Akureyri - 30.04.2014, Qupperneq 10
10 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00
F
A
S
TU
S
_E
_0
5.
03
.1
4
Ráðstefnu- og fundarstóll
Tryggðu þér og gestum þínum öruggt
sæti, með vönduðum og þægilegum
stólum á góðu verði.
Nú með 20% afslætti.
Verð kr. 14.000,- m.vsk.
meðan birgðir endast
Veit á vandaða lausn
20%
afsláttur
Til styrktar Halli
og fjölskyldu
Styrktartónleikarnir verða haldnir í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8.
maí kl. 20:30. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að vegna alvarlegra
veikinda Halls Heimissonar, íbúa á Akureyri, hafi hópur listamanna
ákveðið að efna til tónleika og fjársöfnunar og styrkja Hall og fjölskyldu
hans á erfiðum tímum. Hljómsveit valinkunnra listamanna mun leika
en auk hennar koma fram eftirtaldir:
Pálmi Gunnarsson
Jónas Sig.
Eyþór Ingi Jónsson og Elvý Hreinsdóttir
Hymnódía
Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson
Bjarni Hafþór Helgason
Óskar Pétursson
Aðgangseyrir á tónleikana verður kr. 2.000 eða eftir vilja hvers og eins.
Vinsamlegast athugið að ekki verður posi á staðnum.
Opnaður hefur verið söfnunarreikningur í Íslandsbanka:
Reikningsnúmer 565-14-403903 og kennitala 050961-3469 a
Heyrst hefur
HEYRST HEFUR að aukinn titringur sé að færast í hina pólitísku baráttu
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eftir rúmar fjórar vikur. Meðan fólk beið
þess misspennt að Guðni Ágústsson segði af eða á um eigin innkomu í
borgarmálin fyrir framsókn varð þessi vísa til norðan heiða:
Guðni er kominn að kveða burt andúð
að kveða burt leiðindi, það getur hann.
Hann hefur sagt mér að senn komi samúð,
sólskin í Framsókn og svartsýnisbann.
Hann hefur sagt mér til syndanna minna,
við sofum of mikið og vinnum ekki hót.
Hann muni Framsóknarstefnuna kynna
og vonglaðir tökum nú kosningum mót.
(I.Sv.)
HEYRST HEFUR að afar erfitt hafi reynst að fá forráðamenn Leikfélags
Akureyrar til að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem uppi er innan leikfélagsins.
Hefur heyrst að forráðamenn stofnunarinnar hafi líkt og týnt símunum sínum
nánast allir sem einn þegar fróðleiksfúsir blaðamenn reyndu að slíta upp
fréttir og viðbrögð í síðustu viku en allt hafi komið fyrir ekki. Hefur heyrst
að flestir hlutaðeigandi hafi nú fundið aftur símana sína – enda dugar ekki
að stinga höfðinu í sandinn...
Vorfagnaður karla-
kórs Eyjafjarðar
Karlakór Eyjafjarðar setur upp
kórleikritið „Frásögn úr Frónsskíri“
eftir stjórnanda sinn, Petru Björk
Pálsdóttur.
Sagan gerist á óræðum en sögu-
legum tíma og segir frá óðalsbónda
nokkrum sem langar að koma of-
dekraðri dóttur sinni út. Vonbiðl-
arnir streyma að en fá misjafnar
móttökur, hundurinn á óðalinu er
ástsjúkur, sölumaður sigins fisks
lendir í hremmingum, brytinn og
ekillinn eru ómissandi í alla staði,
sannleiksspegillinn er heldur sann-
leiksfús og ýmislegt getur nú gerst
í svona ævintýri sem ekki verður
látið uppi hér.
Karlakórinn syngur sín lög hvar
þau eiga við í sýningunni og sögu-
maður afar greinargóður kveður
fast að. Kórmenn fara sjálfir með
hlutverkin og hefur Skúli Gautason
leikstýrt hópnum.
Hljómsveit kórsins leikur með en
hana skipa: Valmar Väljaots, Haukur
Ingólfsson, Birgir Karlsson og Árni
Ketill Friðriksson.
Sýningar verða sem hér segir:
föstudaginn 2.maí, laugardaginn 3.
maí, föstudaginn 9.maí og sunnu-
daginn 11. maí og hefjast sýningar
allar kl. 20 í Laugarborg í Eyja-
fjarðarsveit. Miðaverð 2500 kr, frítt
fyrir 14 ára og yngri. Mikil gleði og
mikill söngur og allir velkomnir, að
sögn Petru Bjarkar Pálsdóttur. a
Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
Vegna námsleyfis er staða framkvæmdastjóra Akureyrarstofu laus til
umsóknar frá 15. ágúst 2014 - 31. júlí 2015.
Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum.
STARFSSVIÐ
Akureyrarstofa er skrifstofa atvinnu-,
ferða-, menningar-, markaðs- og kynn-
ingarmála hjá Akureyrarbæ. Á Akur-
eyrarstofu starfa verkefnisstjórar saman
í teymi, hver með ábyrgð á afmörk-
uðum sviðum í starfseminni. Fram-
kvæmdastjóri er yfirmaður þeirra og for-
stöðumanna þeirra menningarstofnana
sem reknar eru af Akureyrarbæ. Rekstur
Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á
Akureyri heyrir einnig undir starfsemina.
Akureyrarstofa er tengiliður við
stofnanir sem fjármagnaðar eru af miklu
leyti af Akureyrarbæ og tengjast mála-
flokkum hennar: Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar, Leikfélag Akureyrar, Mark-
aðsskrifstofa Norðurlands, Menningar-
félagið Hof, Minjasafnið á Akureyri og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu er nefndin
sem fer með málaflokkana og er fram-
kvæmdastjóri Akureyrarstofu jafnframt
framkvæmdastjóri hennar. Hann undir-
býr fundi hennar og fylgir ákvörðunum
hennar eftir.
Nánari upplýsingar um starfið er að
finna á heimasíðu Akureyrarbæjar www.
akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2014
AÐSTÆÐUR Í HLÍÐARFJALLI voru með allra besta móti á Andrésarleikunum í síðustu viku, nægur snjór og söguleg veðurblíða. Á
myndinni sést Aron Máni Sveinsson renna sér fimlega niður brekkurnar. Þórhallur Jónsson í Pedromyndum