Akureyri - 17.05.2012, Qupperneq 2
2 17. MAÍ 2012
Ríkissjóður auglýsir
Hólssel til sölu
Ríkissjóður hefur auglýst eftir tilboð-
um í fasteignina og eyðijörðina Hóls-
sel í Norðurþingi. Hólssel stendur
skammt frá Grímsstöðum á Fjöllum
en þar hefur Kínverjinn Huang Nubo
áform um að koma á ferðaþjónustu.
Ekki fæst uppgefið hvort tengsl séu
milli áforma Kínverjans og sölunnar
á Hólsseli en um er að ræða tveggja
hæða einbýlishús sem byggt er úr
timbri og holsteini ásamt hesthúsi
og vélaskemmu á 34.636 m² leigulóð.
Húsið er samtals 166,6 m², byggt
árið 1939. Þá er hesthúsið 62 m²,
byggt árið 1962 og véla- og verk-
færageymsla 60 m², byggð árið 1979
skv. Fasteignaskrá Íslands. Sagt er í
auglýsingu að einbýlishúsið þarfnist
mikils viðhalds.
Brunabótamat eignarinnar er kr.
31.235.000,- og fasteignamat er kr.
5.467.000. a
Saga til næsta bæjar
„Það hefði einhvern tíma þótt saga
til næsta bæjar að KA-menn styddu
ekki umbætur á eigin keppnisvelli en
þannig virðist þetta vera núna,“ segir
Hjörleifur Hallgríms Herbertsson.
Hjörleifur sem situr sem vara-
maður fyrir L-listann, lagði fram
tillögu á fundi Fasteigna Akureyrar
í síðustu viku um að aðgengi áhorf-
enda að Akureyrarvelli yrði malbikað.
KA nýtir nú völlinn sem heimavöll.
Tillagan var felld með tveimur at-
kvæðum gegn atkvæði Hjörleifs.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi
atkvæði gegn tillögunni sem og Sig-
ríður María Hammer. Njáll Trausti
Friðbertsson D-lista og Sigfús Arn-
ar Karlsson B-lista sátu hjá við af-
greiðslu málsins.
Með ummælum sínum á Hjör-
leifur við hina síðasttöldu sem hann
segir mikla KA-menn. a
Óvíst að tankurinn í
Mývatni sé fullur af olíu
„Það hlýtur að vera samfélagsverk-
efni okkar allra að bjarga þessum
olíutanki,“ segir Pétur Björgvinsson,
djákni á Akureyri og áhugamaður
um umhverfisvernd vegna frétt-
ar Akureyrar vikublaðs í síðustu
viku um týndan olíutank á botni
Mývatns.
Fjölmargir höfðu samband við
ritstjórn blaðsins í kjölfar fréttar-
innar, þar á meðal fulltrúar frá köf-
unarþjónustum sem lýstu hug á að
finna tankinn og koma honum burt
úr vatninu. Vandinn er hins vegar
sá að enginn veit hverjum ætti að
senda reikninginn fyrir útlögðum
kostnaði við leit og brottflutning
olíutanksins ef hann finnst. Jafnvel
þótt viðkomandi hygðust gefa sjálfa
vinnuna segja kunnugir að björgun
hljóti að verða kostnaðarsöm. Tank-
urinn hvarf í djúpið við vinnu vegna
starfsemi Kísiliðjunnar en átta ár
eru síðan fyrirtækið hætti störfum.
Er helst nefnt að ríkið ætti að koma
að kostnaði við björgun tanksins.
Skiptar skoðanir eru meðal
heimamanna í Mývatnssveit um
mikilvægi þess að finna tankinn.
Starfsmaður Umhverfisstofnunar
við Mývatn, Bergþóra Kristjánsdóttir,
hefur eftir heimamönnum að búið
hafi verið að dæla töluverðu af olíu
úr tankinum og því fari fjarri að tala
um að 1000 lítrar séu í honum. Berg-
þóra segir hugsanlegt að tankurinn
hafi fyllst af vatni og sokkið þess
vegna. „Ég hef ekki miklar áhyggjur
af þessu máli,“ segir Bergþóra.
Aðrar heimildir herma að tank-
urinn hafi sokkið á sprungusvæði
og kunni að reynast mjög erfitt að
finna hann, burtséð frá því hve mikla
olíu sé að finna í honum. Einn fyrr-
verandi starfsmaður Kísiliðjunnar
vildi koma því á framfæri að allt
hefði verið gert til að finna tankinn
á sínum tíma, kafarar að sunnan
hefðu m.a. verið fengnir til að leita
en vandinn væri sá að þarna væri
mikið magn af kísilgruggi þannig að
skyggni til köfunar hafi verið afleitt.
Árni Einarsson, líffræðingur við
Rannsóknarstöðina við Mývatn,
lítur málið alvarlegum augum. Hann
telur ekki útilokað að allt að 1000
lítrar af olíu séu í tankinum. Lífríki
Mývatns er viðkvæmt og einstætt
sem gerir umhverfisþáttinn enn
veigameiri en ella. a
Léttölsauglýsingar menningarverðmæti?
Unnsteinn Jónsson, framkvæmda-
stjóri hjá Vífilfelli á Akureyri, er
harðorður í garð innanríkisráð-
herra vegna frumvarps um hert
bann við áfengisauglýsingum. Í
grein í Fréttablaðinu segir að ef
frumvarpið nái fram að ganga
muni störfum við íslenska bjór-
framleiðslu fækka. Samkvæmt
frumvarpinu megi ekki segja eitt
aukatekið orð um íslenskan bjór
eða annað áfengi opinberlega og
liggi 10 milljón króna sekt við broti
á því banni.
„Lögunum er bersýnilega stefnt
gegn því hófstillta markaðsstarfi sem
íslenskir bjórframleiðendur hafa
stundað í gegnum árin. Þeir hafa
stutt tónleikahald á vínveitingastöð-
um og fengið í staðinn að minnast á
vörumerki sín. Léttölsauglýsingar
hafa skemmt landanum um árabil.
Tilgangurinn hefur sá einn verið að
fá neytendur til að velja innlenda
framleiðslu umfram erlenda og það
hefur svo sannarlega tekist,“ segir
Unnsteinn.
Sala á íslenskum bjór nemur
rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á
landi. Framleiðsla, sala og dreifing
á íslenskum bjór er talin skapa um
150 störf. Tæpur helmingur þessara
starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi.
„Ekki bætir úr skák að erlendar
auglýsingar um þessa sömu vöru,
t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu
hafa greiðan og óheftan aðgang að
landsmönnum samkvæmt lagafrum-
varpinu. Mismunun milli innlendra
og erlendra framleiðenda verður
æpandi,“ segir Unnsteinn. a
VERKFÆRI BÍLAPERUR
EFNAVÖRUR VINNUFÖT
og margt eira
Würth verslun, Freyjunesi 4
603 Akureyri, sími 461 4800
VERKFÆRI BÍLAPERUR EFNAVÖRUR
VINNUFÖT og mARgT FLEIRA
WüRTh VERsLUN, FREyjUNEsI 4 603 AKUREyRI, sÍmI 461 4800
Áfram veginn
Kuldaboli hefur bitið Norð-
lendinga og gesti þeirra síðustu
daga. Ekki er annað í boði en
að bíta á jaxlinn og ösla áfram
lífsgötuna, enda veðrið sumpart
spurning um hugarástand.
Helga Kvam
VÍFILFELL Á AKUREYRI ætli frumvarpið geri út um risavöxnu bjórdósina við Hjalt-
eyrargötuna? Völundur