Akureyri - 30.04.2014, Side 2
2 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014
GRÁSLEPPA
Kaupum ferska óskorna
Grásleppu um allt land.
Tökum einnig verkuð
hrogn til útutnings.
Fiskislóð 34, 101 Reykjavík
Sími 520-7302 (Ragnar)
Sæluvikan stendur yfir
Sæluvika, lista- og menningarhá-
tíð í Skagafirði, var sett sunnu-
daginn 27. apríl sl. í íþróttahúsinu
á Sauðárkróki þar sem jafnframt
var haldin atvinnulífssýning.
Stendur Sæluvikan til sunnudags-
ins 4. maí.
Sæluvika Skagfirðinga er ein
elsta menningarhátíð landsins en
upphaf hennar má rekja til ársins
1874 þegar svokallaðir sýslufundir
hófust. Skemmtanir voru jafnan
haldnir í tengslum við þessa fundi
og tóku þær smám saman á sig þá
mynd sem Sæluvikan er í dag.
Í Sæluvikunni nú er að finna fjöl-
marga lista- og menningarviðburði,
s.s. tónlistarveislur, myndlistasýningar,
bílabíó, kirkjukvöld, leiksýningar,
knattspyrnumót, kvikmyndasýningar,
hestasýningar og fjölmargt fleira. a
Unga fólkið er bílafólk
Nánast 100% ánægja er með þá
ákvörðun að hafa frítt í strætó á
Akureyri. Þetta sýna niðurstöður
úr könnun sem Háskólabrú Keilis
á Akureyri vann. 97% af svarend-
um játuðu spurningu hvort það ætti
að vera ókeypis í strætó á Akureyri.
Um 57% svarenda segjast nýta
sér strætó innanbæjar samkvæmt
könnuninni. Aðeins lítil brot Ak-
ureyringa fer hins vegar í strætó út
fyrir Akureyri, t.d. milli Akureyrar
og Reykjavíkur. 18% hafa nýtt sér
þá þjónustu en 82% ekki.
Þá var einnig spurt um viðhorf
bæjarbúa til aksturs bifreiða í hinni
svokölluðu göngugötu í miðbæn-
um. Þar reyndust skoðanir nokkuð
skiptar. Fleiri vilja þó aksturshöft
en að bílar aki um göngugötuna
allan ársins hring. Gefnir voru þrír
afstöðumöguleikar, að loka götunni
fyrir bílum þegar mikill mannfjöldi
er í bænum, hafa hana alveg lokaða
nema aðeins vegna vörulosunar eða
skerða alls ekki bílaumferð. Fleiri
hallast að því að hafa einhver höft
á bílaumferð í göngugötunni en
viðhorf ungmenna skera sig nokkuð
úr, því meirihluti fólks undir tvítugu
styður bílaumferð í göngugötunni.
-BÞ
Tilraun mistekist nú þegar
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar-Iðju, segir að sú tilraun
þegar verkafólk sættist
á hóflegar kjarabætur
í vetur í von um litla
verðbólgu og aukinn
stöðugleika hafi mistek-
ist. Verkalýðshreyfingin
hafi samið í þeirri trú
að allir hópar þjóðfé-
lagsins færu þessa leið.
Kjarasamningar sem
gerðir hafi verið síðan
við aðra hópa sýni að
meiri peningar virðist til
skiptanna. Ferlið kalli á
endurskoðun og aðgerðir
þegar samningar losna
í febrúar næstkomandi.
„Þessi tilraun er þegar
orðin skökk, ég tel að hún hafi mis-
tekist,“ segir Björn.
Hann krefst leiðréttingar fyrir
verkafólk. „Ég vil fá stærri hluta
af kökunni eftir eitt ár fyrir mína
félagsmenn.“
Baráttudagur verka-
fólks, 1. maí, er á morgun.
Björn segir þann dag
mikla hátíð í sínum huga
þótt menn gangi missátt-
ir til leiks ár hvert eftir
því hve stórir sigrar hafi
unnist.
Það ber til tíðinda að
endurvakinn verður úti-
fundur á Ráðhústorgi í
kjölfar kröfugöngunnar
klukkan 2 eftir áralangt
hlé, að fundi loknum
verður boðið upp á kaffi
í Hofi.
„Ég held við séum alltaf
að vinna einhverja sigra
þótt þeir séu misstórir, fyrsti maí
er alltaf okkar uppskeruhátíð þótt
stundum sé maður ekki sáttur við
hvernig gæðunum er skipt.“ -BÞ
Eyfirðingum þakkað
Fundur landeigenda á fyrirhug-
aðri Blöndulínu 3, sem haldinn var
á Mælifellsá í Skagafirði þann 19.
apríl 2014 hefur sent frá sér álykt-
un þar sem fundarmenn „óska
landsmönnum öllum til hamingju
með að jarðstrengir eru nú metnir
sem valkostur við raflínulagnir um
Sprengisand“. Lýst er yfir stuðningi
við verndun hálendisins og loftlínu
um Sprengisand mótmælt.
Í ályktun fundar landeigenda
segir: „Um árabil hafa íbúar á leið
Blöndulínu 3 barist gegn þrýstingi
Landsnets um lagningu háspennu-
línu og krafist þess að metin verði á
hlutlausan hátt lagning jarðstrengja
á þeirri leið sem Íslandi öllu. Jafn-
framt er þess krafist að stjórnvöld
leggi niður aðflutningsgjöld af jarð-
strengjum til samræmis við loftlínur.“
Eyfirðingum og eyfirskum sveit-
arstjórnarmönnum er „þakkað
frumkvæði og framsýn stefna um
lagningu jarðstrengja, landsmönnum
og náttúru Íslands til hagsbóta og
er skorað á sveitarstjórn Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar að fylgja þeirra
frumkvæði“ eins og segir í álykt-
uninni.
Fundurinn sendir baráttukveðj-
ur til landeigenda á Suðurnesjum
„sem nú er hótað eignarnámi í þágu
stóriðju“. a
BJÖRN SNÆBJÖRNS-
SON: FYRSTI maí er
alltaf okkar uppskeru-
hátíð þótt stundum sé
maður ekki sáttur við
hvernig gæðunum er
skipt.
VIÐHORF SVARENDA TIL bílaumferðar í Hafnarstræti eftir aldri. Aðeins tvítugir og yngri eru meira áfram um bílaumferð í göngugöt-
unni en aksturshöft. Kannski finnst unga fólkinu gaman að skella sér á miðbæjarrúntinn í kjölfar bílprófs eða þá að loftmengun og
hávaði eru því ekki ofarlega í huga?
EINRÓMA ÁNÆGJA ER með frían strætó
á Akureyri eins og sést á þessari mynd.
ÞESSI MYND SÝNIR að fái nýta sér strætó
út fyrir Akureyri. “Hefurðu nýtt þér strætó
sem gengur út fyrir Akureyri t.d. Reykja-
víkur, Dalvíkur og svo framv.“
Ný stjórn Byggðastofnunar
Sigurður Ingi Jóhannesson hefur
skipað nýja stjórn Byggðastofnunar.
Þóroddur Bjarnason verður áfram
formaður stjórnar. Nýja stjórnin er
þannig:
» Þóroddur Bjarnason
stjórnarformaður, Akureyri
» Einar Einarsson varaform Skagafj
» Valdimar Hafsteinsson Hveragerði
» Ásthildur Sturludóttir Patreksfirði
» Karl Björnsson - SÍS Reykjavík
» Oddný María Gunnarsdóttir
Blönduósi
» Sigríður Jóhannesdóttir Þistilfirði ÞÓRODDUR BJARNASON