Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Side 10

Akureyri - 20.03.2014, Side 10
10 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014 ÁRÉTTING Þau leiðu mistök urðu við frétta- vinnslu síðasta blaðs að gögn sem blaðið vann frétt upp úr um verð- launahafa á íslandsmóti reyndust gölluð sem varð til þess að í frétt blaðsins féll niður nafn gullverð- launahafa. Daníel Atli Stefánsson vann gullverðaun fyrir trésmíði og óskar blaðið honum til ham- ingju með glæstan árangur á sama tíma og það biðst velvirðingar á að nafn hans hafi vantað í frétt síðustu viku. -Ritstjóri Raforkusamningur milli Landsvirkjunar og PCC Landsvirkjun hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi undirritað raforku- sölusamning við PCC Bakki Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan hefji starfsemi snemma á ár- inu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli sem unnið verður með endurnýjanlegum hætti í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. Við erum viss um að kísilmálm- iðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unn- in úr endurnýjanlegum orkugjöf- um. Aðstæður á Íslandi henta vel til að orkufrekur iðnaður geti hér náð samkeppnisforskoti í Evrópu og á alþjóðlega vísu,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Samningurinn er undirritaður með ákveðnum fyrirvörum sem þurfa að vera uppfylltir síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar og fjármögnun, auk samþykki stjórna beggja félaganna. „Samstarf okkar við Landsvirkj- un hefur verið faglegt og traust og undirritun raforkusölusamningsins í dag er mjög mikilvægur áfangi í verkefni okkar,“ segir Peter Wenzel, sem er stjórnarmaður í PCC Bakki Silicon. a MUNUM AÐ STILLA bílastæðaklukkurnar! Völundur Hvað er Optishot golfhermir? Optishot golfhermirinn er tölvufor- rit sem er mjög einfalt í uppsetningu fyrir alla og hentar öllum kylfingum sem vilja æfa með sínum kylfum og vera í góðu formi fyrir komandi sumar á vellinum. Það sem þú þarft að hafa er tölva sem getur tengst netinu á meðan forritið er sett upp þú þarft ekki að vera nettengdur á meðan þú ert að spila. Optishot pakkinn inniheldur tölvuforritið og mottuna sem í eru 16 skynjarar sem reikna út sveiflufer- ilinn þinn, stöðu kylfuhausins þegar hann kemur í boltann, sveifluhrað- ann og taktinn í sveiflunni, og þú sérð bolta flugið. Það fylgja svamp- boltar sem hægt er að nota en for- ritið býður einnig upp á það að nota venjulega golfbolta eða engan bolta. Með pakkanum koma 13 heims- frægir golfvellir sem forritið býður þér upp á að spila m.a. Barseback, Scottsdale TPC og Torrey Pines, Long Island Black, The Canadian club og Black Mountain GC Hua Hin, þar sem þú getur spilað eða æft einn eða með allt að þremur vinum. Einnig er hægt að kaupa fleiri heimsþekkta velli á heimasíðu hjá dancindogg.com sá nýjasti er Melbourne Golf Club völlurinn þar sem forsetabikarinn var spilaður í nóvember 2011 fleiri vellir eru í boði í dag eins og Old Scot Golf Course (sem er eftirlíking af Old Course á St. Andrews), Atlanta Hig- hlands og Royal St. Marks (sem er eftirlíking af Royal St. Georges). Hægt er að æfa sig á völlun- um hvort sem þú spilar holuna frá upphafi til enda eða staðsetur þig einhvers staðar til að æfa eitthvað sérstakt högg. Einnig er hægt að fara á æfinga- svæðið til að sjá sveifluferilinn og stöðu kylfuhaussins þegar hann kemur í boltann því þetta tvennt er það mik- ilvægasta þegar kemur að því að slá boltann. Einnig kemur með forritinu driving range þar sem upp koma 6 flat- ir með lengdum frá 79 til 268 metrum. Þar er gott að æfa allar kylfur, hægt er að æfa stutta spilið á driving range og einnig á öllum brautum á völlunum sem koma með tækinu. Á flötunum færðu að sjá hallann frá öðrum kúl- um og þá þarf að lesa rétt úr eins og venjulega á golfvellinum. Æfingar í Optishot herminum skila sér vel úti á golfvelli þar sem þú lærir mikið á því að sjá hvers vegna það er að gerast það sem gerist. Optishot hermirinn er mjög góður hermir. Hann er ótrúlega einfaldur í uppsetningu og uppfyllir mínar þarf- ir fyrir golf á veturna. Í herminum getur þú valið einn af 13 frábærum golfvöllum sem eru mjög raunveru- legir. Einnig getur þú valið aðstæður í hvert skipti, Leirulogn eða bara logn, hraðar eða hægar flatir. a RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM ER RAUNFÆRNIMAT EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Ertu orðin/nn 23 ára og hefur unnið skrifstofustörf í 5 ár eða lengur HVAÐ ER RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM? Það er mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í sam- anburði við námsskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýt- ast við krefjandi störf á skrifstofu. Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á www.mk.is Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kynningarfundur vegna raunfærnimats verður hjá SÍMEY 2. apríl kl. 16:00 RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM Skráning er hjá SÍMEY í síma 460-5720, eða á www.simey.is Frekari upplýsingar gefa Heimir, heimir@simey.is og Kristín, kristin@simey.is Er raunfærnimat eitthvað fyrir þig? Ertu orðin/nn 23 ára og hefur unnið skrifstofustörf í 5 ár eða lengur Hvað er raunfærnimat í skrifstofugreinu ? Það er mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu. Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á www.mk.is Raunfærnim atið er þátttakendu m að kostnaðarla usu. Kynningarfu ndur vegna raunfærnim ats verður h já SÍMEY 2. ap ríl kl. 16:00 Skráning er hjá SÍMEY í síma 460-5720, eða á www.simey.is Frekari upplýsingar gefa Heimir, heimir@simey.is og Kristín, kristin@simey.is Auglýsing / kynning

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.