Akureyri


Akureyri - 30.04.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 30.04.2014, Blaðsíða 13
30. apríl 2014 16. tölublað 4. árgangur 13 AÐSEND GREIN RAKEL RÓBERTSDÓTTIR Byggjum upp sterka einstaklinga Sjálfsmynd er hugmyndirnar sem við höfum um okkur sjálf. Sjálfsmynd okkar byggist á þeirri vitneskju sem við höfum til að skilgreina okkur sjálf og aðgreina okkur frá öðrum. Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan þar sem hún hefur áhrif á það hvernig við hugsum, töl- um og hegðum okkur. Talið er að sjálfsmynd mótist af reynslu og sam- skiptum við aðra og er því ekki með- fædd og getur breyst á lífsleiðinni. Sjálfsmynd felur í sér bæði sýnileg atriði eins og hæð, þyngd, hárlit og atriði sem ekki eru sýnileg eins og reynslu. Sjálfsmynd tengist einnig því hvernig við tölum um okkur sjálf. Neikvætt tal um sjálfan sig ýtir undir vanlíðan og minnkar líkur á því að við treystum okkur til að framkvæma hitt og þetta og prófa eitthvað nýtt. Unglingsárin er tíminn þar sem við erum mest að breyta og bæta sjálfsmynd okkar eða finna út hver við erum. Það getur reynt á fólk sem við umgöngumst í daglegu lífi. Þessu má líkja við það að við séum að máta mismunandi samsetningar af föt- um en í staðinn breytumst við t.d. hvernig við högum okkur og tölum um fólkið í kringum okkur. Léleg sjálfsmynd ungs fólks er vandamál. Margt sem við sjáum og heyrum í daglegu lífi hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, þar á meðal hvern- ig samfélagið hagar sér. Við sjáum fólk sem er búið að breyta til hins betra í auglýsingum, kvikmyndum og allskonar myndum sem eru á netinu. Allt er byggt á staðalmyndum og er því fólkinu breytt í auglýsingunum með staðalímyndirnar í huga. Sam- félagið sem við búum í ýtir undir staðalmyndirnar og birtast þær í sjónvarpi og á netinu þ.e. hvernig allir eiga að vera. Það er hins vegar undir okkur sjálfum komið hvort við tökum mark á þeim eða ekki. Fjölskyldu- og vinatengdir þættir skipta einnig máli en ekki bara það sem við sjáum og heyrum í sjónvarpi eða á netinu. Sá sem hefur verið lagður í einelti er til dæmis líklegri til að vera með verri sjálfsmynd en sá sem hefur ekki orðið fyrir ein- elti og einnig sá sem er alltaf undir hópþrýstingi frekar en hinir sem ekki hafa verið undir slíkri pressu. Þá sýnir rannsókn að ungt fólk sem hættir í skóla á það til að vera með verri sjálfsmynd en unglingar sem haldast í skóla. Fjórðungs brottfall Í rannsókn sem gerð var í Háskól- anum í Reykjavík kom fram að árið 2005 voru 94% 16 ára unglinga skráð í nám að hausti. Ári seinna, haustið 2006, voru 85% sama árgangs skráð í framhaldsskólanám. Loks má sjá að um 69% árgangsins voru enn skráð í nám árið 2008. Á þremur árum höfðu því 25% úr einum árgangi helst úr námi. Hvernig getum við leyst vandann? Við verðum að vinna saman, foreldrar og skóli, að því að byggja upp sterka einstaklinga. Sterk tengsl milli fjöl- skyldunnar og unglingsins skipta miklu máli. Unglingurinn verður að geta komið til foreldra sinna og spjallað við þá um öll þau málefni sem honum eru ofarlega í huga, allt frá stærðfræði til unglingadrykkju, án þess að foreldrar fari í vörn. