Austurland - 16.05.2013, Qupperneq 2

Austurland - 16.05.2013, Qupperneq 2
2 16. MAÍ 2013 Blaðið er að þessu sinni að miklu leyti tileinkað Austfirskum krásum af einhverju tagi en Matvæladagurinn verður haldinn á Hótel Héraði 16. maí næstkomandi. Þar munu fyrirtæki, kaupendur og seljendur eiga stefnumót um innkaup á komandi ferðamannavertíð. Í tengslum við daginn mun almenningur geta bragðað á austfirskum krásum í ferðaeldhúsi Lúlú í Neskaupsstað sem staðsett verður á planinu fyrir utan Hótel Hérað auk þess sem austfirskar krásir verða boðnar til sölu bæði í Húsi handanna og nýrri Kjöt- og fiskverslun Snæfells í Kaupvangi. Síðustu blöð hafa verið stútfull af pólitík og eflaust þykir mörgum nóg komið. Allt útlit er fyrir að tveir stærstu flokkarnir nái saman um stjórnarsamstarf byggt á traustum meirihluta. Þessi trausti meirihluti hefur alltaf valdið mér hugarangri óháð þeim sem með hann fara hverju sinni. Það er þessi meirihluta - minnihluta hugsun veldur mér áhyggjum en traustur meirihluti á þingi þýðir oft að raddir minnihlutans þagna. Á Austurlandi hafa orðið miklar breytingar á umgjörð stjórnmálanna. Áhrif Austurlands á landsmálin hafa minnkað eftir að kjördæmaskipan var breytt þannig að landshlutinn tilheyrir Norðaustur kjördæmi. Efstu og áhrifamestu menn á listum flokkanna koma oftast af Norðurlandi, flestir frá Akureyri. Sameiningar í landshlutanum hafa orðið til þess að tvö stærstu sveitarfélögin hafa úrskurðarvald í flestum málefnum og margir eru á því að sveitarfélögin sem áður háðu einvígi um flest mál, með tilheyrandi leiðindum, hafi nú fallist í faðma og myndi aukinn meirihluta í samstarfi sveitarfélaganna. Þetta verður til þess að hin sveitarfélögin hafa veika rödd í samstarfinu og eru yfirleitt með einn fulltrúa af þremur í nefndum. Með þessu verður afar ólíklegt að málefni og hagsmunir sem skipta minni sveitarfélögin máli njóti sama stuðnings og mál sem hin stóru tvö hafa ákveðið að setja á oddinn. Mikið hefur verið rætt um að löggjafarvald og framkvæmdavald ætti að vera aðskilið þannig að ráðherrar sem fara með framkvæmdavaldið eigi ekki að sitja á þingi og þurfi jafnvel ekki að vera kjörnir þangað. Þá er spurning hvaða áhrif persónukjör óháð flokkum komi til með að hafa á leikfléttuna sem á sér stað í stjórnarmyndunarviðræðum. Myndi sá þingmaður sem fær flest atkvæði fá stjórnarmyndunarumboð? Ef til vill væri réttast að hver og einn kjósandi mætti kjósa sitt draumalið í ráðherrastóla og byggt á því vali yrði sett saman ríkisstjórn sem yrði að vinna saman óháð meirihluta/minnihluta? Ekki veit ég til þess að flokkar hafi almennt gefið út ráðherraefni sín fyrir kosningar né að stjórnmálamenn hafi tækifæri til að sérhæfa sig og ávinna sér traust í ákveðnum málaflokkum umfram aðra. Þetta veldur því að kjósandinn veit ekkert hvað hann er að kjósa nema byggt á loforðalistanum og oft óljósum hugsjónum. Það er spurning hvort alræði meirihlutans sé rétta leiðin til framtíðar eða hvort það styður lýðræðislega og gagnrýna umræðu um þjóðmálin. Margar áhugaverðar hugmyndir komu fram í kosningabaráttunni um hvernig við getum virkjað lýðræðið samanber svigrúm í tillögum að nýrri stjórnarskrá. Kannski hefur hinn nýi meirihluti til að bera þá víðsýni sem þarf til að ræða og prófa einhverjar þessara hugmynda á næsta kjörtímabili? Stefanía