Austurland - 27.11.2014, Qupperneq 2

Austurland - 27.11.2014, Qupperneq 2
27. Nóvember 20142 Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi Léttar • Sterkar • Traustar Ísnet Húsavík • s. 5 200 555 Ísnet Akureyri • s. 5 200 550 Ísnet Sauðárkrókur • s. 5 200 560 Kristbjörg Ólafsfjörður • s. 5 200 565 Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna AUSTURlAnd 22. TBl. 3. ÁRGAnGUR 2014 ÚTGefAndi: Fótspor ehf., Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is, Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Ritstjóri: Halldóra Tómasdóttir, sími 471-3119 & 852-1911, netfang: ht@me.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 4.400 eintök, dreifing: Íslandspóstur. - Blaðið er aðgengilegt á Pdf sniði á vefnum www.fotspor.is. FRÍblAðinu eR dReiFT Í 4.400 einTökum Á öll Heimili Á AuSTuRlAndi OG HORnAFiRði Auk dReiFbÝliS. blAðið liGGuR einniG FRAmmi Á HelSTu þéT TbÝliSSTöðum Á AuSTuRlAndi. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Ég er mjög myrkfælin manneskja. Ég hef búið uppi í sveit og lent í því að vera gangandi ein á ferð í svartamyrkri og var ég farin að hlaupa við fót síðasta spölinn til að ná inn í birtuna. Þegar ég var ung var ég orðin svo hvekkt að ég tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að lesa draugasögur. Síðan þá hef ég alltaf talið mér trú um að draugasögur séu eintóm ímyndun og uppspuni sem hafi grasserað í skjóli myrkurs og einangrunar. Í síðasta tölublaði Austurlands birtust nokkrar austfirskar draugasögur, þar á meðal Vélstjórinn frá Aberdeen. Í sögunni er nefnt að tekin hafi verið mynd af sjóreknu líki vélstjórans og því líst nákvæmlega. Með sögunni í síðasta tölublaði birtist sakleysisleg mynd af Seyðisfirði. Vegna þessarar forsögu minnar brá mér því ekki lítið þegar ég fékk mynd senda í pósthólf mitt daginn eftir að blaðið kom út og það var ekki hvaða mynd sem er heldur myndin sem lýst er svo nákvæmlega í sögunni. Aldrei hef ég augum litið svakalegri mynd og verð ég að viðurkenna að næstu nætur voru fremur svefnlausar. Alltaf þóttist ég sjá vélstjórann. Ég held að ég afskrifi ekki draugasögur aftur sem eintóma ímyndun en reyni að vera sem minnst ein á ferð í myrkri. Í þessu blaði er fjallað aðeins um nokkrar sýningar sem eru í gangi. Þar á meðal er sýningin „Yfir hrundi askan dimm“ sem fjallar um áhrif Öskjugossins árið 1875. Virkilega áhugaverð og fróðleg sýning sem sýnir hvað náttúran getur haft mikil áhrif og kollvarpað framtíðardraumum fólks á örskotsstundu. Engin aska hefur komið úr gosinu í Holuhrauni en sýningin „Yfir hrundi askan dimm“ sýnir svo ekki verður um villst að mjög mikilvægt er að vera með virka viðbragðsáætlun. Einnig er sagt frá sýningu ungra austfirskra listanema og ljóst af þeirri hugmyndaauðgi og þeim hæfileikum sem þeir búa yfir að framtíðin ætti að vera björt hjá ungu fólki sem fer í lista- og verknám. Í blaðinu að þessu sinni er einnig fjallað um tvær austfirskar bækur sem hafa komið út nú fyrir jólin. Það er ljóðabókin Undir berjabrekku eftir Ágústu Ósk Jónsdóttur og skáldsagan Árdagsblik eftir Hrönn Jónsdóttur. Sagt verður frá fleiri bókum í næsta tölublaði enda af nógu að taka. Austfirsk bókaútgáfa er mjög fjölbreytt og góð þetta árið og verður yndislegt að njóta jólanna og bjartari daga með góða bók í hönd. Halldóra Tómasdóttir Leiðari Bráðum birtir Auglýsingasíminn er 578 1190 Leik- skólabörn koma færandi hendi Í síðustu viku komu börn, fædd 2009 og 2010, af leikskólunum Skógarlandi og Tjarnarlandi, fær- andi hendi í A4 á Egilsstöðum. Börnin færðu Hafrúnu og Hebu yfir 70 jóla- myndir sem þau höfðu teiknað, litað og málað. Að því loknu sungu þau nokkur lög fyrir gesti og gangandi og fengu svo mandarínur að launum. Stöllurnar í A4 höfðu lagt leikskólunum til karton og pappír og fengu þessar fínu myndir að launum. Í aðalnámskrá leikskóla er nefnt að auka eigi samstarf leikskóla og samfélagsins sem þeir eru hluti af og var þetta verkefni einn liður í því. Rithöfundalest(ur) á Austurlandi - skáldin koma um helgina 28. -30. nóvember nk. Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina 28. til 30. nóvember. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Þórarinn Eldjárn les úr bókum sínum Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular frá Vöku Helgafelli, Soffía Bjarnadóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Segulskekkja, sem Mál og menn- ing gefur út og Kristín Eiríksdóttir fer með eigin ljóð úr KOK sem kemur út hjá JPV. Austfirðingurinn Gyrðir Elí- asson opnar bækur sínar, Koparakur og Lungnafiskana, sem eru frá Dimmu og Gísli Pálsson er á Austurlandi í bók sinni Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem Mál og menning gefur út. Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för 5 austfirsk skáld og þýðendur: Stefán Bogi, Hrafnkell Lár- usson, Kristian Guttesen, Sigga Lára Sigurjónsdóttir og Ingunn Snædal. Rithöfundalestin nýtur stuðnings Alcoa Fjarðaáls, Flugfélags Íslands, Síldarvinnslunnar og Bílaleigu Akur- eyrar auk forlaganna. Að henni standa Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell menningar- miðstöð og Umf. Egill Rauði. Viðkomustaðir eru fjórir að þessu sinni. Lesið verður í Miklagarði á Vopnafirði föstudagskvöld 28. nóv- ember kl. 20: 30. Laugardag 29. nóv- ember kl. 14: 00 verða höfundarnir á Skriðuklaustri í Fljótsdal og um kvöldið lesa þeir í Skaftfelli á Seyðis- firði kl. 20: 30. Á sunnudaginn verða þeir síðan í Safnahúsinu í Neskaupstað kl. 13: 00.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.