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það sem við sjáum í sjónvarpi og á tölvuskjánum er ekki raunveru- legt. Meiri forvarnir í skólum myndi kannski hjálpa gagnvart því sem er að gerast í umhverfinu. Ýmislegt þar er eðlilegt en annað er líka mjög óeðlilegt. Útlitsdýrkun, kynhegðun og fleira gefur unga fólkinu svo rangar hugmyndir um hvernig allt eigi að vera. Myndirnar sem við sjá- um eru orðnar svo brenglaðar að við vitum ekki hvað er rétt og hvað er rangt. Það þarf að hjálpa krökkum að átta sig að að það sem við sjáum í sjónvarpi, tölvuleikjum og á netinu er ekki allt alveg rétt. Sjálfsmynd er hugmynd ekki staðreynd Margir krakkar í dag eru að greinast með sjúkdóma af ýmsu tagi vegna fyrrnefndra ástæðna og fleiri sem fremja sjálfsmorð núna en áður. Þetta vandamál er því orðið stórt. Þess vegna er mikilvægt er að hafa í huga að sjálfsmynd er hugmynd en ekki staðreynd og þarf því engan vegin að endurspegla það sem öðr- um finnst um okkur. Það væri heldur ekkert skemmtilegt að lifa í heimi þar sem allir væru eins. Greinin er unnin upp úr málstofu- verkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu mál- þingi í Giljaskóla í febrúar. Rakel Róberts- dóttir Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan þar sem hún hefur áhrif á það hvernig við hugsum, töl- um og hegðum okkur. AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS HERBERTSSON Endalok Leikfélags Akureyrar? Það var árið 1917 að Leikfélag Akureyrar (hér eftir í textanum nefnt LA) var stofnað en leik- listarstarfsemi hafði verið á Akureyri allt frá árinu 1860 undir ýmsum nöfnum. Þá var öldin önnur í orðs þess fyllstu merkingu og fólk margt mjög áhugasamt um að vera með og leika á sviði og var raunar allt fram undir að LA var gert að atvinnuleikhúsi 1973 og voru þá ekki alltaf uppi launalröfur en fólk fékk gjarnan einhverja umbun, eða þóknun fyrir leik sinn og allir undu glaðir við sitt, því áhugi var mikill á leiklistinni. Þess má geta að til er hér á Akureyri margt af mjög frambærilegum leikurum, t.d.í MA, VMA og leikarar búsettir á Akureyri en leika með bæði Leikfélagi Hörgdæla og Frey- vangsleikhúsinu svo ekki sé talað um fólkið, sem lærir í leiklistar- skóla LA og væri allt þetta fólk ábyggilega ekki dýrt á fóðrunum, peningalega. En það er kannski ekki nógu fínt fyrir snobbliðið, sem allt þykist vita en veit afar lítið að virðist, nema að heimta peninga af Akureyrarbæ svo tugum milljóna nemur. Þetta náttúrulega gengur ekki lengur og enginn ætti að láta sér detta í hug neina sam- einingu við Hof og Sinfóníuhljómsveitina, og allra síst þegar framkvæmdastjóri Hofs á að vera ráðgjafi og starfsmaður vinnuhóps um sameininguna og óneitanlega finnst manni fingraför ákveðins aðila hjá Akureyrarstofu vera allt að því brennimerkt fyrirbærinu. Eina ráðið til að bjarga LA er að fara auð- veldustu leiðina og gera LA aftur að áhuga- mannaleikhúsi eða hálf-atvinnumanna leikhúsi eins og tíðkast víða á Norð- urlöndunum þar sem fólk er meðvitað um fjárhaginn. Þetta yrði gert a.m.k. á meðan komist er vel fyrir vind fjár- hagslega. Segja verður upp öllu starfsfólki og þar með töldum leikurum og öllum þeim,sem ekki eru efni á að hafa vegna launakostnaðar. Ráða aftur lágmarksfjölda starfs- fólks og eins og fyrr getur í grein þessari er til fjöldinn allir af leikurum, sem trúlega væri tilbúinn að taka þátt í upp- byggingu Leikfélags Akureyrar þó ekki væri um nein ofurlaun að ræða, heldur sanngjarnar þóknanir. Enn eru líka til eldri leikarar, sem væntanlega væru til í að hjálpa til við upp- bygginguna með yngra misjafnlega vönu fólki