Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Síða 13

Akureyri - 20.03.2014, Síða 13
20. mars 2014 11. tölublað 4. árgangur 13 lét ekki duga að skjótast á bíl til að ræða við íbúana heldur gisti nokkrar nætur meðal heimamanna í von um að átta sig betur á samfélagi fólksins og hvers vegna það svaraði spurn- ingunum eins og það gerði. Þegar greiningu gagna lauk má segja að þrjú meginþemu hafi komið upp úr pokanum – nægjusemi, vinnugleði og staðartryggð. Rígurinn tengist staðartryggð og kom sú umræða stundum upp í hendur rannsakanda að fyrra bragði en stundum varð að spyrja sérstaklega um fyrirbærið. Þótt allir öldungarnir könnuðust við hrepparíginn vildu sumir aðeins ræða deilur Siglfirðinga og Ólafs- firðinga eftir að slökkt hafði verið á upptökutækinu. Næsta skref var að bera sýn öldunganna saman við svokallaða þýðiskönnun sem gerð var meðal allra íbúa í Fjallabyggð, þ.e. bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði, sumarið 2009. Þýðiskönnun þýðir að ekki er tekið úrtak og alhæft fyrir stærri hóp heldur reynt að spyrja hvern einasta íbúa í Fjallabyggð 18 ára og eldri nokkurra spurninga. m.a. um viðhorf þeirra til eiginleika og dyggða. Bæði hvað varðar eigin íbúahóp en einnig „hinn“ hópinn. Ólafsfirðingar voru spurðir hvað þeim þætti um Siglfirðinga og öfugt. Samanburður gagnanna leiddi af sér pælingar sem tengjast að nokkru leyti þekktum kenningum félags- fræðinnar. ÓTTINN VIÐ AÐ VERA GLEYPTUR Sterkar vísbendingar birtust í rannsókninni um að Siglfirðingar og Ólafsfirðingar berjist enn um nýja íbúa þótt búið sé að sameina þá í eitt sveitarfélag og göng hafi tengt saman bæina tvo. Sú skoðun birtist til að mynda nokkrum sinn- um í viðtölunum við öldungana að íbúar hins bæjarkjarnans hefðu í tengslum við sameininguna (sem var skilyrði fyrir Héðinsfjarðargöngum) fengið of mikið í sinn hlut á kostnað heimabyggðarinnar. Sem er klassískt dæmi um meting, eina höfuðstoðina í rígnum samkvæmt skilgreiningu Ís- lenskrar orðabókar. Skoðum nokkur samtalsbrot: SPYRILL: En hvaða breytingar heldurðu að verði núna á sigl- firsku samfélagi með þeirri tengingu sem Héðinsfjarðargöng verða? SIGLFIRSK KONA: O, ég veit það ekki. Það er strax farið að tala um stirðleika en ég held að þetta hljóti að skána þegar þetta er komið á og skipulag á þetta. SPYRILL: Já? Hvað áttu við með stirðleika? SIGLFIRSK KONA: Æi, þú veist að sumir segja stundum að Ólafs- firðingar vilji gleypa okkur. En þetta er nú bara það sem fólk hef- ur á tilfinningunni. Ég hef ekkert slæmt af þessu fólki að segja, það sem ég hef kynnst því. Víkur þá sögunni til ÖLDUNGS Á ÓLAFSFIRÐI: Það eimir enn eftir af hálf- gerðri hreppapólitík, ekki mikið en samt nægilega til þess að það er undirliggjandi hræðsla um að maður sé að missa eitthvað og að aðrir séu að fá eitthvað sem við ættum að fá. Það náttúr- lega tengist svolítið sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem hefði náttúrlega átt að vera Eyja- fjarðarsvæðið allt en því miður var það ekki. Annar ÖLDUNGUR SIGL- FIRSKUR segir þetta: Ja, það var stundum einhver rígur milli Ólafsfirðinga og Sigl- firðinga. En það var nú ekkert áberandi, held ég. SPYRILL: Nei, hefur gengið ágætlega síðan þið voruð sam- einaðir? VIÐMÆLANDI: Það var einn karl hérna, grásleppukarl, ég er nú bara að rugla svolítið en það hvarf net sem hann átti hérna (hlær). Og hann segir strax þegar hann sér að netið er horfið að nú hafi helvítis Ólafsfirðingarnir stolið því. Þannig að hann fer daginn eftir að leita og þá er búið að leggja það inni á Ólafsfirði ... Þeir voru bara svona, þetta voru hörkukarlar alveg. Stolna grásleppunetið átti eftir að koma við sögu í ummæl- um fleiri öldunga. Kannski er ákveðin upphafning í því þema. Það þarf hörkukarla til að takast á við hörkukarla. Í sögunum