Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 66
30. október 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50SPORT KÖRFUBOLTI NBA-deildin er farin af stað og tvö fyrstu leikkvöldin eru að baki. Það eru mjög marg- ir sem hafa beðið eftir kvöldinu í kvöld. Það er nefnilega í kvöld sem liðið Cleveland Cavaliers spilar sinn fyrsta leik þegar New York Knicks kemur í heimsókn í Quicken Loans Arena. En hvað er svona merkilegt við Cleveland Cavaliers? Lið sem hefur ekki komist í úrslitakeppn- ina fjögur tímabil í röð og vann bara 31 prósent leikja sinna frá 2010 til 2014. Allt breyttist í kjöl- farið á einni ákvörðun sumarið 2010 og það þurfti aðra sumar- ákvörðun til að koma Cavaliers- liðinu aftur í hóp þeirra liða sem skipta máli í deildinni. Stærsta saga sumarsins er að LeBron James, besti körfubolta- maður heims, er kominn heim og allt er breytt hjá Cavaliers. LeBron er nefnilega ekki kom- inn heim til að „deyja“ eins oft er sagt um íþróttamenn sem snúa margir aftur á heimaslóðirnar á síðustu árum ferilsins þegar er farið að hægja vel á þeim. Nei, Lebron er kominn heim, enn álit- inn besti leikmaður deildarinnar, reynslunni ríkari eftir tvo titla með Miami Heat, og nú mættur til þess að færa Cleveland-borg fyrsta meistaratitilinn í 51 ár. LeBron James er stærsta breyt- ingin á liðinu en langt frá því að vera sú eina. Cleveland náði í nýjan þjálfara, David Blatt, sig- ursælan þjálfara úr Evrópubolt- anum, sem er að stíga sín fyrstu spor í NBA. Cleveland ákvað líka að skipta út nýliðanum stór- efnilega Andrew Wiggins ásamt fleirum fyrir framherjann Kevin Love. Love hefur verið í hópi bestu leikmanna deildarinnar samkvæmt tölfræðinni. Hann hefur aldrei spilað leik í úrslita- keppni en fær loksins tækifæri til að spila með góðu liði. Love og James voru báðir í hópi fjögurra stigahæstu leikmanna deildarinnar á síðustu leiktíð og í 2. og 3. sæti í framlagi. Þeir bætast við Kyrie Irving sem er einn af mest spennandi yngri leikstjórn endum deildarinnar. Í viðbót hafa nokkrir fínustu rullu- leikmenn stokkið upp á Lebron- vagninn og fyrir vikið eru sumir spekingar farnir að spá Cleveland Cavaliers NBA-titlinum. LeBron er í það minnsta loks- ins búinn að hreinsa ímynd sína af „Ákvörðuninni“ umdeildu frá 2010. Hann er kominn heim með stóru H-i. Hann fæddist og ólst upp í Akron, nágrannborg Cleveland, spilaði alla skólagöngu sína í Akron og spilaði síðan fyrstu sjö tímabil sín með Cleveland. Hann komst tvisvar í lokaúrslitin með Cavaliers en vann ekki titilinn langþráða fyrr en hann færði sig suður til Miami. Nú er hann kominn aftur. Hetj- an sem varð skúrkur er aftur orðin hetja og allir vita að stærsti sigur hans á ferlinum væri að vinna NBA-titilinn með „sínu“ félagi. Hvort það gerist í vetur er þó ekki víst. Blatt er kannski með efnið í meistarakökuna en óvíst að hann finni rétta upp- skrift fyrr en á næsta tímabili. Á meðan fylgist NBA-áhugafólk spennt með. Hetja, skúrkur og svo aft ur hetja NBA-deildin er byrjuð og í kvöld spilar LeBron fyrsta leikinn með Cleveland. ÞRÍR GÓÐIR Kevin Love, Kyrie Irving og LeBron James spila saman hjá Cleveland- HANDBOLTI Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta tóku út alla sína gremju eftir vonbrigði sumarsins á Ísraelsmönnum þegar liðin mættust í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2016 í handbolta í Laugardalshöll í gærkvöldi. Eftir erfiðar fyrstu 22 mínútur keyrðu okkar menn yfir gestina og sýndu þeim enga miskunn. Lokatölur, 36-19, sautján marka sigur. Það tók strákana lungann úr fyrri hálfleik að komast almenni- lega í gang. Þeir komust fljótt í 4-1 og þegar Guðjón Valur skor- aði, 5-2, og öskraði af gleði eins og um síðasta markið á ferlinum væri að ræða hélt maður að nú fengju gestirnir að finna fyrir því. Þeir fengu það á endanum – en ekki alveg strax. Ísraelsmenn buðu ekki upp á flóknasta sóknarleik í heimi; svo- lítið bara handbolti 