Akureyri


Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 1

Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 1
V I K U B L A Ð ÞESSI NÝSTÁRLEGA ÚTFÆRSLA á setbekkjum bæjarins er afurð hópvinnu nemenda af listhönnunar- og fagurlistadeildum Myndlistaskólans á Akureyri. Þessum tiltekna bekk er hugsaður staður á horni Dalsbrautar og Akurgerðis. Verkefnið er hluti af viðamikilli vor- og útskriftarsýningu Myndlistaskólans sem opnar klukkan 13.00 í dag og stendur fram á sunnudag. Völundur 17. MAÍ 2012 19. tölublað 2. árgangur Gl er ár to rg Hv ann ave llir Gl er ár ga ta Við erum hérALTERNATORAR OG STARTARAR Í BÍLA Flestar gerðir á lager. Viðgerðir og bilanagreining. Ásco ehf - Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri · Sími: 461 1092 · E-mail: asco@asco.is BÍLARAFMAGN VARAHLUTIR RAFGEYMAR ALPINE HLJÓMFLUTNINGSTÆKI ÁSCO Dularfulla tvöfalda plastmálið – sjá síðu 3 Álagið hefur aukist á nemendur Framhaldsskólum á Íslandi er ætlað að mennta hvern nemenda fyrir um 400 þúsund króna lægri fjárhæð en bæði yngri og efri skólastig. Þetta segir Jón Már Héðinsson skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. Hann segir að önnur skólastig séu þó ekki ofhaldin af sínum fjárveitingum. „Ég átta mig ekki alveg á þessu og hugsa stundum ætli almenn- ingur í landinu viti af þessu? Skólar eiga að vera óskabörn þjóðarinnar og það á að vænta mikils af þeim,“ segir skóla- meistari MA sem staðhæfir að ekki hafi verið hugsað fyrir fjárveitingu með nýjum framhaldsskólalögum. Þá gagnrýnir Jón Már þingmenn fyrir það hvernig þeir leyfi sér að tala til æsku landsins. „Brýnt er að við veltum alvarlega fyrir okkur hvernig umræðan í þjóðfé- laginu snertir nemendur líkt og reyndar alla aðra landsmenn. Stöðug umræða um að ekkert sé að gerast í þessu landi, að enginn bregðist við neinu, að þessi svoköll- uðu hjól atvinnulífsins fari aldrei í gang, að þau séu stirð og óhreyfanleg, þessi umræða hefur auðvitað áhrif á þennan skóla eins og alla aðra skóla og við sjáum að henni fylgir aukaálag fyrir nemend- ur,“ segir Jón Már. Afleiðingarnar eru m.a. þær að hans sögn að þröskuldurinn fyrir námsálagi nemenda lækkar. Þess vegna eigi nemendur að einhverju leyti erfiðara með nám. Sjá viðtal bls. 12-13

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.