Akureyri


Akureyri - 17.05.2012, Síða 4

Akureyri - 17.05.2012, Síða 4
4 17. MAÍ 2012 Ruslagámastöð í Innbæn- um veldur hneykslan Mikil óánægja er meðal Innbæ­ inga um staðsetningu gámasvæðis sem mun að sögn ósáttra þrengja að eina leikvelli hverfisins, Leiru­ velli Á kynningarfundi um nýtt deiliskipulag í síðustu viku birtist þessi skoðun en tillagan að nýju deiliskipulagi hlaut að öðru leyti fremur góðan hljómgrunn. „Það veldur hneykslan okkar flestra sem höfum komið að þessu máli, íbúar, leiðsögumenn og fleiri, að bærinn ætlar sér að koma ruslagámastöð fyrir á leikvellin­ um. Rétt við hliðina á sambýli sem þar er, beint á móti elsta húsi bæjarins, Laxdalshúsi, og í næsta nágrenni við vinsælustu ísbúð landsins,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Innbænum. „Við höfum með öllum ráðum barist fyrir því að fá endurgerðan Leiruvöllinn í Hafnarstræti og hafa þær umræður farið fram allt frá því 2004.“ Sigurbjörg segir að umburðarlyndi ríki í Innbænum gagnvart fyrirtækj­ um og þeirri umferð sem þeim fylgi en „það væri hins vegar að æra óstöðugan að ætla sér að bæta við þeirri umferð sem myndi fylgja ruslagámunum, svo ekki sé talað um það ónæði sem þeim fylgir, vond lykt, óþrifnaður, flugur og annar óskapnaður. Það er að okkar mati fráleitt að koma gámunum fyrir á leiksvæði í miðju íbúðarhverfi.“ Sigurbjörg segir brýnt að koma í veg fyrir þessa staðsetningu og að vandað verði til verka við úrbætur á Leiruvelli.a Verslunarmaður segir Glerártorg áróðursstað fyrir Evrópusambandið Óánægja ríkir meðal andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu eftir að Jakob Björnsson fram­ kvæmdastjóri Glerártorgs heimil­ aði Evrópustofu að kynna Evrópu­ sambandið í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Hjörleifur Hallgríms verslunarmaður segir að um opinbert rými sé að ræða. Hann telur óviðeig­ andi að rekinn sé áróður fyrir ESB fyrir framan fólk í verslunarferð. „Hvernig stendur á því að þarna er leyfð kynning á ESB?“ spyr Hjörleif­ ur. „Með þessu er Glerártorgi breytt í áróðursstað,“ bætir hann við. Jakob Björnsson, framkvæmda­ stjóri Glerártorgs, segir málið byggt á misskilningi. Ef Glerártorg hefði aðeins heimilað einum aðila með einn málstað að kynna sig væri það sannarlega óhæfa. Þeir sem vilji kynna mótrök gegn aðild að ESB geti hins vegar allt eins gert það inn­ an veggja verslunarmiðstöðvarinnar. „Þetta er ekki ólíkt því og ef menn vildu dreifa miðum í göngugötunni, þeir sem vilja kynna sér sjónarmið lesa eða hlusta en ekki þeir sem það ekki vilja. Ég gæti sagt þér ýmislegt um mínar skoðanir á hinu og þessu en það er ekkert samhengi milli þess og þess sem kynnt er á Glerártorgi. Við höfum leyft forsetaframbjóðend­ um, talsmönnum Samherja og mörg­ um öðrum að hafa þarna kynningu, þetta er opið rými,“ segir Jakob. a Veðrið er stærsta ævintýrið „Veður hefur vissulega breytileg áhrif á starfsemi eins og ferðaþjónustu en við reynum að láta veðr­ ið aldrei hafa slæm áhrif á okk­ ur. Því til staðfestingar nefni ég að við lýsum bara veðrinu á þrjá vegu; veður getur verið „very good“, veður getur verið „good“ og svo getur veður verið „refreshing“ sem er þessi týpa sem við erum með núna,“ sagði Sævar Freyr Sigurðs­ son, framkvæmdastjóri Saga Travel á Akureyri, fannbarinn en í fínu skapi þegar blaðið hafði tal af honum í óveðurshvellinum miðjum nú í vikunni. Sævar segir að starfsfólk í ferðaþjónustu taki veðr­ áttunni eins og hún birtist. Saga Travel sé með það mikla „vöruflóru“ að þeirra fyrirtæki hafi getað brugðist við norðanhretinu með breyttum áfangastöðum. Spurð­ ur um viðbrögð útlendinganna við norðanáhlaupinu segir Sævar að veðrið sé oft stærsta ævintýrið í augum þeirra sem sækja Ísland heim. „Við höfum til dæmis aldrei fengið meira hrós frá okkar viðskiptavinum en sl. vetur þegar veðrið varð þannig í einni ferðinni að við komumst ekki aftur heim til Akureyrar heldur urðum að gista á Húsavík.“ Saga Travel fékk nýsköpunarverðlaun frá Akureyrar­ bæ fyrir skemmstu en fyrirtækið er vaxandi í ferðaþjón­ ustu og mun veita allt að 14 manns atvinnu í sumar. a LOGI MÁR EINARSSON arkitekt kynnir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Innbæinn. Fram kom í máli hans að sakir þess hve Innbærinn þykir merkilegt hverfi hafa íbúar ekki alfrjálsar hendur þegar kemur að framkvæmd eins og þeirri að velja lit á húsið sitt. MEINTUR ÁRÓÐURSVETTVANGUR Völundur ÞEGAR VEÐUR SKIPAST Í LOFTI þurfa ferðaþjónustuaðilar eins og Saga travel að geta kúvent í hendingskasti. Völundur LEIKVÖLLURINN SEM SAGÐUR er í niðurníðslu. Völundur Tveir missa vinnu hjá LA En fjórir nýir leikarar ráðnir Ein og hálf staða verður lögð nið­ ur hjá Leikfélagi Akureyrar næsta leikár frá því sem nú er. Um ræðir stöðu smiðs í 100% starfi og 50% starf sem snýr að ýmsum verkefn­ um. Eiríkur Haukur Hauksson fram­ kvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar segir að alls verði níu föst störf hjá LA næsta vetur, fjórir fastráðnir leikarar og fimm í öðrum störfum, þ.á.m. hann sjálfur. Hann segir síðasta leikár hafa gengið vonum framar. Félagið hafi nánast daglega verið nálægt gjald­ þroti og rekstrarstöðvun vegna lausafjárvanda. Fólk sjái fram á betri tíma þótt mjög mikið aðhald verði í rekstrinum næsta leikár. a SÆVAR FREYR SIGURÐSSON

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.