Akureyri - 30.04.2014, Síða 12
12 16. tölublað 4. árgangur 30. apríl 2014
AÐSEND GREIN DR. VIÐAR HALLDÓRSSON
Á íþróttahreyfingin á Íslandi að líða fyrir
íþróttastarfið í Armeníu?
Svar til Sveins Arnarsonar um
forvarnargildi íþrótta.
Í síðasta tölublaði birtist grein
eftir Svein Arnarsson þar sem hann
veltir upp spurningum um hvernig
forvarnarfé nýtist best. Í greininni
setur Sveinn fram efasemdir um
forvarnargildi íþróttastarfs er varðar
reykingar og neyslu áfengis. Rök-
semdafærsla hans byggir á því að
þar sem ekki er hægt að sýna fram
á forvarnargildi íþróttastarfs í öllum
löndum, samkvæmt ESPAD könnun
meðal nemenda í 10. bekk árið 2007,
þá þurfi að setja varnagla við því
að um raunverulegt forvarnargildi
sé að ræða og þar með að settir séu
peningar til íþróttafélaga á Íslandi
með þetta markmið að leiðarljósi.
Þessu er haldið fram í greininni
þrátt fyrir að sú könnun sem vitnað
er til sýni eindregið fram á forvarnar-
gildi skipulags íþróttastarfs hér á
landi hvað varðar reykingar og
neyslu áfengis. Reyndar kemur fram
í greininni að “Íslendingar standa
sig best” af þeim 40 löndum sem
þátt tóku í könnuninni hvað þetta
varðar. Staðreyndin er í raun sú að
könnunin sem vitnað er til styður
niðurstöður kannana og rannsókna
síðustu 20 ára sem hafa sýnt fram
á ótvírætt forvarnargildi skipulags
íþróttastarfs hér á landi. Ég ætla því
hér að reyna að svara nokkrum þeim
spurningum sem Sveinn setur fram í
grein sinni í þeim tilgangi að varpa
ljósi á hvort réttlætanlegt geti talist
að peningar skattgreiðenda fari að
einhverju leyti til íþrótta í nafni
forvarna.
Íþróttir eru félagslegt fyrirbæri
Í upphafi spyr Sveinn hvers vegna
skipulagt íþróttastarf hefur ekki
sama forvarnargildi í ýmsum öðrum
löndum (eins og til dæmis í Armeníu,
Portúgal og Rúmeníu) og á Íslandi
– eins og fram kemur í ESPAD
könnuninni. Í því samhengi þurfum
við að átta okkur á því að íþróttir
eru félagslegt fyrirbæri og því fé-
lagslega ákvarðaðar og skilyrtar. Það
er ekkert í eðli sjálfs athæfisins, til
dæmis að kasta bolta í körfu, sem
hefur forvarnargildi er varðar reyk-
ingar eða neyslu vímuefna. Mestu
máli skiptir í hvers konar umgjörð,
samhengi og tilgangi athæfið á sér
stað. Þetta hafa innlendar rann-
sóknir ítrekað sýnt. Til dæmis sýna
rannsóknir að þau ungmenni sem
stunda skipulagt íþróttastarf, innan
íþróttafélaga hér á landi, eru ólík-
legri til að reykja og nota vímuefni
en þau ungmenni sem ekki stunda
skipulagt íþróttastarf. Á móti eru
þau ungmenni sem stunda eingöngu
óskipulagt íþróttastarf, einhvers
konar íþróttir utan íþróttafélaga,
eru líklegri til að nota vímuefni en
þau ungmenni sem engar íþróttir
stunda. Slíkar niðurstöður sýna hve
háð forvarnargildi íþrótta er þeim
félagslegu kringumstæðum sem
ákvaðra þátttökuna hverju sinni.
Íþróttamenningin skiptir því máli
þar sem hefðirnar, gildi starfsins,
hæfni og menntun þjálfara og þátt-
taka foreldra ráða ferðinni og gera
íþróttastarfið á einum stað ólíkt því
sem það er á öðrum.
Þá varpar Sveinn fram þeirri
spurning hverjir veljast í íþróttir,
þar sem gefið er í skyn að þau ung-
menni sem eru ólíklegri til að nota
vímuefni stundi íþróttir frekar en
önnur ungmenni. Rannsóknir hér
á landi hafa ekki greint slíkt val í
íþróttir – þó ekki sé hægt að útiloka
allt í þeim efnum. Aftur á móti hafa
rannsóknir sýnt að forvarnargildi
skipulags íþróttastarfs nær helst til
þeirra ungmenna sem eru í mestum
áhættuhópi með að nota vímuefni
og hafa hvað mesta þörf fyrir öflugt
forvarnarstarf í sínum tómstundum.
