Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Síða 20

Akureyri - 20.03.2014, Síða 20
20 11. tölublað 4. árgangur 20. mars 2014 Af merkilegu korti Ein dýrmætasta heimild sem til er um Akureyrarkaupstað er kort frá árinu 1809. Þar er landslagið dregið upp með afar nákvæmum hætti og gerð grein fyrir mannvirkjum af öllu mögulegu tagi. Á kortinu má m.a. sjá hús, girðingar, torfgarða, götu- slóðir, vörður, örnefni og allskyns kennileiti í náttúrunni. Heiðurinn að þessum elsta og merkilegasta uppdrætti kaupstaðarins eiga tveir Akureyringar. Þeir voru reyndar af norskum upp- runa og þar að auki land- mælingamenn og lauten- antar í danska hernum. Vera þeirra á Akureyri var liður í metnaðarfullu verk- efni hersins í að gera sigl- ingar út af Íslandsströnd- um hættuminni. Í því skyni var umræddum mönnum ætlað að ferðast víða um land og halda áfram við strandmælingar landsins sem staðið höfðu yfir í nokkur ár. Lautenantar koma til Akureyrar Það var á köldum haustmánuðum 1807 að þreyttir og veðurbarðir ferðalangar komu í kaupstaðinn með farangur sinn í kistum og koff- ortum. Ferðalagið frá Kaupmanna- höfn hafði gengið afar illa. Hafís lá við landið með þoku, kulda og stórhættulegum siglingarskilyrð- um. Hafís hafði reyndar legið við ströndina mörg undanfarin sumur og ástandið í landinu víða orðið afar bágborgið. Grasspretta lítil, skepn- ur horaðar og landsmenn óttuðust yfirvofandi hungursneyð. Við þetta bættist svo stríð í Evrópu sem gerði siglingar hingað stopular. Burt séð frá því þá höfðu nú bæst við tvær nýjar fjölskyldur í kaup- staðinn. Annarsvegar voru það lautenant Hans Frisak 34 ára og kona hans Magdalene Borck- grevik 28 ára. Hins vegar voru það lautenant Hans Jacob Scheel 28 ára og kona hans Anna Rebecca Elisabet Sandberg 19 ára. Koma þeirra hefur vafa- laust verið mikið gleðiefni fyrir íbúa Akureyrar því á þeim tíma bjuggu aðeins um 40 sálir á eyrinni, þrátt fyrir að Akureyri væri á þeim tíma meðal stærsta þéttbýlisstaða Norð- urlands. Þau fengu leigt yfirgefið verslunarhúsnæði og settust þar að með farangur sinn, tæki sín og tól. Nýju heimkynnin. Fyrsti veturinn á Akureyri var lang- ur, harður og kaldur. Frisak var van- ur þessum íslensku aðstæðum því hann hafði starfað í mörg ár áður við mælingar hér á landi. Þetta var hins vegar fyrsta ferð Scheels og þá má gera sér í hugarlund að konum þeirra hafi nú litist misvel á sín nýju heimkynni. Á grárri eyrinni stóðu örfáar þyrpingar veðurbarðra timb- ur- og torfhúsa en fyrir ofan báru hálfgrónar brekkur við himin með girðingarstubbum hér og hvar ásamt nokkrum görðum. Aðeins var búið í örfáum húsanna á eyrinni. Hitt voru mannlausar vörubúðir, geymslur og skemmur af ýmsum toga. Engar bryggjur voru uppsettar en nokkrar bátakænur lágu uppi á strandbakk- anum. Landmælingarmennirnir voru báðir hæfileikaríkir. Frisak drátt- hagur, vandvirkur og góður sam- verkamaður. Scheel sprenglærður frá Osló og hafði lagt sérstaka stund á stærðfræði og mælingar. Þeir félagar höfðu verið valdir sérstaklega hingað til starfa vegna þekkingar sinnar á fjallalandslagi, eitthvað sem kollegar þeirra í Danmörku þekktu minna til. Frisak og Scheel stunduðu allskyns rannsóknir á Akureyri. Þeir skráðu á hverjum degi niður ítarlegar upp- lýsingar um veðurfar, s.s. hitastig, vindafar, snjókomu og loftþyngd. Þá stunduðu þeir einnig stjörnu- athuganir, hnattstöðumælingar og rannsökuðu skekkjur segulnála svo eitthvað sé nefnt Fyrsta kortið af Akureyri Á árunum 1808 – 1809 mældu þeir Frisak og Scheel Akureyri og ná- grenni og bjuggu til afar vandað- an uppdrátt. Til þess að allar mæl- ingar yrðu sem nákvæmastar slógu þeir saman fjöldamargar