Fréttablaðið - 30.10.2014, Blaðsíða 22
30. október 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22
Allt frá stofnun RÚV árið
1930 hafa skoðanir verið
skiptar meðal þjóðarinnar
um hlutverk þess og stöðu.
Það er bara eðlilegt í heil-
brigðu lýðræðissamfélagi,
ekkert væri verra en þögn
og skeytingarleysi. Íslenska
þjóðin, eigandi RÚV, gerir
miklar kröfur til þess að
vel sé farið með það fé sem
til þess rennur og það skili
sér í sem allra bestri þjón-
ustu, góðri og vandaðri dagskrá í
útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Það
er og verður síðan alltaf mats- og
smekksatriði, en mestu skiptir að
þjóðin treysti Ríkisútvarpinu og
líti á það sem einn af burðarásum
íslensks nútímasamfélags.
Traustið grundvallaratriði
Hlustenda- og notendakannanir eru
bestu mælikvarðarnir á það traust
sem fólk ber til fjölmiðla. Hér eru
nokkrar beinharðar staðreynd-
ir: Segja má að nánast allir lands-
menn njóti dagskrár RÚV á einn
eða annan hátt í viku hverri. 87%
landsmanna horfa á RÚV að meðal-
tali í hverri viku, 30% hlusta á Rás 1
og 62% á Rás 2 í viku hverri. Vefur-
inn ruv.is er í 5. sæti í vefmælingu
Modernus með 212 þúsund notendur
í viku 41 (6. til 10. október s.l). Í við-
horfskönnun sem Capacent gerði í
september 2013 sögðust 70,5%
landsmanna telja RÚV vera mikil-
vægasta fjölmiðilinn fyrir þjóðina
og þrátt fyrir stöðugar umkvartan-
ir stjórnmálamanna nýtur frétta-
stofa RÚV meira trausts en nokk-
ur annar fjölmiðill. Í könnun sem
MMR gerði í desember 2013 sögð-
ust 76,5% þeirra sem tóku afstöðu
bera mikið traust til Fréttastofu
RÚV. Þetta sýnir glögglega að enda
þótt RÚV eigi sér nokkra háværa og
áhrifamikla óvildarmenn og -konur
treystir íslenska þjóðin mjög vel
þeim upplýsinga- og mannræktar-
miðli sem RÚV er.
Brugðist við vandanum
Ég hef setið í stjórn RÚV frá því í
byrjun þessa árs og þekki því nokk-
uð vel til mála þar. Magnús Geir
Þórðarson tók við starfi útvarps-
stjóra um miðjan mars, kynnti
breytingar í rekstrinum sem hann
taldi nauðsynlegar og hlaut til þess
fullt umboð stjórnar RÚV. Meðal
þess var að stokka upp í fram-
kvæmdastjórn, minnka
yfirbyggingu og einfalda
allar boðleiðir. Með öðrum
orðum, minna bákn og
meiri skilvirkni í rekstr-
inum og starfseminni, allt
í þágu betri þjónustu við
þjóðina.
Útvarpsstjóri og framkvæmda-
stjórn hafa síðan unnið sleitulaust
að því undanfarna fimm mánuði
að hagræða í rekstri RÚV og fá
skýrari mynd af fjárhagnum. Eins
og fram hefur komið hjá útvarps-
stjóra og formanni stjórnar RÚV er
nú unnið hörðum höndum að því að
koma skikk á fjármál RÚV, leigja út
hluta hússins, selja lóð og/eða hús-
næði, en ekki síst að fá Alþingi til
að samþykkja þá eðlilegu beiðni að
RÚV fái þann markaða tekjustofn
sem því er ætlað, útvarpsgjaldið,
óskertan. Hluta af útvarpsgjald-
inu hefur ríkið notað í önnur verk-
efni. Þessar skertu tekjur duga ekki
fyrir óbreyttri starfsemi, en verði
það látið renna óskert til RÚV, sem
er líka heiðarlegra gagnvart skatt-
greiðendum, ætti það að duga til að
koma rekstrinum í jafnvægi.
Stöðugt ræktarstarf
Staðan er sannarlega ekki góð, það
hefur verið vitað lengi, og á m.a.
rætur sínar að rekja til þess að
RÚV var gert að opinberu hluta-
félagi árið 2007 og látið taka á sig
óheyrilegar skuldbindingar. En nú
er loks verið að gera eitthvað í mál-
inu. Þess vegna er hann heldur hjá-
rænulegur, sá heilagi vandlæting-
artónn sem nokkrir fjölmiðla- og
stjórnmálamenn hafa sent RÚV
undanfarið. Þeir minna einna helst
á foreldri sem hundskammar ung-
linginn á heimilinu fyrir að drattast
loks til að taka til í herberginu sínu.
