Austurland - 27.11.2014, Side 3

Austurland - 27.11.2014, Side 3
www.velfag.is Vélfag ehf. // Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður //// Njarðarnes 2 / 603 Akureyri /// 466 2635 // sales@velfag.is Ánægðir notendur Sjóvinnsla: Hundruð tonna í gegn og bara skipt um hnífa! Heildstæð vélalína: M500 hausarar, M700 flökunarvél, M800 roðdráttarvélar Marín vélasamstæðan frá Vélfagi ehf. hefur reynst okkur á Þerney RE sérstaklega vel. Þegar sótt er á fjarlæg fiskimið eins og Barentshafið til að ná í mikið magn af fiski í hverri ferð eru Marín vélarnar þungamiðja vinnslunnar í skipinu. Rekstraröryggið er enn betur tryggt með nýjungum í M700 og M800; 700 tonn af blönduðum þorski fara í gegn hjá okkur án þess að nokkuð þurfi að gera annað en skipta um hnífa í M700. Við í áhöfninni erum gríðarlega þakklátir fyrir að hafa fengið að taka virkan þátt með starfsmönnum Vélfags í því verkefni að hanna og þróa fiskvinnsluvélar sem hafa náð þeim mikla og góða árangri eins og raun ber vitni. M800 roðdráttarvél: 4 roðdráttareiningar! Hægri og vinstri flök roðdregin sjálfstætt án truflana frá hinu.Tryggir hámarks flakagæði, nýtingu og afköst. Tvær aukaeiningar ávallt klárar: skipt út á 3-5 mínútum. Hámarkar nýtingu og flakagæði mismunandi fisktegunda ásamt uppitíma vinnslunnar: M800 roðvélar standa nú vaktina hér um borð í Þerney RE og nokkur þúsund tonn hafa þegar farið í gegnum þær. Á þeim tíma hefur varla sést sporðklippt flak og frátafir vegna bilana eða þessháttar eru engar. Einstaklega þægilegt er að sinna reglubundnu viðhaldi; roðdráttareiningin einfaldlega sett inn á vinnuborð og vinnan framkvæmd við bestu skilyrði á meðan M800 vinnur áfram með hinar. Flækjustig M800 er ekkert. Einföld hönnun og meira rekstraröryggi Marínmenn og vélstjórar á Þerney RE 1 M500 hausarar Nýting jókst um 1-1,5%. Skurður á fiskinum beinni og fallegri. Betra og einfaldara að viðhalda og þrífa. Marínmenn á Oddeyri EA-210 Landvinnsla: Afkastamikil og viðhaldslítil M700 flökunarvélin frá Vélfagi ehf. er jafnan notuð mest af þeim vélum sem við erum með hér í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Afköst vélarinnar eru góð sem og nýting og meðferð á flökum. Bilanatíðni er mjög lág og rekstrarkostnaður vélarinnar þar af leiðandi líka. Auðvelt aðgengi gerir vélina mjög þægilega í viðhaldi, einfalt er að fjarlægja allar hlífar og bönd vélarinnar sem sparar einnig tíma til stillinga og þrifa og góð vinnuaðstaða er við vélina. Í hönnun M700 vélarinnar hefur verið lagt upp úr því að velja efni sem er gott að þrífa, sem er lykilatriði í matvælaframleiðslu.Varahlutaþjónusta Vélfags ehf. hefur verið til algjörrar fyrirmyndar, sem og öll önnur samskipti við fyrirtækið vegna þjónustu við vélina. Birgir Þór Gunnarsson, vélstjóri hjá Samherja Ísland ehf á Dalvík.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.