Akureyri


Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 6

Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 6
6 17. MAÍ 2012 – LEIÐARI – Allt þykir skárra en iðrun Margir velta þessa dagana fyrir sér spurningunni: Hvað er að þingmönnum? Hvurslags háttalag er það að stunda málþóf við hvert tækifæri til að koma í veg fyrir að smá mál sem stór fari í gegn? Hvað á það að þýða hjá þingmönnum stjórnarmeirihlutans að láta eins og að ríkið sé eign ríkisstjórnarinnar? Hvers konar mannasiðir eru það hjá bæði þingmönnum meirihlutans og minnihlutans að uppnefna annað fólk, kalla saklausa borgara asna og fífl fyrir litlar sakir? Og eins og skólameistari Menntaskólans á Akureyri kemur inn á í opnuviðtali í Akureyrar- blaðinu í dag: Hvers konar ruddamennska er það gagnvart æsku landsins að setja orðræðuna þannig fram að blessuð börnin fái á tilfinninguna að Ísland sé vonlaust land. Helsta gildi alhæfinga er að þær spara tíma. Auð- vitað er það ekki þannig að allir þingmenn þessa lands séu óalandi og óferjandi. Sumir þeirra eru vel færir um að vinna vinnuna sína og gera það með prýði frá degi til dags. Hins vegar fer mest fyrir þeim hópi sem vælir mest. Sá hópur virðist einnig staðráðnastur í því að ætla að vinna íslenskri þjóð sem mest ógagn. Af því að „hinum“ verði kennt um það. Þurfa hlið- verðir upplýsingasamfélagsins, fjölmiðlarnir, e.t.v. að endurskoða hvað þyki fréttnæmt? Fram til þessa hafa bölspámenn átt í andlegu ástarsambandi við blaðamenn. Með því að hrópa krassandi setningar sem einu sinni vöktu athygli. Nú er kannski orðið tímabært að rétta þeim gjallarhornið sem ekki sjá heimsendi við hvert fótmál. Þjóðarskútan steytti á skeri, það kom gat á skip- ið og flæddi inn sjór. Árið var 2008. Allar dælur voru settar á fullt. Mikið þurfti að hafa fyrir því að koma blindfullri áhöfninni frá, en þjóðinni tókst að róa sjálfri í land og gera út nýjan túr, sumpart með óreyndri áhöfn. Sú áhöfn hefur reynst erfið, ódælir liðhlaupar eru þar innan um, lýðskrumarar og tæki- færissinnar af verstu sort. En skipstjórarnir standa enn vaktina, túrinn stendur yfir, honum lýkur ekki fyrr en næsta vor. Það má deila um siglingarleiðina, sjókortin og færslur í loggbókinni en hitt er ekki dæmi um herkænsku að kasta sprengjum að byrðingi skipsins og kvarta svo einnig undan öryggisleysi og viðsjá á ferðalaginu. Kannski hafa þeir sem sprengjunum kasta það enn að leiðarljósi sem birtist okkur hjá dæmdum stýrimönnum þjóðarskútunnar. Að fyrr skuli allt sprengt í loft upp og krakkarnir okkar í framhalds- skólunum líka, en að sýna vísi að iðrun. Sem þó er það nýja upphaf sem samfélagið þarfnast. Með ritstjórakveðju Björn Þorláksson AKUREYRI VIKUBLAÐ 19. TÖLUBLAÐ, 2. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. Netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856. Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 10.000 eintök. Dreifing: 10.000 EINTÖK ÓKEYPIS – AKUREYRI, PÓSTNÚMER 601, SIGLUFJÖRÐUR, ÓLAFSFJÖRÐUR, DALVÍK, GRENIVÍK OG HÚSAVÍK VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá stjórnarmenn Stapa sem hafa opinberlega talað niður mistök starfsfólks og eigin ábyrgð í klúðri á klúðri ofan. Að deila milljarða handvömm niður á fjölda launagreiðenda og segja: Iss, þetta er nú bara 20.000 króna tap á kjaft er vægast sagt... veruleikafirrt... LAST fá þeir sem ganga illa um Kjarnaskóg, okkar annars frábæra útivistarsvæði. Það er óþolandi hversu margir virðast ekki víla það fyrir sér henda rusli tvist og bast um svæðið... LAST fá hundaeigendur sem leyfa hundum sínum að ganga örna sinna á leiksvæðinu við Bugðusíðu. Kona semn býr í Kjalarsíðu segir að þarna séu dagmömmur með fullt af litlum börnum, en þegar þær hafi lokið sínum vinnudegi og um helgar þá komi á svæðið hundaeigendur með