Öflug forvörn
Sveinn spyr þá í grein sinni hvað
sé besta forvörnin? Skipulagt
íþróttastarf er ekki eina athæfi ung-
menna sem býr yfir einhvers konar
forvarnargildi. Margs konar annað
uppbyggilegt starf ungmenna gerir
það einnig. Þetta er því spurning
sem erfitt er að svara með afgerandi
hætti. Það er ljóst að það eru margir
þættir sem koma saman og virka
sem forvarnir gegn notkun vímu-
efna. Tengsl milli uppeldis- og fjöl-
skylduþátta, áhrif vina og jafningja,
lífsstíls sem og tómstundastarfs og
afþreyingar eru margbrotin. En til
að reyna að svara spurningunni þá
hefur skipulagt íþróttastarf sannað
sig sem öflug forvörn í þessu sam-
hengi í samanburði við margs kon-
ar annað athæfi ungs fólks. Ekki
einungis er kemur að forvörnum
gegn vímuefnanotkun heldur hefur
einnig verið sýnt fram á að þátt-
taka í skipulögðu íþróttastarfi hefur
margs konar félagslegan, sálrænan
og líkamlegan ávinning í för með sér.
Hvort skipulagt íþróttastarf sé besta
forvörnin er þó ómögulegt að segja
til um þar sem rannsóknir hafa ekki
leitast við að meta það með beinum
hætti.
Gagnrýnin umræða góð
Að lokum vil ég taka það fram að
tilgangur þessarar greinar er ekki
að draga úr gagnrýnni umræðu,
sem ávallt er af hinu góða, heldur
að benda á þætti sem taka verður
inn í myndina til að líklegra sé að
umræðan haldist áfram í eðlilegum
farvegi. Ef að rannsóknir sýna að
íþróttahreyfingin á Íslandi sé að
sinna forvarnarstarfi meðal barna og
ungmenna með góðum og mælanleg-
um árangri þá er, að mínu mati, ekki
eðlilegt að draga þá ályktun að það
eigi að endurskoða fjármagn sem
veitt er til þess starfs á þeim forsend-
um að skipulagt íþróttastarf í öðrum
löndum hafi ekki sama forvarnar-
gildi. Slíkri röksemdarfærslu mætti
helst líkja við að refsa Jóni fyrir
eitthvað sem Gunna hefur gert. Það
skýtur því skökku við að Sveinn efist
um réttmæti þess að fjármagn sé sett
í forvarnarstarf íþróttafélaga hér á
landi, þar sem íþróttahreyfingin hef-
ur einmitt sýnt fram á umtalsverðan
árangur í því sambandi – og ætti því
kannski fremur að vera umbunað
fyrir góðan árangur en véfengd.
Að þessu sögðu má svara upp-
haflegri spurningu Sveins með þeim
hætti að forvarnarfé nýtist best þar
sem það skilar mestum árangri.
Forvarnargildi íþrótta hefur sannað
sig hér á landi og hefur verið umfjöll-
unarefni fjölda fræðibóka, skýrslna
og vísindagreina. Hluta þeirra má
nálgast á heimasíðu rannsóknarmið-
stöðvar innan Háskólans í Reykjavík
sem heitir Rannsóknir og greining
(www.rannsoknir.is).
Ég vil hvetja alla til að kynna sér
þær viðamiklu upplýsingar sem þar
liggja fyrir um forvarnargildi íþrótta
– því ekki viljum við að ósekju láta
íþróttahreyfinguna á Íslandi líða
fyrir það hvernig íþróttastarfinu er
háttað í Armeníu
Höfundur er Lektor í félags-
fræði við Háskóla Íslands.
AÐSEND GREIN LOGI MÁR EINARSSON
Gleðilegt sumar?
Það er sannarlega vor í lofti og börn-
in í bænum hafa átt viðburðaríka
páskahelgi. Ýmist rennt sér á brett-
um og skíðum í fjallinu eða stundað
aðra afþreyingu sem bærinn hefur
upp á að bjóða. Sum minnast ferð-
ar með fjölskyldunni í sumarbústað
eða til afa og ömmu útá land. Þau
eru eru önnum kafin við að dytta
að reiðhjólunum sínum; þvo þau og
pumpa í dekkin áður en brunað er af
stað út í sumarið. Á kvöldin láta þau
sig dreyma um ævintýrin handan
hornsins; fótboltamót í Vestmanna-
eyjum, landsmót skáta að Hömrum
eða aðra spennandi hluti. Á meðan
sitja foreldrarnir frammi í eldhúsi
og velta því fyrir sér hvort verja
eigi sumarleyfinu utanlands, á ferð
um landið eða bara í rólegheitum á
sólpallinum, þar sem grillað er upp
á hvern dag og skotist í pottinn á
kvöldin.
Eða hvað?
Í nýrri skýrslu Barnaheilla kemur
fram að fátækum börnum fjölgaði
mikið í kjölfar efnhagsþrenginganna
í Evrópu á árunum 2008 til 2012.