því ungur nemur þá gamall temur. Hjálpumst að við að veita Leikfélagi Ak- ureyrar þann sess, sem það á skilið fyrir EITT HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLIÐ eftir þrjú ár. Enga sameiningu, því það væri fyrst dauða- dómur yfir LA. AKUREYRINGAR! Tökum höndum saman. Leikfélag Akureyrar verður að vera til áfram og rekið með sóma. Höfundur er ákafur unnandi góðrar leik- listar og vel rekins leikhúss Stjórnmálamenn vakni Hörður Sigurbjarnarson hjá Norðursiglingu á Húsavík vill að stjórnmálamenn og fleiri hugi meir að strandmenningu en verið hefur. Hörður segir að hálf öld sé liðin frá því að eikarbátun- um Knerrinum og Húna II var hleypt af stokk- unum á Akureyri. Bátana megi kalla tvíbura þrátt fyrir stærðarmuninn, því þeir séu teikn- aðir af hinum annálaða skipasmið Tryggva Gunnarssyni og glöggum augum muno ekki leynast skyldleikinn í skrokkslaginu. „Segja má að þeir séu einhver glæsilegustu dæmi sem enn eru í fullu fjöri við strendur landsins,“ segir Hörður. ORÐ SEM VANTAR Hann segir það hljóma undarlega að orðið strandmenning sé ekki til í íslenskri orðabók. „Hugtakið fyrirfinnst ekki eða varla í málinu fyrr en í lok aldarinnar og segir í raun allt sem segja þarf um þekkingu þjóðarinnar á þessum menningararfi Íslendinga. Menningararfleifðin felst ekki eingöngu í gömlum húsum. Hana er einnig að finna í gömlum skipum. Allt venjulegt handverk er vitni um menningu og listsköpun. Arfleifð strandbúans og menningu ber að halda til haga.“ Húni II og Knörrinn eru að sögn Harðar smíðuð úr bestu og sterkustu eikum veraldar sem kallast sumareik. Íslenskar smíðareglur eru samdar með hliðsjón af vályndum veðrum og sjólagi hér við land. Skipin þurfa að vera sterkbyggðari og vandaðri en á öðrum stöðum hnattarins og orðspor þeirra hefur farið víða. „Íslendingum ber skylda til að varðveita þennan fjársjóð og afhenda hann afkomendum sínum í góðu ásigkomulagi.“ Rétt eins og húsafriðun hefur menningar- legan tilgang segist Hörður fullyrða að með varðveislu eikarskipa úr Íslenska fiskiskipa- flotanum sé verið að gefa framhaldslíf ein- hverju því besta sem fyrirfinnst í iðnsögu landsins. AÐALBJÖRGU BJARGAÐ Því sé fagnaðarefni að tekin hafi verið ákvörðun um að bjarga hinu sögufræga fiski- skipi Aðalbjörgu RE 5 frá glötun. Það sem meira er, að um leið voru kynnt áform um að eftir endurbyggingu skuli finna því ný verkefni á sjó og þá helst í farþegaflutningum en ekki inni á safni. „Hverju mannsbarni í landinu má nú vera ljóst að með úreldingu eikarskipaflotans hafa þjóðinni glatast ómetanleg menningarverð- mæti . Við skulum nota hugtakið strandmenn- ingarverðmæti en það var til skamms tíma ekki finnanlegt í okkar ágæta tungumáli.“ „Til að styðja viðleitni þá sem til staðar er í landinu, um að gefa fleiri tréskipum fram- haldslíf, þarf stuðning bæjaryfirvalda á Akur- eyri og íslenskra stjórnvalda. Vilji þessara aðila er allt sem þarf. Gamli slippurinn á Akureyri er ákjósanlegt athafnasvæði uppbyggingar,“ segir Hörður en Norðursigling er nú með 7 eikarskip í rekstri. a BJÖRGUNARSKIPIÐ MARÍA JÚLÍA var keypt fyrir söfnunarfé frá Vestfirðingum en láta mun nærri að áhöfn hennar hafi bjargað 200 mannslífum á Íslandsmiðum þegar skipið gegndi hlutverki björgunar- og varðskips. HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS HERBERTSSON

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.