101 með klipp- ingum fram og til baka í leit að skotfæri. Það gekk erfiðlega fyrir þá að finna sér skotfæri, en ein- hvern veginn tókst þeim að troða boltanum í netið trekk í trekk. Eftir 22 mínútna leik var aðeins tveggja marka munur á liðunum, 11-9, og stemningin í Höllinni ekki mikil. Það var eins og fólkið í stúkunni væri ekki alveg tilbúið að taka strákana í sátt. Fólk veit ekki enn hvernig það ætlar að tækla janú- armánuð án stórmóts í handbolta. Stórmótin eru það eina sem hefur hjálpað þjóðinni í skammdegis- þunglyndinu í janúar með VISA- reikningana fyrir jólatörnina hangandi yfir sér. En þetta lagaðist allt undir lok fyrri hálfleiks og hófst þegar Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið. Haukamaðurinn hávaxni varði öll fjögur skotin sem hann fékk á sig síðustu átta mínúturn- ar í fyrri hálfleik og þannig náðu okkar menn að slíta sig frá gest- unum. Staðan 14-9 í hálfleik og aðalmarkvörður Ísraels, Eldar Shikloshi, farinn út af með rautt spjald fyrir að stöðva Guðjón Val með heimskulegu úthlaupi. Það var ástæða fyrir því að Shikloshi byrjaði í markinu. Staðgengill hans hafði ekkert inn á völlinn að gera í svona leik. Ástarsamband þjóðarinnar og landsliðsins lifnaði svo á ný í seinni hálfleik. Okkar menn komu brjálaðir til leiks og hófu að valta yfir gestina. Þeir áttu ekki mögu- leika. Vörnin var hreyfanleg, Aron varði vel ríflega helming skotanna sem hann fékk á sig og hraðaupp- hlaupin skiluðu samtals ellefu auð- veldum mörkum. Fólkið á pöllunum byrjaði að hrópa eftirnöfn strákanna þegar vallarþulurinn bar fram það fyrra eftir hvert mark. Stemningin var orðin aftur eins og á handboltaleik með strákunum okkar. Allt fyrir- gefið – allavega fram á sunnudag- inn þegar Ísland mætir Svart- fellingum í öðrum leik liðsins í undankeppninni. Í heildina var lítið að marka leikinn nema það að við fengum að sjá okkar menn svara fyrir sig og það gerðu þeir með stæl. Getu- munurinn alltof mikill til að sjá raunverulegan styrk íslenska liðs- ins á þessari stundu. Sóknarleik- urinn stífur til að byrja með en mun betri í þeim síðari. Það besta við leikinn var að Aron Kristjáns- son gat rúllað á liðinu og leyft þeim sem vanalega spila minna að sanna sig. Þeir nýttu allir tækifærin. Sig- urbergur Sveinsson var í ham og skoraði sex mörk í sjö skotum; „Svifbergur“ kominn aftur með látum í landsliðið. Þýskalandsförin gert honum gott. Ernir Hrafn Arn- arson var með nokkra tæknifeila en hristi það af sér og spilaði vel, Stefán Rafn spilaði eins og hann gerði ekkert annað en að raða inn mörkum fyrir landsliðið og Bjarki Már Gunnarsson kom flottur inn í vörnina. Þetta var straujun eins og hún gerist best til að koma beygðu liði aftur í gang. tomas@365.is Strákarnir eru mættir aft ur Íslenska handboltalandsliðið vann sautján marka sigur á Ísrael í Laugardalshöllinni í gær, 36-19, í fyrsta leikn um í undankeppni EM 2016. Lykilmenn hvíldir í seinni hálfl eik og hinir strákarnir tóku af skarið. FYRIRLIÐINN MARKAHÆSTUR Leikmenn Ísraels gátu ekki stöðvað Guðjón Val Sigurðsson í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚRSLIT UNDANKEPPNI EM 2015 ÍSLAND - ÍSRAEL 36-19 (14-9) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/3 (10/3), Sigurbergur Sveinsson 6 (7), Róbert Gunnarsson 5 (7), Þórir Ólafsson 5 (8), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (5), Vignir Svavarsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (3), Arnór Þór Gunnarsson 1 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (2/1), Arnór Atlason 1 (3), Alexander Petersson (1), Gunnar Steinn Jónsson (1). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 14 (24/1, 58%), Björgvin Páll Gústavsson 3 (12/2, 25%). Hraðaupphlaup: 11. