vínveit- ingahúsa í Reykjavík á sínum tíma, að erfiðleikar á að ná í vín eftir lokunartíma yrði til þess að margir stöðvuðu neysluna. Einnig taldi hann ólíklegt að aukið næturlíf stuðli að bættu heilsufari, bænri líðan, eða bættum félagslegum högum. Rannsóknir sem Tómas Helgason hefur gert ásamt Jóhannesi Berg- sveinssyni og Gylfa Ásmundssyni leyddu í ljós að þeir sem búa í þéttbýli, þar sem hægara er að ná í áfengi höfðu 13% líkur á að verða drykkjusjúkir, en aðeins 4% þeirra sem búsettir eru í dreyfbýli, þar sem erfiðara er um vik. Það er áberandi að börn og unglingar sem ekki hafa náð aldri til að sækja dansleiki, safnast um helgar fyrir utan danshúsin og fara yfirleitt ekki heim fyrr en skemmtanahald er um garð gengið. Enginn getur talið æskilegt að þessi vafasam útivist nái enn lengra fram á nóttina. Vegna ummæla sem fram komu í bæjarstjórn um þetta mál, spurðist áfengisvarnarnefnd fyrir um það hjá lögreglunni, hvort mikið væri um óhöpp eða slys á lokunartíma, kl. 23.30, og fékk þau svör að slíks væru engin dæmi. Afengisvarnarnefnd vill vekja at- hygli á því að veitingastaðir sem óska eftir að hafa opið til kl. 03.00 eiga að selja heitar máltíðir, heita sérrétti eða fjölbreyttar kaffiveit- ingar, enda sé slík sala meginhluti rekstursins að dómi heilbrigðis- nefndar. Með tilliti til þess sem að framan er sagt, mælir áfengisvarnarnefnd gegn þeirri breytingu á lögreglu- samþykktinni, sem hér um ræðir. Áfengisvarnarnefnd vonast til þess að bæjarfulltrúar geri sér ljósa þá miklu ábyrgð sem því fylgir að taka ákvörðun í þessu mikilsverða máli. Jón Kjartansson Anna Friðbjarnardóttir Jóhanna Andersen Ingiþjörg Á Johnsen Olafur Þórðarson nefndir bæjarins vinna sjálfar úr því ijármagni, sem þeim er úthlutað á fjárhagsáætlun, en bæjarstjóm taki ákvörðun um hve miklum hundr- aðshluta er úthlutað til hvers mála- flokks af tekjum. Sigurgeir Kristjánsson, fram- sókn, fann það helst að tillögunní að hún væri of seint á ferðinni og að það yrði erfitt að láta hvem málaflokk ráða yfir því fjármagni, sem þeim yrði úthlutað á íjárhagsáætlun og gæti orðið um kapphlaup að ræða á milli nefndanna að ná í fjármagn. Vildi hann að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs en ekki tekin ákvörðun í þessu máli strax. Arnar Sigurmundsson, sjálf- stæðisfl., sagði að engar tillögur hefðu borist frá nefndum bæjarins um fjárþörf og bæjarráð hefði ekki farið í fyrirtæki bæjarins til að athuga hvað þyrfti að gera með hliðsjón af gerð fjárhagsáætlunar, eins og samþykkt lægi fyrir að eigi að gera. Arnar sagði að það væri nauðsyn- legt að tekjuáætlun bæjarins lægi fyrir 15. desember n.k., eins og tillaga Sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir, en ekki þyrfti að liggja fyrir skipting fjármagns á milli mála- flokkanna. Það þyrfti nauðsynlega að taka upp breytt vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlanna. Amar sagði jafnframt að ef tillaga, þeirra Sjálf- stæðismanna yrði samþykkt myndu nefndir bæjarins verða mjög virkar og finna til meiri ábyrgðar. Gísli G. Guðlaugsson, sjálfstf. tók undir orð Arnars og Sigurðar og sagði jafnframt að nefndir bæjarins ættu að leggja fram tillögu um fjárhagsþörf og síðan við gerð fjár- hagsáætlunar, yrði unnið úr þessum tillögum. Með þessu yrði breytt um vinnubrögð, að láta ekki embættis- mennina vinna þetta eingöngu. Þegar hér var komið voru meiri- hlutamenn famir að ókyrrast og var að sjá að þeir vora ekki allt of hrifnir af þessari tillögu. Bar Sigurgeir upp tillögu þess efnis að þar sem þegar er hafið starf við gerð nýrrar fjárhags- áætlunar verði tillögu Sjálfstæðis- manna vísað frá og næsta mál á dagskrá tekið fyrir. Sjálfstæðismennimir í bæjarstjóm báðu um að fá að ræða tillögu sína frekar, þar