Akureyri


Akureyri - 20.03.2014, Page 21

Akureyri - 20.03.2014, Page 21
20. mars 2014 11. tölublað 4. árgangur 21 Samstarf við vinabæinn Murmansk – Af hverju ekki? Af hverju eflum við ekki tengslin við vini okkar í Murmansk í Rúss- landi? Er Murmansk einungis vina- bær Akureyrar að nafninu til? Til hvers eru þessir vinabæir eiginlega? Já ég veit, kannski er eitthvað að gerast á bak við tjöldin sem hinn venjulegi Akureyringur veit ekki um. Kannski hafa útgerðarmenn í Murmansk keypt gamla togara frá Samherja? Kannski hafa bæjaryf- irvöld á Akureyri farið í opinbera heimsókn til Murmansk? En það er allavega ekki margt í umhverfinu sem minnir okkur á vináttutengslin við Murmansk og aðra vinabæi okkar vítt og breytt um heiminn. Maður er reglulega minntur á sam- bandið við Randers í Danmörku með komu jólatrésins í desember ár hvert. Einhver samskipti hefur bærinn okkar átt við Álasund, vina- bæinn í Noregi og þá tryggir saga vesturfaranna eilíft samband við Gimli, vinabæ okkar í Kanada. Í Svíþjóð er það Västerås og einhvern veginn finnst manni að það hljóti að vera til einhverjar bókanir í fundar- gerðum fyrri ára um eflingu tengsla þar á milli. Þó ekki sé nema vegna landfræðilegra og menningarlegra tengsla landanna. Þá er nú ekki langt í enn einn vinabæinn sem einnig er á Norðurlöndum. Lahti heitir hann og er í Finnlandi. En við eigum líka vinabæi sem eru lengra í burtu en standa okkur svo nærri menningarlega og tilfinningalega - eða hvað? Bæir sem tengjast sögu Akureyrar órjúfanlegum böndum og hafa margsinnis reynst okkur vel á erfiðum tímum – eða hvað? Þetta eru vinabæir okkar í Tyrklandi og Rússlandi; Çesme og Murmansk. Ekki þarf að eyða mörgum orðum um vináttutengsl okkar við íbúa Çesme, þau eru augljós! Höldum aðeins áfram með Murmansk. Við vitum alveg af hverju Murmanskar ættu að sækja okkur heim, sér- staklega á þessum árstíma. Kuldi, brennivín og mottumars. Þar með er það afgreitt. Hvað eigum við hins vegar að sækja til Murmansk? Get- ur það gagnast okkur að í Murm- ansk búa rúmlega 300.000 mann- eskjur? Já, án efa. Hjálpar okkur að í Murmansk er heimahöfn eina flota kjarnorkuknúinna ísbrjóta í öllum heiminum? Ekki gott að segja. Kemur það okkur til góða að vera vinabær borgar sem er með 86 grunnskóla og 56 framhaldsskóla? Svari hver fyrir sig. Auk alls þessa er staðarblað, sædýrasafn og öflug- ur bandýklúbbur í Murmansk. Ef við viljum efla tengslin, hvar eigum við þá að byrja? Hvað með að hefja samstarf knattspyrnudeilda Þórs og KA við FC Sever Murmansk en svo heitir knattspyrnufélag borgarinn- ar? Liðið spilar í 2. deild í Rússlandi. Mætti ekki senda leikmenn héðan til reynslu í Murmansk og öfugt? Jú, jú einhverjir myndu eflaust fá menningarsjokk. En til hvers eru vinir ef ekki til að hjálpa þeim sem á stuðningi þurfa að halda við að aðlagast breyttum aðstæðum? Að einhverju leyti yrðu viðbrigðin þó hverfandi. Þannig þyrftu leikmenn FC Sever Murmansk og Þórs og KA ekki að láta veðurfarið á hin- um nýja heimavelli koma sér svo mjög á óvart. Viðskipta- og menn- ingarhugmynd á krepputímum? Af hverju ekki? a - Geymt en ekki gleymt – Saga af prakk- arastriki á Kristneshæli Fljótlega eftir að Kristneshæli tók til starfa var settur upp búnaður sem gerði sjúklingum kleift að heyra hljóðsendingar á hinum og þessum stöðum innan veggja hælisins. Um nokkurs konar innanhússútvarps- kerfi var að ræða sem sendi út það sem fór fram í gegnum hátalara inn til sjúklinganna. Einnig var hægt að tengja kerfið beint við útvarps- sendingar Ríkisútvarpsins þannig að útsending þess barst inn í stofurn- ar. Sömu sögu var að segja um það sem fór fram í dagstofu Kristnes- hælis. Hvort sem það var söngur eða talað mál, hægt var að útvarpa því inn á stofur sjúklinganna. Kom þetta sér einstaklega vel fyrir þá sem voru rúmliggjandi. Þá höfðu hinir, sem voru á fótum, val um að vera viðstaddir það sem fór fram í dagstofunni eða einfaldlega liggja upp í rúmi og hlusta. Í friði og ró barst hinum rúmliggjandi angurvær tónlist eða seiðandi rödd í gegnum kerfið með það að markmiði að trufla ekki um of nauðsynlega hvíld þeirra. Skemmtilegt atvik átti sér stað í tengslum við útvarpskerfið á tímum Kóreustríðsins á 6. áratugn- um. Á einni stofunni voru nokkrir ungir strákar og með þeim var eldri maður. Sá hafði ákveðnar skoðanir á stríðinu í Kóreu og hugsaði lítið um annað. Strákunum fannst þetta al- veg dæmalaust hvernig gamli mað- urinn gat fussað og sveijað yfir þessu öllu saman dag eftir dag. Þeim datt í hug að gera at í honum með því að búa til aukafréttatíma í útvarpinu. Einn tók það að sér að láta gamla manninn vita að aukafréttir væru að hefjast í útvarpinu. Karlinn beið ekki boðanna og kveikti á útvarps- græjunum í stofunni í von um að heyra nýjustu fréttir af stríðinu. Á meðan hafði einn úr strákahópnum komið sér fyrir við útsendingar- tækin, tilbúinn að segja fréttirnar. „Í fréttum er þetta helst: Um 100.000 manns voru drepnir og reknir í sjó- inn í Kóreu.” Ekki var nóg með að gamli maðurinn tæki andköf heldur fóru fleiri á Hælinu að tala um að það væri hörmung að heyra þessar voðalegu fréttir frá Kóreu. Sjúk- lingarnir skröfuðu saman um þessi hörmulegu tíðindi í nokkrun tíma. Að lokum var allt saman leiðrétt og aftur komst ró á Kristneshælið. a ÚR MYNDASAFNI GRENNDARGRALSINS Síðsumars 2011 hittust umsjónarmenn Leitarinnar að Grenndargralinu í grunnskólum Akureyrar á undirbúningsfundi. Á fundinum voru lagðar línur fyrir Leitina um haustið. GETRAUNIN NOKKUR SVÖR BÁRUST Grenndargralinu við síðustu getraun. Ekkert þeirra var hins vegar rétt. Rétt svar var Nonnahús. Við látum ekki deigann síga og gerum aðra tilraun. Spurt er: Hvaða kennileiti úr heimabyggð er á þessari mynd? Svör sendist til: grenndargral@gmail.com. Einn heppinn þátttakandi hlýtur örlítinn glaðning frá Grenndargralinu. HÖFNIN Í MURMANSK. Myndin er tekin af wikipedia.org.

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.