um grásleppunetið eru Ólafsfirðingar ekkei endilega hinir þjófóttu heldur snúast hlutverkin við þegar rætt er við Ólafsfirðinga. Karl búsettur í Ólafsfirði segir að rígurinn milli bæjanna hafi orsakast af því að Ólafsfirðingar og Siglfirðingar hafi barist um sömu fiskimið. Og hérna, ég held að það hafi verið Siglfirðingar sem komu þeirri sögu á kreik að Ólafs- firðingar væru svo þjófóttir að þeir vitjuðu um línur Siglfirðinga meðan þeir létu liggja. Og þess vegna varð til máltækið: Passi nú hver sitt, Ólafsfirðingar koma! SPYRILL: Er þetta lygi? ÓLAFSFIRSKUR KARL: Ég held að þetta sé lygi, já, en það má vel vera að einhverjum hafi dottið í hug báðum megin frá að aðeins kippa í línu hjá viðkomandi ef það var látið liggja yfir nótt eða þvíumlíkt. Annað merki um átök Ólafs- firðinga og Siglfirðinga eru slagsmálasögur af dansleikjum fyrri tíma. Einkum virðist sem dansleikir í félagsheimilinu Ketilási í Fljótum, nyrstu byggð Skagafjarðar, hafi ítrekað orðið að átakavettvangi milli Sigl- firðinga og Ólafsfirðinga. SIGLFIRSK KONA: Ég, það var, ég hef aldrei heyrt um neitt nema á Ketilási og þá sérstaklega á böllunum. Þá var verið að slást eitthvað, ég held það hafi verið Skagfirðingar eða Fljótamenn og Skagfirðingar og Siglfirðingar og svo aftur Ólafsfirðingar og Skag- firðingar. Hefurðu ekki heyrt neitt um það? SPYRILL: Jú, ég hef heyrt eitt- hvað um það. SIGLFIRSK KONA: Já, það voru aðallega unglingarnir sem voru með læti. SPYRILL. Hvers vegna slógust þeir? SIGLFIRSK KONA: Ha? SPYRILL: Hvers vegna slógust þeir? SIGLFIRSK KONA: Ég veit það ekki. Ég held að báðir hafi haldið að hinn væri meiri maður, ég veit þetta ekki. Ég veit ekki af hverju þetta var. Um þetta segir ÓLAFSFIRSKUR KARL: Sko, það segir kannski ákveðna sögu að á hverju ári hér áður, kaupakonuböllin, sem var haldið uppi á Ketilási, Ólafs- firðingar þeir fóru ekki í spari- fötin af því að þeir fóru á böllin til að berjast við Siglfirðinga. Siglfirðingar komu líka í vinnu- fötunum. Þarna hittust þeir og þarna börðust þeir. INDÆLT STRÍÐ? Sálgreinirinn Sigmund Freud (1990) [1922] segir að börn sem bítist um leikfang stofni oft til kynna að rimmu lokinni, leiki saman og verði vinir, sem annars hefði aldrei orðið án átakanna. Kannski er það ein lýsing á samskipt- um Ólafsfirðinga og Siglfirðinga. Eða jafnvel Þórsara og KA-manna?! Þegar bornar eru saman spurningakönnun- in, sem gerð varð meðal allra íbúa í Fjallabyggð (svörun rúm 50%), og viðtalsrannsókn höfundar vakti það nokkra furðu þegar sögur um hrepp- aríg fyrri tíma voru hafðar í huga hve jákvæðir íbúahóparnir reynd- ust hvor gagnvart hinum samkvæmt megindlegu gögnunum. Spurt var um mannkosti svo sem áreiðanleika og heiðarleika og voru gefnir fimm svarmöguleikar: mjög ósammála; frekar ósammála; hvorki né; frekar sammála og mjög sammála. Ef til- raun er gerð til að meta svörin út frá jafnbilakvarða og eitt stig gefið fyrir að vera mjög ósammála en fimm stig fyrir að vera mjög sammála og allt sem er undir eða umfram meðaltalið 2,5 telst annaðhvort neikvætt eða já- kvætt, sést að meðaltal umsagna er hæst 4,46 (af 5 mögulegum) og snýr að vinnusemi. Lægsta meðaltal er 3,22 og varðar mælingu á lítillæti. Mont Siglfirðinga fer með öðrum orðum pínulítið í taugarnar á Ólafsfirðing- um og öfugt. Af 732 Ólafsfirðingum sem svöruðu töldu aðeins 18 að það eigi illa við að lýsa Siglfirðingum sem heiðarlegum. Keimlík staða er uppi þegar Siglfirðingar eru beðnir um að meta heiðarleika Ólafsfirðinga, aðeins 27 af 732 telja það eiga illa við Ólafsfirðinga að lýsa þeim sem heiðarlegum. Þetta bendir til að þótt öldungar í Fjallabyggð kannist vel við hrepparíg, meting, gömul slagsmál og baráttu um grásleppunet, í eigin- legum eða táknrænum skilningi, eru fæstir tilbúnir að segja nokkuð nei- kvætt