sem gerð fjárhagsáætl- unar væri eitt stærsta málefni bæjár- stjómar hverju sinni. Forseti bæjar- stjómar leyfði það ekki og bar upp tillögu Sigurgeirs og var hún sam- þykkt af meirihlutanum í bæjar- stjórninni en bæjarfulltrúar Sjálf- stæðismanna greiddu atkvæði á móti. Sigurður Jónsson harmaði þessi vinnubrögð meirihlutans að klippa alltaf á umræðu um þau mál, sem þeim finnst óþægileg, og sagði hann að það væri ekkert nýtt að meiri- hlutamenn hefðu svona vinnubrögð í frammi. Til umræðu kom erindi sem barst frá foreldrafélagi Barnaskóla Vest mannáeyja, þar sem fram kemur ályktun almenns fundar er félagið gékkst fyrir 23. nóvember sl. um forgöngu bæjaryfirvalda um könn- un á undirbúningi að Sjónvarp Vestmannaeyja. Það skal tekið fram að bæjarráð frestaði afgreiðslu máls- Sigurður Jónsson tók til máls um þetta mál og sagði að það væri betra að koma upp einu kerfi sem félli undir þessa hugmynd foreldra- félagsins, heldur en að vera með margar útsendingastöðvar, þar sem útsendingum er skipt niður í hverfi, þó svo að það gæti reynst ágætlega. Hættan væri þó sú að upp gæti komið rígur á milli útsendinga- stöðva um myndefni ofl. Sigurður sagði að hann vildi ekki að bæjarsjóður stjórnaði Sjónvarpi Vestmannaeyja, en bæjarstjóm hljóti að koma þetta mál við og yrði með í ráðum, en ekki að bæjarstjóm yrði með kvikmyndaeftirlit. Hann sagð- ist myndi samþykkja að leyfa að leggja yfir götur strengi yrði þess óskað. Guðmundur Þ. B. Ólafsson alþýðufl. sagðist vera samþykkur því að erindi foreldrafélagsins yrði frestað. Fram kom hjá honum að undirbúningsnefndin (video) hefur horfið frá því að hafa margar stöðvar en ætlar frekar að vinna að því að senda myndefni út frá einni stöð. Gísli G. Guðlaugsson benti á aö það gætu orðið góð not af Sjónvarpi Vestmannaeyja t.d. fyrir skóla, bama- heimili Sjúkrahúsið og Hraunbúðir og á þann hátt kæmi bæjarstjóm vitanlega málið við. Væri bæði hægt að fá og útbúa fræðsluefni og einnig staðbundið efni. Hann sagði að það væri ekki spuming hvort efnið færi gegnum kapal eða á annan hátt til notenda, heldur þyrfti að vinna að þessu máli á þeim grundvelli að hafa útsendingar frá einni útsendinga- stöð. Georg Þór Krist jánsson sjálfst. sagði að fúlltrúar Sjálfstæðisflokksins í Bæjarstjórn væru eindregið með myndbandavæðingunni, en þeir vildu að í þetta væri farið með góðu skipulagi en ekki flanað að neinu. Arnar Sigurmundsson sagðist taka undir fyrirsögn í Dagskrá um þetta mál: „Þróun má stýra en ekki stöðva”. Það væri heila málið. Það þyrfti að athuga alla þætti vel. Sigurður Jónsson kom með hug- mynd að tillögu sem send yrði Alþingi, þess efnis að Alþingi af- nemi einkarétt Ríkisútvarps og Sjónvarps. Tillögunni greiddu sex með (allir Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn) einn á móti (S.T.) og tvö sám hjá (S.K. og J.F.). Þegar hér var komið í umræðum var fundurinn búinn að standa í tæpar þrjár klukkustundir og varð ég að fara af fundi. En ég frétti síðar að allmiklar umræður hefðu orðið um tillögu að breytingu á lögreglu- samþykkt Vestmannaeyja þ.e. hvort barinn fengj að hafa opið til kl. 03.00 að nóttu. Ákvörðun var frestað til næsta fundar, en mjög skiptar skóð- anir eru innan bæjarstjórnar um þetta mál. Mér finnst sjálfum að hér megi ekki flýta sér um of, því að ég veit það í gegnum mitt starf að áfengisneysla er í hámarki og væri það ekki til bóta að auka hana á einhvem hátt, því að mér sýnist að fólk sé búið að fá nægju sína kl. 02.00. Alatvælakynning Matvælakynning verður í Nýja sal Samkomuhússins á laugardaginn kl. 10-11 um kvöldið. Öll matvælin þar verða frá Tanganum. Eyja- búar fá þarna tækifæri til að smakka á dýrindisréttum og það ókeypis!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.