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Ísraels (skot): Chen Pomeranz 6/3 (10/3), Yuval Gerera 3 (3), Omer Davda 3 (5), Ariel Rosental 2 (6), Daniel Andres Friedmann 1 (1), Daniel Shkalim 1 (2), Ido Turel 1 (3), Vladislav Kofman 1 (3), Dan Nathan 1 (4). Varin skot: Eldar Shikloshi 5 (19/2, 26%), Oren Meirovich 5 (27/1, 19%). Hraðaupphlaup: 3. Utan vallar: 12 mínútur. SERBÍA - SVARTFJALLALAND 25-21 DOMINO’S-DEILD KVENNA KEFLAVÍK - VALUR 100-91 (45-44, 89-89) Stigahæstar hjá Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 41/17 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 16/12 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Birna Val- garðsdóttir 9, Ingunn E. Kristínardóttir 9/11 frák. Stigahæstar hjá Val: Joanna Harden 36/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/8 fráköst/7 stoðs., Ragnheiður Benónísdóttir 12, Fanney Lind Guðmundsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/6 fráköst/9 stoðs. . GRINDAVÍK - SNÆFELL 52-68 (22-29) Stigahæstar hjá Grindavík: Pálína Gunnlaugs- dóttir 12, Ásdís Vala Freysdóttir 11/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9/5 fráköst/5 stolnir, Rachel Tecca 9/16 fráköst. Stigahæstar hjá Snæfelli: Kristen Denise McCarthy 32/24 fráköst/6 stolnir, Berglind Gunn- arsdóttir 11, María Björnsdóttir 8, Hildur Sigur- dardottir 8/8 stoðsendingar. HAMAR - KR 59-51 (38-27) Stigahæstar hjá Hamri: Andrina Rendon 14, Sal- björg Ragna Sævarsdóttir 14/20 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 9, Heiða B. Valdimarsdóttir 8. Stigahæstar hjá KR: Helga Einarsdóttir 15, Aníta Eva Viðarsdóttir 9, Björg Guðrún Einarsdóttir 8, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 7. BREIÐABLIK - HAUKAR 73-82 (49-28) Stigahæstar hjá Breiðabliki: Arielle Wideman 16/15 fráköst/7 stoðsendingar, Kristbjörg Páls- dóttir 14, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Aníta Rún Árnadóttir 7. Stigahæstar hjá Haukum: LeLe Hardy 25/16 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 21, Auður Íris Ólafsdóttir 12, Sólrún Inga Gísladóttir 11.. FH missti í gær tvo leikmenn sem báðir gengu til liðs við sín gömlu félög – Ólafur Páll Snorrason sneri aftur í Grafarvoginn og gerðist spilandi aðstoðar- þjálfari Fjölnis og Ingimundur Níels Óskarsson gekk aftur til liðs við Fylki. Ólafur Páll gerði þriggja ára samning við Fjölni en hann er uppalinn hjá félaginu og lék síðast með því árið 2008. Ingimundur Níels, sem reyndar er einnig uppalinn Fjölnismaður, snýr nú aftur í Árbæinn þar sem hann lék í fimm tímabil uns hann gekk í raðir FH fyrir tveimur árum. Fylkir mun halda blaðamannafund í dag þar sem nýir leikmenn verða kynntir til sögunnar en líklegt er að Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem lék með Fram í sumar, verði í þeim hópi. - esá Ólafur Páll aft ur í Grafarvoginn „Við sættum okkur við svona frammi- stöðu og sautján marka sigur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir 36-19 sigur á Ísrael í gærkvöldi. „Það er erfitt að vinna sautján marka sigra í handbolta og því getum við verið ánægðir með þetta. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik en það var mikill kraftur í liðinu í þeim síðari,“ sagði Aron. Ísland komst fljótlega í forystu í leiknum en missti hana niður og jafnaði Ísrael, 7-7, eftir 15 mínútna leik. „Við lentum í því að kasta bolt- anum of auðveldlega frá okkur. Það gerði það að verkum að við vorum ekki með mikið forskot eftir fyrri hálfleikinn. Við náðum fínu starti en tókum aðeins of stórar áhættur eins og til dæmis í hraðaupphlaupunum. Við duttum aðeins niður á þeirra plan en náðum að rífa okkur upp.“ Landsliðsþjálfarinn var mun sáttari með seinni hálfleikinn sem Ísland vann með tólf marka mun. „Það var mikill kraftur í seinni hálfleik eins og sést á lokatölunum. Það er ekkert hlaupið að því að vinna svona stóra sigra,“ sagði Aron sem hafði mestar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leik- inn í gær. „En strákarnir svöruðu vel fyrir sig,“ sagði Aron. - tom Strákarnir svöruðu vel fyrir sig ARON KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.