vörður úr timbri á brekkubrúnunum ofan kaupstaðarins og víðar til að setja upp mælinet sitt. Efst á kortinu hafa þeir teikn- að inn Rögnvaldarhól, hæð eina í Naustahverfi þar sem nú er Kletta- tún. Í miðjum Rögnvaldarhól teikna þeir þríhyrning með punkt í miðju en þannig voru mælipunktarnir tákn- aðir. Það gæti verið skemmtileg dægradvöl fyrir íbúa Naustahverfis að ganga á hólinn (þegar snjólétt er) því mælipunkt þennan er þar enn að finna. Þetta er lítill járnbolti múr- aður fastur niður í klappirnar en ofan á honum er þríhyrningsmerki með punkti í miðjunni, alveg eins og kortið sýnir. Rétt norðanundir Rögnvaldarhól eru hinar gríðarstóru mógrafir þar sem almenningur sótti eldsneyti sitt um aldir. Á kortinu sést hvernig Búðarlækur rennur inn í miðjar mógrafirnar en hann kemur ofan úr Naustatjörn. Lækurinn held- ur síðan áfram í beygjum og sveigj- um niður brekkurnar. Á leið sinni sker hann skurði og gil í landslagið og dregur efnið með sér til sjávar. Á þeim stað þar sem lækurinn rennur í Eyjafjörðinn hefur Akureyrin hlaðist upp með tímanum. Kortið frá 1809 sýnir þessa landmótun ágætlega og mun betur en við getum lesið úr nýj- um kortum enda hefur landslagið á Akureyri umbreyst þó nokkuð á síðastliðnum 205 árum. Á kortinu sést einnig hvernig þeir hafa dregið upp bæina Eyrarland og Naust með útihúsum sínum og tún- görðum, sitt hvoru megin Búðargils- ins. Frisak og Scheel létu heldur ekki nægja að draga upp hús kaupstaðar- ins heldur gerðu þeir jafnframt grein fyrir efnivið þeirra. Vínrauði litur- inn táknar t.d. timburhús en græni torfhús. Þá hafa þeir samviskusam- lega dregið upp glænýja kartöflu- garða Levers kaupmanns norðan við Búðarlækinn rétt ofan eyrinnar en strandlínan sem sést á kortinu er hér um bil þar sem Hafnarstræti liggur í dag. Hörmuleg tíð Eins og komið hefur fram var ástandið hér á landi hörmulegt á þessum árum. Veturinn 1808-1809 var þar engin undantekning, bæði kaldur og leiðinlegur. Hafís allstað- ar við ströndina og skipakomur til Akureyrar heyrðu nú alveg sögunni til. Í Evrópu geysaði áfram stríð sem aldrei fyrr og það fréttist seint og síðar meir að Englendingar væru nú búnir að sundursprengja Kaup- mannahöfn og ræna af þeim öllum skipaflota sínum. Frisak og Scheel fengu nú engin frekari fyrirmæli frá Danaveldi. Sem landmælingamenn voru þeir orðnir einir og yfirgefnir á Íslandi og hálfgerðir strandaglópar. Nú valt allt á þeim sjálfum hvern- ig framhaldið yrði. Í Eyjafirði voru eintóm harðyndi og bændur voru farnir að skera fé sitt til að missa það ekki úr alveg úr hor. Frisak og Scheel ákváðu að láta hér ekki staðar numið og héldu strax og veður leyfði út á land til frekari mælinga. Þeir kvöddu konur sínar og börn og héldu af stað frá Akureyri þegar liðið var á júní 1809. Það mátti heita að kom- ið væri sumar en tíðin var samt hin versta, rigningarsöm og köld. Innrás á Akureyri Sumarið leið hægt og til- breytingarlaust áfram í litla kaup- staðnum. Það breyttist þó allt einn dag um miðjan júlí þegar bæjarbúar sáu einkennilegan hóp ríðandi manna nálgast eyrina. Fremstur í flokki sat vígalegur maður á hesti sínum vopnaður pistólu og höggsverði en á eftir honum riðu vopnaðir græn- klæddir hermenn í bláum hempum. Hersveitin átti erindi við þorpsbúa. Kort Frisak og Scheels skyldu gerð upptæk en ýmislegt fleira hékk á spýtunni. En frá vopnaskaki því sem fylgdi í kjölfarið verður sagt frá í næsta blaði Grenndargralsins. a GRENNDARGRALIÐ KORT ÞEIRRA FRISAK og Scheel af Akureyri dagsett árið 1809. Konunglega bókhlaðan í Kaupmannahöfn. ARNAR BIRGIR ÓLAFSSON, liðsmað- ur Grenndargralsins, skrifar.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.