„RÚV á að rækta mann,“ segir
góð kona stundum í mín eyru. Það
er hárrétt, en þá þurfum við líka að
rækta RÚV, hlúa að því og efla það
til að geta tekist á við ýmis verk-
efni sem markaðsfyrirtæki ræður
ekki við. Þá munum við öll, íslenska
þjóðin, uppskera ríkulega í enn fjöl-
breyttara, umburðarlyndara og
betra mannlífi.
Mannræktarstarf
RíkisútvarpsinsYfirvaldið boðar enn þyngri bókaskatt á heims-
ins minnsta bókamarkað –
skattahækkun á afurðina
sem bókaþjóðin kennir sig
við og skilgreinir sig út frá.
Skattheimta á bækur skal
nú hækka úr sjö prósentum
í tólf. Þetta ku yfirvaldið
gera til að einfalda kerfin og
tilvistina. Engar rannsókn-
ir liggja að baki, engar hug-
mynda- og hagfræðilegar
úttektir á því hvort menn-
ing, tungumál og bókaþjóð
þoli aukið skattaálag. Aðeins einföld
hugmynd um einföldun sem er púss-
uð og potað á blað. Svo veltist blaðið
manna á milli þar til einhver gríp-
ur og meitlar í stein. Orð eru lögð
á borð og verða að lögum. Enginn
veit alveg af hverju ekki var gripið í
tauma áður en það var of seint. Ferli
ákvarðana virðist oft á þessa lund á
sögueyjunni.
Þó er löngu vitað að undirstaða
þess að viðhalda þjóðtungu er öflug
útgáfa á prentuðu máli. Sú barátta
er töpuð ef stjórnvöld snúa ekki vörn
í sókn og beita sértækum aðgerðum
til að auðvelda sem allra mest og
víðast aðgengi að rituðu máli – fjöl-
breyttum bókmenntum á auðugri
tungu. Afnám bókaskatts væri liður
í slíkri varnarbaráttu. Bókaútgáfa
í landinu stendur nú þegar höllum
fæti og minni forlög berjast í bökk-
um. Barnabókatitlum fækkar og
nýliðun í þeirri stétt er lítil. Útgáfa
myndskreyttra íslenskra barna-
bóka heyrir nú þegar nær sögunni
til. Aukin skattlagning á greinina
gæti veitt náðarhögg.
Sjálfsmynd þjóðar
Fótgönguliðar ganga þessa dagana
frá Heródesi til Pílatusar til að biðja
bókinni griða. Áheyrn hjá
menntamálaráðherra hefur
skilað skilningi og samúð
ásamt óljósum vangavelt-
um um mótvægisaðgerðir
í formi styrkja. Áheyrn hjá
viðskiptanefnd hefur skilað
skilningi og samúð ásamt
fyrirspurnum um mótvæg-
isaðgerðir. En læsi og þjóð-
tunga er ekki einkamál rit-
höfunda og bókaútgefenda
heldur hagsmunamál og
sjálfsmynd heillar þjóðar.
Því skýtur skökku við að
ráðherra menntamála ferðist nú eyj-
una þvera og endilanga og boði læsi
og málrækt um leið og hann leggur
harkalega til atlögu gegn bókaút-
gáfu. Það er skrítinn skottís.
Enska er okkar mál
Með ört vaxandi rafmenningu
þrengir mjög að bókinni, læsi og
tungumáli. Kynslóðir vaxa sem
beita í auknum mæli fyrir sig
enskri tungu í daglegum tjáskipt-
um. Sú þróun er ógnvænleg. Um
það votta framhaldsskólakennarar
og háskólakennarar sem lýsa hraðri
þróun í eina átt. Ein öflugasta mót-
vægisaðgerðin gegn þeirri þróun
er að auðvelda sem mest aðgengi
að rituðu móðurmáli, meðal annars
með því að afnema bókaskatt. Það er
jafnframt viðurkennd og meðvituð
aðgerð í nágrannalöndum sem hafa
metnað fyrir menningu og framtíð-
arvon fyrir tungumál.
Meistaradeild í bókaskatti
Fimm Evrópulönd leggja ekki virð-
isaukaskatt á bækur þar sem slíkt
stríðir gegn menningar- og mennta-
stefnum þessara þjóða. Meðal
þeirra landa eru Bretland, Írland
og Noregur sem þó eru ekki örsmá
málsvæði líkt og Ísland og að auki
með margfalt stærri bókamarkað en
okkar litla samfélag. Tuttugu lönd
eru með lægri en 7% bókaskatt og
aðeins fjögur lönd Evrópu eru með
12% virðisaukaskatt á bókum eða
meira. Við skipum okkur á bekk
með þeim Evrópumeisturum í bóka-
skattheimtu ef af hækkun verður.
