Akureyri - 17.05.2012, Blaðsíða 14
14 17. MAÍ 2012
BETRI TÍÐ MEÐ BLÓM Í HAGA
Það er talað um fátt annað þessa dagana en Ólaf Ragnar
og Veðrið, sem dunið hefur yfir íslendinga síðustu daga.
Bæði eiga þau það sameiginlegt að koma alltaf jafn
mikið á óvart. Ekki þó alveg á sama hátt og þruma úr
heiðskíru lofti. Eins og Ólafur hefur veðrið verið nokku
skikkanlegt upp á síðkastið. Engar óvæntar uppákomur.
Enda er að koma vor og vorin hafa tilhneigingu til að
vera hvorki né. Ekkert spes, en gefa fyrirheit um sólríka
sumardrykki og almennan léttleika tilverunnar. Að
baki er langvarandi leiðindaveður, sem hefur
hægt og bítandi gert íbúa landsins þreytta og
arga. Margra mánaða stöðug leiðindi með
stöku uppþoti, þótt þennan veturinn hafi það
hvorki verið ísbjörn eða ísbjörg (icesave) sem
hafi markað spor í snjóinn.
Janúar og febrúar eru almennt
leiðinlegustu mánuðirnir. Síðustu
metrarnir í maraþoninu. Kjörtímabili
Ólafs alveg að ljúka. Snjórinn sem
eitt sinn var krúttlegur og jafnvel
hressandi er orðinn markaður sóti
og alveg rosalega þreytandi. Bíl-
arnir komast hvorki áfram né aftur
á bak. Svo hækkar sól á lofti. Snjórinn
bráðnar af götunum og allt er með kyrrum kjörum. Lítið
að gerast. Garðhúsgögnin dregin út úr dimmum kytrum.
Stuttbuxurnar mátaðar og gefa nákvæma mælingu á
þeim vetrarforða sem safnast hefur. Sumarið er í nánd.
Ekki komið. En handan við hornið.
Þá gerist það. Við vissum það. Það hefur tilhneigingu
til að henda þegar kjálkinn slaknar aðeins og hugur-
inn er farinn annað. Þegar allt virðist stefna í nokkuð
ljúfa átt. Þá kemur það. Hretið! Og kjálkinn herpist.
Skemmtiskelfir! Leiðinlegi gaurinn er víst ennþá í
partýinu. Garðhúsgögnum er aftur ýtt inn í ystu
myrkur. Stuttbuxurnar fara aftur inn í skáp og
það er hlaupið út í búð eftir stóru súkkulaðistykki.
Hvítt teppi leggst yfir landið allt. Og það er hvorki
krúttlegt né hressandi heldur eins og ein-
hver hafi fært markið í maraþonhlaupinu.
Það skal þó hafa í huga að þetta
er bara hret. Veturinn getur ekki ver-
ið endalaus og hretið er merki um að
hann tekur brátt enda. Endanlega. Það
er að koma dagur og leiðinlegi gaurinn í
partýinu verður einhvertíman að fara heim.
Ætli það sé ekki best að beita æðruleysi. Því
bráðum kemur betri tíð – með blóm í haga.
ANDARTAK MEÐ ARNDÍSI
Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // kraftbilar@kraftbilar.is
www.kraftbilar.is
Hefur þú prófað smurþjónustu
Kraftbíla og ?
LÉTTSKOÐUN
Bjóðum upp á ókeypis
léttskoðun sem er
góður kostur til að leita
hagkvæmra leiða
varðandi viðhald á
bílnum þínum.
Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi
Sími 580 5800 • www.landvelar.is
Slönguhjól og kefli
Fjaður inndraganleg - plast, stál eða ryðfrí umgjörð
Ýmsar slönguútfærslur fyrir vatn, loft og olíur
Borgarstjóri Denver heimsækir Akureyri
Á miðvikudaginn í síðustu viku fengu
Akureyringar góða gesti alla leið frá
Denverborg í Coloradofylki Banda-
ríkjanna. Það voru borgarstjórinn í
Denver, Michael Hancock, ásamt borg-
arfulltrúum, fulltrúum ferðamálayfir-
valda og sendiherra Bandaríkjanna á
Íslandi. Með í för voru einnig þrír af
stjórnendum Icelandair. Tilgangurinn
með komu borgarstjórans til Akureyr-
ar var undirbúa vinabæjasamband
Denver og Akureyrar.
Fólkið kom til Íslands með fyrsta
beina fluginu milli Denver og Keflavík-
ur en Icelandair áætlar fljúga þá leið
fjórum sinnum í viku árið um kring.
Vonast er til að með innanlands-
flugi milli Akureyrar og Keflavíkur
muni fjöldi ferðamanna aukast á
Norðurlandi en algengt hefur verið
að bandarískir ferðamenn sem koma
með flugi til Keflavíkur ferðist lítið út
fyrir Suðurlandið.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæj-
arstjóri og starfsfólk Akureyrarstofu
tóku á móti hópnum og buðu þau
hópnum í kynnisferð til Hríseyjar. Á
leiðinni var bláskelsræktun skoðuð
en þegar út í Hrísey var komið var
fólkinu ekið í traktorskerru um eyjuna
og endað í húsi Hákarla-Jörundar þar
sem bláskel var snædd.
Á bakaleiðinni var komið við í
Sundlaug Akureyrar þar sem gestir
spígsporuðu um bakka laugarinnar og
dáðust að lúxusinum sem heita vatnið
okkar býður uppá.
Ferðin endaði svo í Hofi þar sem
Eiríkur Björn og Michael Hancock
skrifuðu undir viljayfirlýsingu um
vinabæjasamstarf en í því felst að báð-
ir bæirnir munu setja á stofn undir-
búningsnefndir sem eiga að tryggja
góð samskipti ásamt fjármunum og
vinnuframlagi til verkefnisins. Þessar
nefndir munu svo hittast að ári liðnu
til að ræða kosti þess að stofna til
vinabæjarsambands. a
HÓPURINN Í SKOÐUNARFERÐ um Hrísey á traktorskerru Daníel Starrason
MICHAEL HANCOCK VAR mjög hrifin af Grýlu í göngugötunni Daníel Starrason