Akureyri - 20.03.2014, Side 14
14 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014
HEYRST HEFUR að hjónin Halldór Arinbjarnarson og eig-
inkona hans Edda Aradóttir sem búa á Svalbarðsströnd séu
ekki alveg sammála um hvaða ökumenn sýni skokkurum
mesta tillitssemi. Í umræðu á facebook segir Halldór, sem
keppt hefur í maraþonhlaupum, að um síðustu helgi hafi
verið ljómandi notalegt að skokka 20 km fram og til baka
eftir marauðum Svalbarðsstrandarveginum, þrátt fyrir rok.
Svo skrifar Halldór sem starfar hjá Ferðamálastofu: „Þetta
er líka ágætis tækifæri til að æfa sig í félagsfræðilegum
greiningum á mismunandi háttarlagi ökumanna þegar þeir
mæta manni á hlaupum. Sumir beinlínis strjúkast vð mann
á meðan aðrir sveigja vel til hliðar. Áralangt rannsóknarstarf
mitt á þessu sviði hefur leitt til eftirfarandi niðurstaðna:
- Ungt fólk er jafnan tillitssamara en það eldra
- Karlar eru heilt yfir tillitssamari en konur
- Fólk á jeppum víkur síður fyrir hlaupara, sérstaklega ef
ökumaðurinn er kona í yngri kantinum
- Atvinnubílstjórar eru 99% til fyrirmyndar í umferðinni
PS: Og ég nenni ekki að hlusta á athugasemdir um að
það sé stórhættulegt að hlaupa svona á þjóðveginum.
Í dagsbirtu á auðum vegi, snemma á sunnudagsmorgni.
pps: Að lokum ætti að lækka hámarkshraða á Svalbarðs-
strandarvegi í 70 km.“
Kona hans Edda bregst við með eftirfarandi:
„Þessar niðurstöður eru nokkuð ólíkar þeim sem ég hef
fengið úr svipaðri greiningu á framkomu við konu á reiðhjóli.
Karlmenn, 40 - 60 ára, á jeppum, fá t.d. lága einkunn
fyrir tillitssem og tekur steininn úr þegar þeir eru komir
með ferðavagn aftaní. Mögulega gæti verið einhver bias
í gangi sem tengist kyni rannsakandans.“ Fylgir broskall
frá kerlu til bónda.
HEYRST HEFUR að Hild-
ur Eir Bolladóttir prestur á
Akureyri hafi slegið í gegn
sem aldrei fyrr með sögu
sem hún sagði um helgina
og fékk vængi í netheimum.
Svo sagðist klerkinum frá
reynslu sinni af morgun-
hlaðverðarborði í Mývatns-
sveit:
„Hörmungarsaga úr morgun-
verðarhlaðborði í Mývatns-
sveit: Ef þið sjáið ónefnt
hótel í Lögbirtingarblaðinu
á næstunni þá er það ss mèr að kenna. Vaknaði á hót-
elherbergi endurnærð eftir 10 tíma svefn og skottaðist
niður í morgunverð með koddafar og hreiður í hnakkanum.
Skundaði að áleggsborðinu og þar sem èg er að bisa við að
skera gráðost snýst þyndaraflið gegn mèr og Dominoáhrif
leiddu til þess að allt hlaðborðið hrundi í gólfið þannig að
egg, ostar , lýsisflaska, kjötálegg og marmelaði myndaði
myndarlegan hrauk á teppalögðu gólfinu. Èg tilkynnti
öðrum gestum í salnum sem horfðu á mig í forundran að
èg gæti veitt gullfiska sem svömluðu þarna í búri ef þau
væru ennþá svöng. Það fyndnasta við þetta allt saman var
að ástkær eiginmaður minn haggaðist ekki og horfði
á mig fjarrænum
augum eins
og hann biði
annarar konu
sem væri kannski læst
inn á salerni. Nú erum við
búin að liggja upp á hót-
elherbergi og öskra úr
hlátri.“
Samsýning í Boxinu
Næstkomandi laugardag þann 22.
mars, verður slegið upp stórri sam-
sýningu í sal Myndlistarfélagsins
(Boxinu). Heiti sýningarinnar er Ar-
tala Vista, og hópurinn sem stendur að
baki sýningunni á það sameiginlegt
að allir innan hans leigja sér vinnu-
stofu í Portinu (Kaupvangsstræti 10).
Starfsemin í vinnustofunum er stór og
litrík og rúmar alla þætti myndlist-
ar, en einnig tónlist, ritlist og gjörn-
ingalist og því má búast við líflegri
opnun á laugardaginn. Undanfarið
hefur hópurinn sameinast um að hafa
vinnustofur sínar opnar og boðið
gestum og gangandi upp á innlit og
sýningar í rýmum sínum, en á laugar-
daginn ætla þau að færa sig um set og
sýna í Boxinu með pompi og prakt.
Allir eru hjartanlega velkomnir
í sal Myndlistarfélagsins klukkan
15:00 og njóta lista, lita og léttra
veitinga.
Sýningin stendur til 30. mars og
er opin laugardaga og sunnudaga
frá 14-17. a
Sýning á tekötlum
Sýning á tekötlum verður opnuð
laugardaginn 22. mars og stendur
yfir laugardag og sunnudag frá kl.
14-17. Tekatlarnir voru unnir af 13
konum á námskeiðum á Punktinum
undir handleiðslu Sigríðar Ágústs-
dóttur leirkerasmiðs. Unnið var
með hvítan og rauðan jarðleir og
voru tekatalarnir handmótaðir frá
grunni. a