Skilaboð frá sögueyju
Hækkun virðisaukaskatts á bækur
sendir sterk skilaboð til landsmanna
og nágrannalanda um þá menning-
arstefnu sem stjórnvöld vilja standa
fyrir. Skattahækkun á bækur sýnir
framtíðarsýn fyrir bókmenntir,
tungu og læsi í landinu. Alþjóðlegi
bókmenntaheimurinn er ekki stór
og það fregnast fljótt ef stjórnvöld á
sögueyju leggjast af fullum þunga á
bókaútgáfu með skattaálögum. Slík
tilraun hefur langvarandi afleiðing-
ar, rétt eins og að naga af sér fót-
inn. Útgefendur fækka fljótt titlum,
aðgengi ungra höfunda minnkar
enn. Nýjum höfundum, einkum
barnabókahöfundum, fækkar hratt
og kostnaðarsamasta og metnaðar-
fyllsta útgáfan hverfur af sjónar-
sviðinu.
Stjórn Rithöfundasambands
Íslands krefst þess að bókaskattur
verði aflagður með öllu og þar með
snúið af þeirri ógæfuleið sem slig-
að gæti stóran hluta bókaútgáfu í
landinu og haft hraðvirk hrunáhrif
á viðkvæma menningu bókaþjóðar.
Að naga af sér fótinn
Gerum ráð fyrir ríkið
ákveði einn daginn að nú
geti fólk ekki lengur keypt
brauð í kjörbúðum. Fara
verði í sérstök bakarí til
þess. Hver yrðu líkleg við-
brögð fólks við slíku vald-
boði?
Samkvæmt könnun,
sem birt var nýlega varð-
andi frumvarp til laga um
að heimilt verði að selja
áfengi í matvöruverslun-
um, er sennilegt að viðbrögð fólks
yrðu eftirfarandi:
Um 30% fólks myndi finnast það
skerðing á einstaklingsfrelsi að fá
ekki að kaupa sér brauð í næstu
kjörbúð um leið og það keypti ýmiss
konar annan varning til heimilisins.
Að þurfa að taka á sig krók eftir
einu brauði sem vantaði í matarkörf-
una fæli í sér hömlur og óþægindi
sem það kærði sig ekki um.
Á hinn bóginn er líklegt út frá
ofannefndri skoðanakönnun að um
70% fólks yrði hæstánægt með þessa
lagasetningu. Þetta fólk kæmi ekki
auga á með hvaða hætti persónu-
frelsi þeirra hefði verið skert því það
gæti jú áfram keypt sér brauð. Það
þyrfti að vísu að hafa meira fyrir
því, en brauðið fengi það að lokum.
Sambærilegar vörur?
Nú kann einhver að hugsa, að ekki
sé um sambærilega vöru að ræða,
vín og brauð. Vín geti vald-
ið skaða, bæði fyrir einstak-
linginn og samfélagið, sé
þess neytt í óhófi. Því er til að
svara, að hið sama má segja
um brauð. Gæti menn ekki
hófs í brauðáti, fitna þeir
og líkur aukast á hjarta- og æða-
sjúkdómum með tilheyrandi kostn-
aði fyrir heilbrigðiskerfið. Vín og
brauð eru því sambærilegar vörur
í þessu samhengi. Báðar vörurnar
eru löglegar, báðar valda skaða við
óhóflega neyslu og báðar kalla fram
ánægju sé þeirra neytt af skynsemi.
Sjónarmiðin sætt
En viti menn! Til er lausn sem gerir
báðum þessum hópum til hæfis.
Annars vegar getum við leyft 30%
hópnum að kaupa vín og brauð í
kjörbúðum en einnig í vínbúðum
og bakaríum. Hins vegar skulum
við leyfa 70% hópnum að sniðganga
vín og brauð í matvöruverslunum
og gera sér í staðinn sérstaka ferð
í vínbúð eftir víni og aðra sérstaka
ferð í bakarí eftir brauði. Þannig
geta 30 prósentin og 70 prósentin
orðið vinir og lifað hamingjusömu
lífi ævina á enda.
Vín eða brauð?
RÚV
Friðrik Rafnsson
þýðandi og stjórn-
ar maður í RÚV
MENNING
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
formaður
Rithöfundasam-
bands Íslands
➜ Þessar skertu
tekjur duga ekki fyrir
óbreyttri starfsemi.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.thjodarspegillinn.hi.is
Allir velkomnir - Aðgangur ókeypisÞ
jó
ða
rs
p
eg
ill
in
n
20
14
Rannsóknir í félagsvísindum XV
Opnir fyrirlestrar
Föstudaginn
31. október 2014
kl. 9-17 við Háskóla Íslands
• Félags- og mannvísindadeild
• Félagsráðgjafardeild
• Hagfræðideild
• Lagadeild
• Stjórnmálafræðideild
• Viðskiptafræðideild
➜ Báðar vörurnar eru
löglegar, báðar valda
skaða við óhófl ega
neyslu ...
➜ Fimm Evrópulönd leggja
ekki virðisaukaskatt á
bækur þar sem slíkt stríðir
gegn menningar- og mennta-
stefnum þessara þjóða.
VIÐSKIPTI
Guðmundur
Edgarsson
málvísindamaður