um nágrannana sem hóp í op- inberri könnun. Samt kemur glampi í augu öldunganna þegar þeir segja frá erjum liðinnar tíðar. Það kann að þjóna virknitilgangi fyrir samfélag að eiga sér að minnsta kosti ímyndaðan óvin en samt eru allir vinir þegar þeir eru spurðir um hvað þeim finnist um nágrannann. Svona fyrir utan það að „hinir“ eru kannski svolítið leiðinlega montnir. Eiginlega án nokkurrar ástæðu! LÍF SEM LINNULAUS ÁTÖK Samkvæmt átakakenningum í fé- lagsfræði byggja ólíkir hópar þjóðfé- lagið og verða alltaf átök milli þeirra um takmörkuð gæði í heiminum. Skilgreiningar samfélags á hverjum tíma á afbrotum og framkvæmd laga ráðast t.d. af pólitík og hagsmunum hinna auðugu og ráðandi. Karl Marx (1818–1883) taldi átök innbyggð í viðskipti öreiganna annars vegar og handhafa framleiðslutækjanna hins vegar. Max Weber (1864–1920) útfærði kenningu Marx og benti á að valdið sem hefði áhrif á stöðu okkar í lífinu væri ekki bara efnahagslegt heldur einnig menningarlegt. Pierre Bourdieu (1930–2002) hélt þeim bolta á lofti og tengdi auðmagn við bæði félagslegt og menningarlegt vald. Allt fram til dagsins í dag hafa komið fram nýir talsmenn átaka- hyggju. Virknihyggja, funksjónalismi eða strúktúralískur funksjónalismi er annað sjónarhorn sem snýst um að samfélagið sé flókið kerfi og byggist upp á mörgum ólíkum þáttum sem hafi það hlutverk að efla samstöðu og stöðugleika. Arnar Árnason doktor í mannfræði hefur bent á að Radcliffe Brown telji að hugmyndir, siðir, sið- gæðisgildi og félagslegar stofnanir séu líffæri samfélagsins og geti haft þá virkni, þau áhrif eða það hlutverk að tryggja stöðugleika þess. Vaknar þá spurningin hvort hrepparígur á Tröllaskaga sé dæmi um sið sem hefur haft þá virkni að tryggja stöð- ugleika og samstöðu íbúanna. Í bók sinni, The Function of Soci- al Conflict, vitnar Coser (1968: 77) í Edward Alsworth Ross sem taldi að samfélög væru saumuð saman með innri átökum. Coser tínir saman ýmis dæmi um að átök eigi oft þátt í að sameina hópa ekki síður en að sundra þeim. Átök geri meðlimi hópa meðvitaðri en ella um mörk og stöðu auk þess sem átök auki iðulega sam- félagsþátttöku Ef grundvallarsam- félagsgerðinni sé ekki ógnað með átökunum aukist samstaða en á hinn bóginn þverri oft kraftur stríðs- manna í kjölfar sigra. Þá sé þekkt leið til að lægja öldur heima fyrir að beina sameiginlegri orku þegnanna í einn átakafarveg út á við. Sagan um stolna grásleppunetið gæti verið dæmisaga til að viðhalda ríg eða fjarlægð milli tveggja ná- grannasveitarfélaga sem samt voru á tímum einangrunar og stopulla samgangna nægilega fjarlæg til að auðvelt væri að viðhalda einhvers konar tortryggni beggja vegna við fremdarmúrinn. Sagan af glá- sleppunetinu og sagan af blóðugu böllunum í Fljótum upphefja íbú- ana sem stríðsmenn ekki ólíkt því þegar Þór og KA á Akureyri tak- ast á t.d. í meistaraflokki í fótbolta. Það þarf hörkukarla til að takast á við hörkukarla, hvort sem grá- sleppunetunum var í rauninni stolið eða ekki. Ekki virðist langsótt að ætla að þessa metings hafi helst verið þörf þegar breytingar voru mestar. Nú hefur L-listinn, flokkur án tengingar við gömlu stjórnmála- flokkana setið einn í meirihluta á Akureyri í fjögur ár. Áhugavert gæti verið að spyrja hvort það að gömlu flokkspólitísku átakalínurnar hafi verið látnar lönd og leið svo lengi í héraði kunni að skýra hvern vegna Akureyringar virðast nú óvenju opn- ir fyrir möguleikum þess að sam- eina fjandvinina, Þór og KA. En þá komum við að öðru: „Án óþokkans erum við öll einstaklingar á markaði, sjálfselsk og einmana, og samfélagið hrörnar,“ skrifar félagsfræðingurinn Gibbons. Þurfum við óvin til að halda okk- ur sjálfum góðum?! a MEÐAL HEIMILDA SEM STUÐST VAR VIÐ ÞEGAR GREININ VAR RITUÐ ERU EFTIRFARANDI Arnar Árnason. 