G. Kristinsdóttir, ritstjóri Tveir stórir Leiðari AUSTURlAnd 6. TBl. 2. ÁRGAnGUR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Stefanía G. Kristinsdóttir, sími 891 6677, netfang: stefania@einurd. is Blaðamenn: Bryndís Skúladóttir og Halldóra Tómasdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. - Blaðið er aðgengilegt á PDF sniði á vefnum www.fotspor.is. Fríblaðinu er dreiFt í 4.400 eintökum Á öll Heimili Á auSturlandi OG HOrnaFirði auk dreiFbÝliS. blaðið liGGur einniG Frammi Á HelStu þéttbÝliSStöðum Á auSturlandi. Fjarðabyggð sigrar Útsvar Fjarðabyggð sigraði lið Reykjavíkur í úrslitum Útsvars föstudaginn 4. maí sl. „Gáfaðasta sveitarfélag á Íslandi“ er fyrirsögn á heimasíðu sveitarfélagsins en þar kemur fram að sigurinn hafi verið sannfærandi en Fjarðabyggð sigraði með 98 stigum gegn 56 stigum hjá liði Reykjavíkur. Jón Svanur, Kjartan Bragi og Sigrún Birna létu forystuna, sem þau náðu strax í byrjun, aldrei af hendi. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári komst Fljótsdalshérað nærri því að vinna en tapaði gegn liði Grindavíkur í úrslitunum. Það er því ljóst að mikil gáfumenni búa á Austurlandi. SGK Harmleikur á Egilsstöðum Maður á þrítugsaldri var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald þriðjudagskvöldið 8. maí sl. grunaður um morð á Karli Jónssyni. Morðið átti sér stað aðfaranótt mánudagsins 7. maí að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn myrti fannst á svölum íbúðar sinnar á mánudagsmorgun og grunur beindist fljótlega að nágranna hans en lögreglan hafði þurft að hafa afskipti af honum kvöldið áður vegna hávaða og ónæðis. Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að lögreglan efist ekki um sekt hins handtekna, aðstæður á vettvangi og föt sem fundust heima hjá manninum bendi allt til sektar hans. Rannsókn málsins er á lokastigi. Byggt umfjöllun Gunnars Gunnarssonar á www.austurfrett.is Fyrsti útlendingurinn skipaður lögreglufulltrúi í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra Aleksandra Wójtowicz, var nýlega skipuð í stöðu lögreglufulltrúa við alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra. Alexandra hóf störf við alþjóðadeild árið 2012 en hafði áður starfað hjá lögreglunni á Eskifirði og Seyðisfirði í 4 ár. Aleksandra er lærður sjúkraflutningamaður og starfaði við sjúkraflutninga áður en leiðin lá í lögregluna. Hún byrjaði í afleysingum í lögreglunni árið 2008 og fór í Lögregluskólann árið 2009. Aleksandra Wójtowicz er Íslendingur af pólskum uppruna og kom hingað til lands sem au-pair 18 ára gömul frá Gdansk í Póllandi. Hún á íslenskan eiginmann og þrjú börn. Byggt á frétt á www.mbl.is 9. maí Bílaverkstæði Hjólbarðaverkstæði Pústverkstæði Smurþjónusta Gleðilega páska Lokað laugardaginn 30.mars opið mán-fös: kl.8-18 lau: kl.11-15 Gleðilega páska opið mán-fös: kl.10-18 lau: kl.11-15 Lokað laugardaginn 30.mars Sími: 471-3002 netf. topphlutir@simnet.is Sólvangur 5, 700 Egilsstaðir neyðarsími 861-4260 opið mán-fös: kl.8-18 lau: kl.11-15 Gleðilega páska opið mán-fös: kl.10-18 lau: kl.11-15 Lokað laugardaginn 30.mars Sími: 471-3002 netf. topphlutir@simnet.is Sólvangur 5, 700 Egilsstaðir Lið Fjarðabyggðar og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri á sigurkvöldinu Fjölbýlishúsið að Blómvangi 2

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.