sína hunda þrátt fyrir að á húsinu sé merki um hundabann. „Mér var alveg ofboðið um helgina og get því ekki orða bundist, þarna var fólk að sleppa hundunum sínum lausum, þeir gerandi þarfir sínar hér og þar um svæðið, mígandi utan í húsið og girðingarnar. Ekki var fólkið að hafa fyrir því að hirða upp eftir sinn hund,“ segir konan í tölvupósti til Akureyrar vikublaðs. LAST fá þeir sem búa þannig um hnútana að börnin okkar fái ekki nógu góða næringu í skólamáltíðum. Kona hafði samband við blaðið og staðhæfði að sú breyting um áramótin á Akureyri að hafa sameiginlegan matseðil sé gott mál en almennt hafi maturinn versnað. Oftar séu nú bollur, fars, snitsel og önnur mikið unnin matvara. LAST fær ökumaðurinn sem kveikti sér í sígarettu í bíl á Hagkaupsplaninu og púaði og blés tóbaksreyknum fyrir framan ungt barn sem var í bílnum, segir karl sem hafði samband við blaðið. Segir hann að blessunarlega sé orðið sjaldgæft að sjá svona ofbeldi en því meiri athygli veki það. LÍFRÍKIÐ EYÞÓR INGI JÓNSSON Akureyri vikublað í 19. sæti samræmdrar vefmælingar Vefur Akureyrar vikublaðs, akv.is, er samkvæmt Modernus, samræmdri vef- mælingu, í 19. sæti yfir mest sóttu vef- síður Íslands. Þetta sýnir mæling frá tímabilinu 7. maí til 13. maí sl. Ef aðeins eru skoðaðir fréttamiðlar í hópi vinsælustu vefsíðna er Mbl í fyrsta sæti, Vísir er í öðru sæti, Dv í 3. sæti, Pressan í 5. sæti, Rúv í 7. sæti, Eyjan í 11 . sæti og svo kemur kemur akv.is í 19. sæti. Vefsíða Akureyrarblaðsins er því sjöundi vinsælasti fréttavefmiðill landsins. Akv. is er vinsælasta vefsíðan sem starfrækt er utan höfuðborgarsvæðis. FJÖLBREYTNI LYKILATRIÐI En hver er galdurinn á bak við þessa miklu aðsókn? Sóley Björk Stefánsdóttir er ritstjóri vefjarins: „Hluti af galdrin- um er kannski að hafa áhuga á öllum hliðum mannlífsins. Það hefur sárlega vantað vefmiðil sem segir fjölbreyti- legar norðlenskar fréttir. Það er alveg jafn merkilegt fyrir suma að það hafi hópur allsberra stráka hlaupið í gegnum miðbæinn eins og það er fyrir aðra að lífeyrissjóður hafi skorið niður réttindi lífeyrisþega. Við erum eins misjöfn og við erum mörg og öll höfum við áhuga á okkar umhverfi út frá okkar eigin forsendum“. Hún bætir við: „Annar mikilvæg- ur hluti er að fólk virðist hafa fund- ið þarna vettvang til að ræða málin. Skoðanaskiptin í athugasemdakerfinu eru oft mjög öflug og breiður hópur fólks sem þar tekur til máls. Auðvit- að vill fólk ræða mannlífið og bæjar- málin og skiptast á skoðunum. Fólk er líka duglegt við að senda inn greinar til birtingar og margar þeirra hafa náð miklum vinsældum enda er heil hersing af fólki út um allt sem hef- ur eitthvað að segja og vill gjarnan deila hugsunum sínum og skoðunum með öðrum. Ég hef líka aðstoðað fólk við að koma orðum að hlutunum ef fólki finnst það ekki geta það nógu vel. Nútímamiðlarnir eru tvímælalaust tækifæri til skoðanaskipta í auknum mæli.“ a VIÐ HJÚIN SKRUPPUM í Mývatnssveit á laugardaginn. Mývatnssveit er jú paradís fuglaáhugamannsins. Einkennisfugl Mývatnssveitar er húsöndin, þessi gullfallega önd, sem verpir hvergi annarsstaðar í Evrópu. Íslenski stofninn er lítill, í kring um 2000 fuglar. Hegðun húsandar er skemmtileg á varptíma. Karlfuglinn ver óðal sitt með hörku og eru oft mikil átök. Kollan verpir oftast í hraunholum eða í varpkössum. Hún læt- ur sér ekki alltaf nægja að verpa í eigið hreiður. Kollur verpa stundum í hreiður hjá hver annarri, til að auka möguleikann á því að ungar komist á legg. Mikill munur er á útliti og stærð kynjanna eins og sjá má á myndinni sem tekin var á laugardag. Þegar keyrt er niður af Mývatnsheiðinni má nær alltaf sjá húsendur á Laxánni. VEFURINN byggir á fjölbreyttum efnistökum sem þjóna misjöfnum hópum fólks.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.