2011. Hver var A.R. Radcliffe- Brown? Árni Johnsen. 1996. Utandagskrárumræða. Alþingistíðindi B-deild. „Ástandinu verður að linna.“ 1994. Morgunblaðið, 21. september. Benedikt Sigurðsson. 1990. Brauðstrit og barátta: Úr sögu byggðar og verkalýðshreyfingar á Siglufirði II. Reykjavík: Myllu-Kobbi. Coser, L. 1968 [1956]. The Functions of Social Conflict. Glencoe: Free Press. Coser, L. 1971. Masters of Sociological Thought: Ideas in Historical and Social Context. New York: Harcourt Brace Jovanovich. Durkheim, E. 1997 [1951]. Suicide : a study in sociology. Þýð: Simon and Schuster. New York: The Free Press. Elfa Björk Erlingsdóttir. 2009. Ímynd sveitarfélaga: Rannsókn á ímynd sex sveitarfélaga á Íslandi á meðal háskólanema á Íslandi. Óbirt MS-ritgerð. Háskóli Íslands. Sótt 25. nóvember 2011 á http://notendur.hi.is/th/ MSritgerdir/ritgerdir/elfa.pdf. Freud, S. 1990 [1922]. Group Psychology and Analysis of the Ego. New York: Boni and Liverlight. Gibbons, M.S. 2003. „Hvítarusl: Stéttvís blóraböggull fjölmenningarvitanna.“ Þóroddur Bjarnason þýddi. Tímarit Máls og menningar 64 (3–4): 32–37. Hjalti Jóhannesson, Kjartan Ólafsson og Grétar Þór Eyþórsson. 2002. Jarðgöng og vegagerð á norðanverðum Tröllaskaga: Mat á samfélags- áhrifum. Akureyri: Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. Íbúðalánasjóður. 2010. Skýrsla íbúðalánasjóðs 2010: Vannýtt íbúðarhúsnæði í Fjarðarbyggð og á Fljótsdalshérarði. Íslensk orðabók. 2002. Ritstj. Mörður Árnason. Reykjavík: Edda. Kingsbury. N. og J. Scanzoni. 1993. „Structual Functionalism.“ Sourcebook of Family Theories and Methods: A Contextual Approach, 195–221. Kolbeinn Stefánsson og Sveinn Arnarsson. 2010. „Félagslegur auður Fjalla- byggðar“. Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng: Samgöngur samfélag og byggðaþróun. Ritstj. Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn H. Stefánsson, 151-160. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. „Landsdómsmálið fleygur íhaldsins.“ 2012. Mbl.is. Sótt 15. mars 2012 á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/28/landsdomsmalid_fleyg- ur_ihaldsins/ Ólína Þóra Friðriksdóttir. 2007. Samkeppnishæfni Austur-Húnavatnssýslu. Óbirt BS-ritgerð við HÍ. Ritzer, G. 2000. Modern Sociological Theory. Boston: McGraw-Hill. Taylor, S.J. og R.C. Bogdan. 1998. Introduction to Qualitative Research Methods: A Guidebook and Resource. New York: John Wiley & Sons. Tinna Halldórsdóttir. 2009. „Hér eiga allir sínar pumpur.“ Rannsókn á stöðu og viðhorfum kvenna á Austurlandi. Vegagerðin. e.d.. Héðinsfjarðargöng. Vegagerðin. 2012. Mikil umferð um Héðinsfjarðargöng 2011. Sótt 24. nóvember 2011 á http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/ frettir/nr/2800 Þóroddur Bjarnason. 2010. „Búsetufyrirætlanir íbúa Fjallabyggðar.“ Sam- göngur og byggðaþróun: Félagsleg. efnahagsleg og menningarleg staða Fjallabyggðar. Ritstj. Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn H. Stefánsson, 65-71. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn Stefánsson. 2010. „Samgöngubætur og byggðaþróun á norðanverðum Tröllaskaga.“ Fjallabyggð fyrir Héðins- fjarðargöng: Samgöngur samfélag og byggðaþróun. Ritstj. Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn H. Stefánsson, 4-15. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Þóroddur Bjarnason, Kjartan Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson. 2010. „Búsetuþróun í Fjallabyggð 1929–2009.“ Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðar- göng: Samgöngur samfélag og byggðaþróun.. Ritstj. Þóroddur Bjarna- son og Kolbeinn H. Stefánsson, 50-57. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. „Þurfum að vinna bug á hrepparíg.“ 1988. Morgunblaðið, 10. september.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.