Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 40
Þjónusta við aldraða FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 20148 HUGAÐ AÐ HOLLUSTU Þegar aldurinn færist yfir og fólk hættir að vinna verður það stundum minna svangt en áður þegar allt var á fullum gangi í lífinu. Ekki er þó sniðugt að svelta sig. Góður morgunverður er ákveðin vítamínsprauta fyrir daginn. Þegar ekki er verið að flýta sér úr húsi er gott að slaka á yfir góðum morgunverði. Fólk þarf að vera meðvitað um hollustu, því ekki er gott að borða bara sætabrauð. Það sem ætti alltaf að vera á morgun- verðarborðinu eru ósaltaðar hnetur og þurrkaðir ávextir, afar hollt og gott út í jógúrt eða hafragraut. Soðið egg ætti að vera á morgunverðarborðinu, það er prótín- og vítamínríkt. Hollt álegg, eins og brauðost, tómata, agúrku og paprikubita er sömuleiðis gott að hafa á borðum. Fullorðið fólk ætti alltaf að vera með niðurskorna ávexti hjá sér til að grípa í, til dæmis appelsínu- og eplabáta. Allt gefur þetta vítamín í kroppinn. Ekki veitir af því að fá kraft og orku yfir vetrarmánuðina. BARÁTTUMÁL LANDSSAM BANDS ELDRI BORGARA Landssamband eldri borgara hefur það að markmiði að byggja upp öflug samtök eftirlaunafólks sem gæta réttar aldraðra og vinna að hagsmunum þeirra gagnvart stjórnvöldum. Í afmælisútgáfu sambandsins af tímaritinu Listin að lifa eru tekin saman nokkur atriði sem landssam- bandið leggur áherslu á. Þau eru eftirfarandi. … að dvalargjöld á stofnunum/ heimilum fyrir eldri borgara verði lögð niður í núverandi mynd og að íbúar haldi fjárhagslegu sjálf- stæði. … að eldri borgurum standi til boða notendastýrð persónuleg aðstoð. … að valkostir varðandi búsetu og þjónustu við aldraða verði auknir. … að heimaþjónusta verði efld verulega í samræmi við stefnu stjórnvalda. … að samræmi verði í líf- eyrisgreiðslum öryrkja og eldri borgara. … að stuðlað verði að lækkun lyfjaverðs til dæmis með lækkun virðisaukaskatts í sjö prósent og að kostnaður eldra fólks vegna heilbrigðisþjónustu verði lækkaður … að fasteignagjöld af íbúðum sem eldri borgarar eiga og búa í verði lækkuð verulega eða felld niður. … að komið verði á fót embætti umboðsmanns aldraðra. Kjaramál og lífeyrismál á hverjum tíma eru auk þess sífelld baráttuefni sambandsins og fjöl- margt fleira. Sjá nánar á leb.is. KNÚS OG HLÝJA GERA KRAFTAVERK Snerting er hið fullkomna lyf við hinum ýmsu sálar- og líkamskvillum. Hvort sem það er handaband, faðmlag eða nudd lækkar snerting blóð- þrýsting og öran hjartslátt, styrkir ónæmiskerfið, linar sársauka, dregur úr kvíða og eykur hamingju. Verum því dugleg að snerta gamla fólkið. ● Að haldast í hendur við ástvin er einkar róandi. Það veldur notalegri samlíðan, eykur öryggistilfinningu og minnkar kvíða. ● Hlýtt og gott faðmlag fær ástarhormónið oxytósín til að flæða, það dregur úr streitu og fyllir fólk trausti og öryggi gagnvart hvort öðru. Nið- urstöður rannsóknar sýndi að streituhormón mældist enn lægra heilli klukkustund eftir faðmlag á milli fullorðinna mæðgina og mæðgna. ● Nudd slakar á vöðvum, lækkar blóðþrýsting og dregur úr streitu- hormóninu hýdrókortisóni sem bælir ónæmiskerfið. Við nudd nær líkaminn að endurhlaða sig og um leið styrkist ónæmiskerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.