Fréttablaðið - 16.08.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 16.08.2014, Síða 16
16. ágúst 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Rússar tilkynntu á dögun-um um viðskiptatakmark-anir gegn efnahagsþving-unum vestrænna þjóða sem ákveðnar voru í refsingar- skyni vegna Úkraínudeilunn- ar. Margir undruðust að Ísland skyldi ekki vera á þeim lista en aðrir fögnuðu og hugsuðu gott til glóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sá ástæðu til þess að kalla eftir skýringum á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Sumir hafa gefið í skyn að með þessu hafi formaðurinn verið að óska þess að Ísland færi á listann. Það eru útúr- snúningar eða sauðarleg fyndni. Full ástæða er til að velta þess- ari spurningu upp. Bent hefur verið á að rúss- nesk stjórnvöld kunni að hafa gleymt Íslandi eða að þau hafi einfaldlega ekki nennt að taka það með sakir smæðar. Þetta er ólíklegt en þó ekki hægt að útiloka. Hitt er enn langsóttari skýring að Rúss- ar hafi með þessu ætlað að kljúfa raðir vestrænna þjóða. Ísland og hin vestnorrænu löndin eru of smá til þess. Líklegasta skýringin er sú sem Össur Skarphéðinsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, kom með. Hann taldi fullvíst að sérstök utan- ríkispólitík forseta Íslands hefði ráðið úrslitum í þessu efni. Tvennt gerir þessa kenningu sennilega: Annað er að forsetinn var einkar glysmáll við Rússa fyrir Úkraínu- deiluna; en samfelld kyrrðarstund hefur ríkt á Bessastöðum eftir inn- limun Krímskagans. Hitt er að fáir þekkja betur til manngerðar for- setans og einkaframtaks hans á sviði utanríkismála en fyrrverandi utanríkisráðherra. Megi líta svo á að í ummælum Össurar Skarphéðinssonar fel- ist svar við eðlilegri spurningu Katrínar Jakobsdóttur verður tæpast dregin önnur ályktun af því en sú að tvöfeldni Íslands í utanríkismálum hafi ráðið nið- urstöðu Rússa. Tvöföld utanríkispólitík Er þá eftir allt saman góður vísdómur fyrir litla þjóð að vera tvöföld í roðinu í sam- skiptum við aðrar þjóðir? Græðum við mest á því? Við getum að sönnu selt makr íl áfram til Rússlands. En ekki er á vísan að róa með verð í helstu markaðslöndunum þegar bannþjóðirnar auka framboð sitt þar. Svo má ekki gleyma hinu að þegar til lengdar lætur eiga þeir sjaldnast hauka í horni sem beita fláræði í samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra, sem verið hefur í fremstu röð sporgöngumanna for- seta Íslands, tók með athyglisverð- um hætti krók fyrir keldu á þeirri vegferð þegar kom að framferði Rússa gagnvart sjálfstæði og full- veldi Úkraínu. Utanríkisráðherra hefur þvertekið fyrir að ríkisstjórn- in leiki tveimur skjöldum í þessu máli. Hann hefur staðið fast á fyrri ákvörðunum um samstöðu með Evr- ópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðherrann veit að langtíma- hagsmunir Íslands eru á evrópska efnahagssvæðinu. Í röðum þeirra sem styðja utanríkispólitík for- seta Íslands hefur verið látið að því liggja að afstaða Rússa í Úkraínu- deilunni byggi að hluta til á rétt- mætum sögulegum rökum. Það hefur ekki ruglað utanríkisráðherra í ríminu. Hann á því lof skilið fyrir að hafa haldið af skynsemi og ein- urð á þessu máli. Viðskiptaþvinganir eru alltaf tvíeggja sverð. En allt þetta mál sýnir að stöðugleiki í alþjóðamál- um og friðsamleg sambúð eru for- sendur frjálsra og óhindraðra við- skipta. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa skapað þessar forsendur í meira en hálfa öld í Evrópu. Nú þegar blikur eru á lofti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að halda samstöðunni um þær hugsjónir sem að baki því starfi búa. Góð eða vond? Skýring Össurar Skarphéð-inssonar á veru Íslands utan bannlista Rússa beinir athyglinni að öðrum þætti tvö- faldrar utanríkisstefnu þar sem ríkisstjórnin fer stundum sér og forsetinn sér. Það er lýðræðishall- inn á þeirri skipan mála. Veigamikill þáttur í lýðræðis- legri meðferð utanríkismála felst í umræðum, eftirliti og aðhaldi Alþingis með athöfnum utan- ríkisráðherra og samráðsskyldu hans við utanríkisnefnd. Þegar forseti Íslands fer fram með sér- staka utanríkispólitík sína er þessu eftirlits- og samráðshlut- verki Alþingis aftur á móti vikið til hliðar. Staðan er þessi: Annars vegar er utanríkispólitík ríkisstjórnar á hverjum tíma mótuð á lýðræðisleg- um grundvelli og háð lýðræðislegu eftirliti. Hins vegar er ógegnsæ utanríkispólitík bakherbergjanna utan við allt lýðræðislegt samráð og eftirlit. Að vísu þarf þetta ekki að vera svona. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á pólitík forsetans og getur fellt athafnir hans á því sviði undir lýðræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þessi sjónarmið um lýðræðis- hallann snúa jafnt að þeim sem eru hlynntir málstað forsetans og hinum sem eru á öndverðum meiði. Aðalatriðið er að hér er brotalöm í lýðræðislegri meðferð þessara mikilvægu mála sem huga þarf að. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur vikið sér undan að bæta hér úr. Lýðræðishallinn R eykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðan- legar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenju- lítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosn- ingarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosn- ingarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosn- ingaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhuga- laust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægum málefn- um, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meiri- hluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Innan við helmingur fólks undir þrítugu kaus: Hefur unga fólkið ógeð á pólitík?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.