Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.1989, Blaðsíða 6
Fimmtudaginn 8. júní 1989 - FRÉTTIR
Stemmnmgin og tilfinningin ú
vera þarna staddur var ólýsanleg“
Ég hef verið beðinn um að skrifa ferðasögu úr
Þýskalandsferð, sem farin var í tilefni úrslita-
leiks Stuttgarts og Napolí í UEFA keppninni í
knattspyrnu. Frá Vestmannaeyjum fóru eftir-
taldir: Biggi og Siggi Sveins, Bói Pálma, Sigurður
Ingi og Tryggvi sonur hans, Helgi Lása, Gaui
Grétars, Jón Óli og Dóra. Til móts við hópinn í
Leifsstöð komu þeir Guðmundur Sigurvinsson,
hálfbróðir Ásgeirs og Óla og einnig Árni Johnsen.
í Þýskalandi hittum við Friðfinn Finnbogason og
Ingu konu hans, Óla Sigurvins, Guð-
mund Fúsa og Jónas Sigurðsson. Þá eyddi Gísli
Hjartar fyrstu dögunum með hópnum áður en
hann hélt annað, en snúum okkur nú beint að
ferðasögunni sjálfri.
# Ásgeir átti ágætan leik móti
Napoli, eins og hann á yfirleitt.
Að miðvikudagsmorgni hinn
17. maí sl. hittistallurhópurinn
kl. 16:00. Tíndust menn inn í
stöðina hver af öðrum, en þar
kynntumst við manni að nafni
Guðmundur Sigurvinsson og
mætti með sanni segja við mun-
um seint sjá eftir því að hafa
kynnst þeirri persónu, þó sér-
staklega annar Múlapeyinn, en
með þeim tókust órjúfanleg
vináttubönd.
Ekki var að því að spyrja að
strax var byrjað á að lepja bjór,
eða eins og við segjum á
fagmáli „sulla í bjór“. Sumir
drukku meira en aðrir og sváfu
alla flugferðina, en engin nöfn,
en sonur útgerðarstjórans
mikla sem er tíður gestur hjá
Landhelgisgæslunni var eitt-
hvað slappur enda fékk hann á
sig gælunafnið „Niðurfallið“,
svo mikinn bjór drakk drengur-
inn að elstu menn muna ekki
annað eins. Loksins kom
kallið, nú átti að ganga um
borð í Frónfara og á leiðinni út
í vél rákumst við á tvær frægar
persónur, fyrst skal fræga telja
Miss World, svona rétt til að
ýta við hópnum. Sú síðari var
ekki síðri, þar var mættur sjálf-
ur Árni Johnsen að sjálfsögðu
0 Hinn fríði hópur ásamt íslendingafélaginu.
Allar myndirnar sem fylgja þessari ferðasögu tók Guðmundur Sigfússon.
á síðustu stundu, „var að koma
af fundi.“.“ Afsakaði hann sig,
en hvað um það þarna vr mikil
gleði því nú skyldu teknir
nokkrir Eyjaslagarar í
Stuttgart.
Til allrar hamingju fyrir þá
sem voru þyrstir voru örfáir
farþegar í vélinni
svo bjórsala og önnur þjónusta
gekk bæði fljótt og vel. Klukk-
an 13:30 að staðartíma var lent
í Frankurt í sól og 30 stiga hita,
en nú var málið að koma sér af
stað ekki áttum við að missa af
leiknum og með Árna Johnsen
sem fremsta mann var arkað í
gegnum flugstöðina. Töskur
okkar íslendinganna fengu al-
gjöran forgang eftir að Guð-
mundur hafði ráðgast aðeins
við starfsmenn vallarins. Hald-
ið var af stað, jáhá, nú skyldi
ekkert klikka. Það átti ekkert
að koma í veg fyrir að við
fengjum að sjá okkar mann í
Germany, (svona fyrir þá sem
ekki fylgjast með fótbolta þá er
það Ásgeir Sigurvinsson), leika
sér að þessum Maradona,
svona eins og hann lék sér að
Einari Friðþjófs hér í „Den“.
Einn lítill og pattaralegur fyrr-
um kantmaður hjá I.P.U. kom-
inn með smá ýstru sá til þess að
að menn fengju nóg af þýskum
bjór. Menn höfðu varla svolgr-
að í sig síðasta sopann þegar að
öðrum var skellt í fangið á
manni (fínn náungi).
þar hafði Ásgeir útvegað okkur
borð. Tveim klukkustundum-
um fyrir leik gengum við inn á
hinn stórglæsilega leikvang
Stuttgart liðsins „Neckar".
Þegar höfðu safnast u.þ.b. 30
þús. manns á áhorfendapalla og
stemmningin all rosaleg. En
þetta var aðeins byrjunin því
einum tíma fyrir leik var leik-
vangurinn orðinn fullsetinn eða
um 69.000 manns og stemmn-
ingin og tilfinningin að vera
þarna var í einu orði sagt ólýs-
anleg. Það er greinilegt að okk-
ar maður er dáður öðrum frem-
ur í Stuttgart liðinu, því þegar
hann hljóp inn á völlinn í
upphitun brutust út geysileg
fagnaðarlæti. Ekki ætla ég að
lýsa leiknum sjálfum, nema
þegar að Stuttgart jafnaði 1-1
eftir að Ásgeir hafði sent knött-
inn úr hornspyrnu beint á
# Maradona var primus motor
Napoli liðsins.
Stór dagur
í Stuttgart
Loksins var komið til Stutt-
gart og greinilegt á öllu að
þetta var stór dagur hjá þessari
borg. Stórir fánar og auglýsing-
ar blöktu alls staðar. Nú við
byrjuðum á því að borða við
hliðina á vellinum sjálfum, en
• Tvcir heimsfrægir markaskorarar þeir Júrgen Klinsman frá
Stuttgart og Sigmar Pálmason frá ÍBV stilla saman strengi sína
fyrir næsta leik.