Æ fleiri börn eru við það að lenda
utangátta í því samfélagi sem þau
búa í. Talið er að jafnvel 16% barna
á Íslandi eigi það á hættu að búa við
fátækt: Það eru 10.000 íslensk börn
og 500 á Akureyri. Alltof mörg börn
hér í bænum eiga því ekki kost á
að lifa því lífi sem lýst er í upphafi
greinarinnar eða taka þátt í leik
og starfi sem flestum okkar þykir
sjálfsagt. Efnaminni börn eiga það
á hættu að einangrast félagslega og
verða útundan. Séu þau fátæk í æsku
eru þau mun líklegri til þess að verða
það fullorðin.
Í kjölfar hrunsins var gripið til
mikil aðhalds á flestum vígstöðvum.
Margt var nauðsynlegt, annað skilj-
anlegt en niðurskurðurinn var þó
hugsaður til skamms tíma. Í skólum
voru vistunargjöld hækkuð, forfalla-
kennsla spöruð,efniskaup til kennslu
minnkuð og fjármunir sem ætlaðir
voru til skemmtunar eða uppbrots
á skólastarfi allir skornir við trog.
Vísitölutenging styrkja bæjarins til
íþrótta- og tómstundarstarfs barna
var fryst og framboð til tómstunda
skert. Allt bitnaði þetta harðast á
þeim sem síst skyldi; börnum frá
heimilum sem hafa lítið milli hand-
anna.
Margir brugðust við á aðdá-
unarverðan hátt. Íþrótta- og tóm-
stundafélög hafa mörg sýnt mikla
samfélagslega ábyrgð og reynt að
tryggja að bág fjárhagsstaða bitni
sem minnst á efnalitlum börnum.
Fjölmörg dæmi eru um kennara
sem taka með sér efni að heiman til
að nota við kennslu, jafnvel föt eða
nesti handa börnum sem greinilega
eiga erfitt. Slík fórnfýsi er góð en
það er ekki æskilegt að börn eigi allt
of mikið undir slíkum góðvilja til
langframa. Þá er heldur ekki hægt
að leggja það á kennara að starfa
við slíkar aðstæður. Þó ástandið sé
líklega verra sums staðar í Evrópu
kemur m.a. fram í nýlegri grein í
Independent að betur stæð ríki þurfi
að hafa verulegar áhyggjur af þessari
þróun.
http://goo.gl/N3Uy6y.
Öll börn eiga sinn rétt
Öll börn eiga rétt á því að fá að
þroska og nýta hæfileika sína. Það
eykur ekki einungis
hamingju þeirra heldur skilar
samfélaginu auknum gæðum. Nú
þegar vorar í afkomu bæjarins er
afar mikilvægt að bætt staða verði
fyrst nýtt til þess að skila til baka
þeim sparnaði sem gripið var til í
skólum, barna- og unglingastarfi.
Jafnframt því þarf að huga að að-
gerðum sem jafna stöðu barna.
Tímasett aðgerðaáætlun
Samfylkingin vill setja fram tíma-
setta aðgerðaáætlun sem miðar að
því að vinna gegn fátækt á Akureyri.
Þar verði strax gripið til ráðstafana
til hjálpar börnum í efnalitlum fjöl-
skyldum.
Meðal þess sem við viljum gera
er að:
Fara í nákvæma endurskoðun
fjárhagsáætlunar með það að mark-
miði að jafna stöðu barna í bænum.
Farið verði ítarlega í saumana á því
hvort rétt er gefið við úthlutun gæða.
Úthluta öllum börnum persónu-
legum umboðsmanni, að danskri
fyrirmynd, sem aðstoði þau og veiti
utanumhald frá því að skólaganga
hefst, til 18 ára aldurs.
Auka ráðstöfunarfé skóla til að
skapa fjölbreytni og tilbreytingu í
skólastarfi og bæta aðstöðu starfs-
fólks til að takast á við verkefni sín.
Hækka frístundaávísanir og
endurskoða aðkomu bæjarins að
stuðningi við börn og unglinga í
íþrótta- og tómstundarstarfi.
Tryggja að öll börn geti nýtt sér
hollar og góðar skólamáltíðir.
Markmiðið er að tryggja öllum
börnum fullnægjandi hlutdeild í
þeim miklu gæðum sem bærinn býr
yfir. Ég heiti því að Samfylkingin
mun setja þessi mál í forgang á
næsta kjörtímabili.
Gleðilegt sumar!
Íþrótta- og
tómstundafélög
hafa mörg
sýnt mikla
samfélagslega
ábyrgð og reynt
að tryggja að bág
fjárhagsstaða
bitni sem minnst
á efnalitlum
börnum.
Logi Már Einarsson
Dr. Viðar
Halldórsson
Slíkri röksemdarfærslu
mætti helst líkja við að
refsa Jóni fyrir eitthvað
sem Gunna hefur gert